DUL-listinn hefur verið uppfærður.
Þessi útgáfa er nr. 8
# Helstu breytingar:
# Nokkur net hjá simnet hafa fallið út í staðinn kom du.simnet.is
# Eitt net hjá Títan hefur fallið út og annað bæst við
Einnig hafa verið gerðar þær breytingar að nú er komið á
listann serialnúmer sem er hækkað við breytingu þannig að
auðvelt er að sjá hvort eintak sem er í notkun er nýjasta útgáfa.
Þá hefur listinn sjálfur verið settur í textaskrá sem hægt er
að sækja með t.d. wget forritinu beint inn í skel og importa
síðan í /etc/mail/access skrána. Textaskráin er (og verður) á
slóðinni http://www.isp.is/efni/dul-list.txt en skýringar eru
á slóðinni http://www.isp.is/efni/dul-list.phtml
Athugið að breytingar eru ekki lengur feitletraðar.
Til þess að greina betur hverjir nýta sér listann væri gott
ef þeir sem nota hann láti vita í netfangið dul-list(a)isp.is
og ef þeir hafa gögn um hvernig hann reynist þá væri gott
að fá það fram líka.
Hjá Snerpu hindrar þessi listi 1,07 skeyti pr. notanda á mánuði.
Reikna má með að flest skeytin séu frá Hybris orminum en ella sé
um spam (ruslpóst) að ræða. Með því að nota listann er hverjum og
einum notanda því hlíft við a.m.k. einni veirusendingu á mánuði.
kk,
-B-
--
= - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = -
-Bjorn Davidsson- - Snerpa ehf. Computer & Networks services
bd(a)it.is - 456-5470 - Managata 6 - 400 Isafjordur - Iceland