Sælir
Ég sem og aðrir eiga í vandræðum með þennan óhemjufjölda af ruslpósti sem
kemur inn. Auðvitað hefði ég getað verið sniðugur og aldrei sett emailið
mitt á síðu eða skrifað í gestabók o.s.frv. en skaðinn er skeður. Nú vill ég
geta filterað þetta.
Eru einhverjir "ruslakallar" hérna sem eru tilbúnir til að deila með okkur
hinum einhverjum árangursríkum lausnum á þessu sviði.
Ég hef prufað nokkrar lausnir
- Spamprobe
Keyrt af procmail og notar svona bay reglur einhverjar til að læra af
bréfunum, þjálfa hann svo reglulega úr imap hólfinu mínu, virkar ágætlega en
tekur ekki nema svona 70% af ruslinu sem ég fæ.
- Spamassassin
Ágætis tól en vesen að fá hann til að virka eftir mínu höfði, vantar svona
safn af reglum fyrir hann.
Svo hefur maður auðvitað notað hina og þessa dns blacklista.
Eitthvað fleira sem fólk hefur prufað?
Kveðja,
Andri Óskarsson