Sælir,
Mér leiðist að finna upp hjólið í annað sinn svo ég spyr, hvað hafa menn gert
til að hreinsa attachment úr mótteknum tölvupósti áður en notandinn fær hann
í hendurnar.
Fyrir mér eru tvær leiðir, annarsvegar að svara með villuboðum um að ekki sé
tekið á móti viðhengjum, eða fjarlægja viðhengið og merkja póstinn svo í
header eða body.
Mér er skapi næst að hafna öllum pósti sem ekki er merktur
Content-Type: text/plain
Hvernig myndi fólk bregðast við villuboðum sem gæfu það í skyn að ekkert nema
tölvupóstur á text/plain væri móttekinn?
Óli
--
Ólafur Osvaldsson
Kerfisstjóri
Internet á Íslandi hf.
Sími: 525-5291
Email: oli(a)isnic.is