Hæ hæ. Afsakið að ég skuli ryðjast svona inn á listann með leiðinlegar spurningar :) Nokkur umræða hefur verið um tengingu Símnets við RIX. Hefur hún aðallega fjallað um álag á 100 Mbit sambandi Símnets við RIX sem hefur skv. mælingum oft farið yfir 90% (sjá http://www.barbietec.com/ og http://1337.is/simnet-rix/). Sagt hefur verið að þetta sé brot á samningum (http://www.rix.is/connect-agreement.html) og þá vísað í setninguna "Fari 30 daga meðalálag á RIX sambandi aðila yfir 65% af burðargetu, skal aðili, sé þess kostur, uppfæra tengingu sína við RIX innan mánaðar". Ef skoðaðar eru mælingar á álagi tengingar Símnets (http://www-m.isnic.is/status/rix/simnet/simnet.html) kemur í ljós að meðalálag frá er 30% og til er 80% síðustu 30 daga. Nú er það reyndar spurning hvort að þetta í sé í raun brot á samningi (t.d. ef tekið er meðaltal af þessum tölum þá er það 55%). Ég fylgst með fólki velta þessu fyrir sér og kasta fram staðhæfingum um hluti sem það er ekki í aðstöðu til að vita nokkuð um með vissu í nokkurn tíma - og er í raun hissa að hafa ekki heyrt neitt markvert um málið. Mig langar því að varpa fram nokkrum spurningum - enda veit ég að á þessum lista eru bæði aðilar sem geta svarað fyrir hönd RIX og Símnets. - Er samningurinn rofinn? - Er þetta vandamál yfir höfuð? - Ef þetta er vandamál - stendur það til bóta? - Er ekki bara nokkuð gott að ná 98.4% álagi á 100Mbit Ethernet tengingu? - Er eitthvað til í samsæriskenningunni um að innanlands traffík sé ekki í forgangi vegna þess að erlend sé betri tekjulind? Að lokum langar mig að benda á að skv. mælisíðunni virðast bæði Lina.net og Íslandssími nú þegar hafa 1 Gb/s samband við RIX - en "stærsti internet þjónustuaðilinn" er með sömu tengingu og ég fæ úr litla ADSL módeminu mínu.. ;) Kveðja,
S
p.s. Hvað er langt í að öll heimili á Íslandi verði tengd með 100 Mbit? (http://slashdot.org/article.pl?sid=03/11/19/0029226&mode=thread&tid=126&tid =95)