Smá tölfræði til gamans í sumarfríinu :-)
Nú er búið að úthluta samtals 2002845888 ip tölum (v4) í heiminum, eða 54% af
öllum ipv4 tölum sem til eru. Þetta þýðir u.þ.b. 3 jarðarbúar um
hverja IP tölu.
Af þessum eru 1180975672 (eða 59%) í "notkun" (þ.e. í grunn-beinitöflu netsins)
sem aftur þýðir að við erum að rúta um 32% af tiltækum IPv4 tölum.
Til íslenskra netþjónustuaðila hefur verið úthlutað samtals 345344 IP tölum
sem þýðir að úthlutað hefur verið um 1.2 IP tölum á hvern Íslending. Í DNS
eru hins vegar skráð 63669 tæki undir .IS sem mætti gróflega túlka þannig
að það séu 4-5 íslendingar um hverja nettengda tölvu (með smá
hugtakateygju).
--
Marius