> Ég sendi kvörtun vegna 212.30.195.24 (adsl7-24.simnet.is) sem er hér
> nefndur að neðan síðasta sunnudagskvöld til bæði tech-c og admin-c
> fyrir simnet.is (til hverra annara á maður að senda svona kvartanir?)
abuse er þekkt netfang ekki satt? Það er það sem ég nota alltaf og
mér hefur sýnst vera góð hefð fyrir.
NB þá var ég einn af þeim sem fékk tech-c póstinn og ég sinnti honum,
en eins og kannski gefur að skilja þá svarar maður ekki öllum pósti
nema ástæða sé til - þetta hefur mér fundist vera einnig hefð fyrir með
abuse og ripe netföng og finnst það bara fínt sjálfum.
> og var nokkrum tímum síðar búinn að fá read receipt frá fimm manns. Ég
> hef enn ekki fengið neitt svar, en hins vegar hefur adsl7-24.simnet.is
> dúndrað út nokkur hundruð skeytum í mínu nafni á hverjum degi síðan.
Sá sem er tengdur með þessu vistfangi núna var lokað um daginn og
hann hreinsaði hjá sér vélina - eru þetta smitaðir póstar?
> Ég er hér með einn lista, úttakið af "grep from= /var/log/maillog |sed
> 's/^.*relay=//g'|sort|uniq -c|sort -rn|head -15" af secondary MX
> hi.is:
>
> 1351 adsl-37-32.du.simnet.is [157.157.180.32]
Sá sem er með þetta ip vistfang núna tengdist kl. 23:03 í kvöld,
ég verð að fá tímasetningu á allavega einu skeyti til að vera
handviss.
> 584 adsl-36-14.du.simnet.is [157.157.179.14]
og þessi tengdist kl. 13:14 í dag, þarf sömuleiðis nákvæmara info.
> 454 adsl-20-223.du.simnet.is [157.157.127.223]
og þessi tengdist kl. 9:39 í morgun og er þar með nokkuð safe bet
en betra að fá nákvæmar upplýsingar þegar um svona er að ræða.
> Þess má geta að engin þessara véla hefur nokkuð að gera með að senda
> póst í gegnum okkar secondary MX.
Að sjálfsögðu ekki, en þannig hagar þessi vírus sér.
Varðandi viðbrögð Símans við kvörtunum þá getum við alltaf bætt okkur og
það hafa örugglega verið álagstengdir dagar sem ullu töfum í úrvinnslu. Ég
held
samt að gagnrýni vegna stakra ábendinga sem ekki er svarað skili engu,
hvorki
fyrir Símann, viðskiptavinina eða Internet samfélagið. Sjálfur hef ég unnið
úr
tugum kvartana og sent hundruðir.
Það er samt áhugavert að það eru engar staðlaðar leiðir fyrir ISPa eða aðra
tengda internetinu til að hafa samskipti um svona mál eða senda ábendingar.
Gurus er einn slíkur staður en ekki ætlaður til þess og ekki við hæfi
beinlínis,
RIPE netföngin eru góð en alltof oft stale og sama með postmaster,
hostmaster
og eða abuse þó það skili besta árangrinum.
Þyrfti líklega að vera sér field í RIPE fyrir abuse tengiliða og
samskiptainfo?
mbk,
-GSH