Hæ hæ. Afsakið að ég skuli ryðjast svona inn á listann með leiðinlegar spurningar :) Nokkur umræða hefur verið um tengingu Símnets við RIX. Hefur hún aðallega fjallað um álag á 100 Mbit sambandi Símnets við RIX sem hefur skv. mælingum oft farið yfir 90% (sjá http://www.barbietec.com/ og http://1337.is/simnet-rix/). Sagt hefur verið að þetta sé brot á samningum (http://www.rix.is/connect-agreement.html) og þá vísað í setninguna "Fari 30 daga meðalálag á RIX sambandi aðila yfir 65% af burðargetu, skal aðili, sé þess kostur, uppfæra tengingu sína við RIX innan mánaðar". Ef skoðaðar eru mælingar á álagi tengingar Símnets (http://www-m.isnic.is/status/rix/simnet/simnet.html) kemur í ljós að meðalálag frá er 30% og til er 80% síðustu 30 daga. Nú er það reyndar spurning hvort að þetta í sé í raun brot á samningi (t.d. ef tekið er meðaltal af þessum tölum þá er það 55%). Ég fylgst með fólki velta þessu fyrir sér og kasta fram staðhæfingum um hluti sem það er ekki í aðstöðu til að vita nokkuð um með vissu í nokkurn tíma - og er í raun hissa að hafa ekki heyrt neitt markvert um málið. Mig langar því að varpa fram nokkrum spurningum - enda veit ég að á þessum lista eru bæði aðilar sem geta svarað fyrir hönd RIX og Símnets. - Er samningurinn rofinn? - Er þetta vandamál yfir höfuð? - Ef þetta er vandamál - stendur það til bóta? - Er ekki bara nokkuð gott að ná 98.4% álagi á 100Mbit Ethernet tengingu? - Er eitthvað til í samsæriskenningunni um að innanlands traffík sé ekki í forgangi vegna þess að erlend sé betri tekjulind? Að lokum langar mig að benda á að skv. mælisíðunni virðast bæði Lina.net og Íslandssími nú þegar hafa 1 Gb/s samband við RIX - en "stærsti internet þjónustuaðilinn" er með sömu tengingu og ég fæ úr litla ADSL módeminu mínu.. ;) Kveðja,
S
p.s. Hvað er langt í að öll heimili á Íslandi verði tengd með 100 Mbit? (http://slashdot.org/article.pl?sid=03/11/19/0029226&mode=thread&tid=126&tid =95)
Sælir, Nei nei, þú ert ekkert að ryðjast inn með leiðinlega spurningu að mínu mati, ég segi bara að loksins komi þetta inn á listann :) Áður en ég byrja, þá ætla ég að nefna að ég vinn ekki hjá Símanum né neinni annarri internetþjónustu, en hef hins vegar mikinn áhuga á þessu máli, því að samband fyrirtækja við RIX hefur áhrif á alla sem notfæra sér bandvíddina. Þessi samningur sem þú ræðir um hefur þann RISASTÓRA galla að bæta inn "sé þess kostur" inn í samninginn og neyðir því ekki neinn aðila sem tengist RIX að uppfæra tenginguna sína ef meðalálagið fer yfir sett mörk og getur þá Síminn bara einfaldlega setið á sínum stóra feita nískurassi og komist hjá því að stækka. Þar sem ég vinn ekki hjá þeim, þá hef ég engar innanbúðar upplýsingar um hvað er að gerast þarna og hvort að þeir séu í raun að gera eitthvað í þessu eða ekki. En ef þeir eru að gera eitthvað í þessu, þá finnst mér að minnsta kosti að þeir láti fólk vita að þeir eru að gera eitthvað í þessu, til þess hafa þeir jú líka fréttahluta á vefnum sínum. Álit mitt er að stjórnendur RIX ættu að fara yfir reglurnar sínar og gera þær strangari varðandi þetta málefni, því að síst af öllu vill maður fá pakkatap þegar internetumferð manns liggur til eða frá einhverjum stað. Reglurnar eru heldur ekki skýrar um hvernig mælt skuli meðalálag, hvort það sé nóg að eingöngu umferðin til eða frá sé yfir settum mörkum, eða tölunum blandað saman og síðan reiknað meðalálag. Þetta mál gerir mig bara glaðan við að vera hjá Línu.Net, þeir uppfærðu mjög fljótlega eftir að þeir sáu að notkunin var næstum að fylla RIX tenginguna og biðu ekki í heilan mánuð með það eins og fyrirtæki sem byrjar á S og endar á íminn er að gera og sýnist ekkert vera að gera í þessu enn þá. Bara til að bæta við, þá er Isnic líka með 1 Gb/s samband við RIX :P Með kveðju, Svavar Lúthersson (svavarl@stuff.is) On Sat, 22 Nov 2003 13:41:33 -0000 "Snorri Beck" <snorri@remax.is> wrote:
Hæ hæ.
Afsakið að ég skuli ryðjast svona inn á listann með leiðinlegar spurningar :)
Nokkur umræða hefur verið um tengingu Símnets við RIX. Hefur hún aðallega fjallað um álag á 100 Mbit sambandi Símnets við RIX sem hefur skv. mælingum oft farið yfir 90% (sjá http://www.barbietec.com/ og http://1337.is/simnet-rix/).
Sagt hefur verið að þetta sé brot á samningum (http://www.rix.is/connect-agreement.html) og þá vísað í setninguna "Fari 30 daga meðalálag á RIX sambandi aðila yfir 65% af burðargetu, skal aðili, sé þess kostur, uppfæra tengingu sína við RIX innan mánaðar". Ef skoðaðar eru mælingar á álagi tengingar Símnets (http://www-m.isnic.is/status/rix/simnet/simnet.html) kemur í ljós að meðalálag frá er 30% og til er 80% síðustu 30 daga. Nú er það reyndar spurning hvort að þetta í sé í raun brot á samningi (t.d. ef tekið er meðaltal af þessum tölum þá er það 55%).
Ég fylgst með fólki velta þessu fyrir sér og kasta fram staðhæfingum um hluti sem það er ekki í aðstöðu til að vita nokkuð um með vissu í nokkurn tíma - og er í raun hissa að hafa ekki heyrt neitt markvert um málið.
Mig langar því að varpa fram nokkrum spurningum - enda veit ég að á þessum lista eru bæði aðilar sem geta svarað fyrir hönd RIX og Símnets.
- Er samningurinn rofinn? - Er þetta vandamál yfir höfuð? - Ef þetta er vandamál - stendur það til bóta? - Er ekki bara nokkuð gott að ná 98.4% álagi á 100Mbit Ethernet tengingu? - Er eitthvað til í samsæriskenningunni um að innanlands traffík sé ekki í forgangi vegna þess að erlend sé betri tekjulind?
Að lokum langar mig að benda á að skv. mælisíðunni virðast bæði Lina.net og Íslandssími nú þegar hafa 1 Gb/s samband við RIX - en "stærsti internet þjónustuaðilinn" er með sömu tengingu og ég fæ úr litla ADSL módeminu mínu.. ;)
Kveðja,
S
p.s. Hvað er langt í að öll heimili á Íslandi verði tengd með 100 Mbit? (http://slashdot.org/article.pl?sid=03/11/19/0029226&mode=thread&tid=126&tid =95)
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus
Sælir,
Nei nei, þú ert ekkert að ryðjast inn með leiðinlega spurningu að mínu mati, ég segi bara að loksins komi þetta inn á listann :)
Áður en ég byrja, þá ætla ég að nefna að ég vinn ekki hjá Símanum né neinni annarri internetþjónustu, en hef hins vegar mikinn áhuga á þessu máli, því að samband fyrirtækja við RIX hefur áhrif á alla sem notfæra sér bandvíddina.
Þessi samningur sem þú ræðir um hefur þann RISASTÓRA galla að bæta inn "sé þess kostur" inn í samninginn og neyðir því ekki neinn aðila sem tengist RIX að uppfæra tenginguna sína ef meðalálagið fer yfir sett mörk og getur þá Síminn bara einfaldlega setið á sínum stóra feita nískurassi og komist hjá því að stækka. Þar sem ég vinn ekki hjá þeim, þá hef ég engar innanbúðar upplýsingar um hvað er að gerast þarna og hvort að þeir séu í raun að gera eitthvað í þessu eða ekki. En ef þeir eru að gera eitthvað í þessu, þá finnst mér að minnsta kosti að þeir láti fólk vita að þeir eru að gera eitthvað í þessu, til þess hafa þeir jú líka fréttahluta á vefnum sínum.
Álit mitt er að stjórnendur RIX ættu að fara yfir reglurnar sínar og gera þær strangari varðandi þetta málefni, því að síst af öllu vill maður fá
Eins og þú segir, þá er ekkert í samningum um RIX sem segir að menn verði að uppfæra tengingu við RIX, það er heldur ekki viðskiptalega rétt að uppfræða markaðinn um að reynt sé að semja við hina og þessa aðila um stækkanir á peer tengingum sem koma RIX ekkert við og þá fer ég ekki í neina upphafs og endastafa leiki. Ég hef satt að segja ekki séð neinar fyrirspurnir til Símans um þetta (ég vinn þar) en séð eina vefsíðu sem heldur úti undirskriftalista. Ef við fengjum fyrirspurn myndum við svara. Mér finnst fínt hjá þér að kvarta, en lélegt hjá þér að koma með slammeringar um nískurassa og aðrar órökstuddar fullyrðingar sem eiga ekki heima á þessum lista. mbk, -GSH P.S. Það er verið að vinna að stækkun. P.P.S. Það kostar ISNic sáralítið að hafa 1 GB tengingu. ----- Original Message ----- From: "Svavar Lúthersson" <svavarl@stuff.is> To: <gurus@lists.isnic.is> Sent: Saturday, November 22, 2003 3:40 PM Subject: Re: [Gurus] Álag á RIX pakkatap þegar internetumferð manns liggur til eða frá einhverjum stað. Reglurnar eru heldur ekki skýrar um hvernig mælt skuli meðalálag, hvort það sé nóg að eingöngu umferðin til eða frá sé yfir settum mörkum, eða tölunum blandað saman og síðan reiknað meðalálag.
Þetta mál gerir mig bara glaðan við að vera hjá Línu.Net, þeir uppfærðu
mjög fljótlega eftir að þeir sáu að notkunin var næstum að fylla RIX tenginguna og biðu ekki í heilan mánuð með það eins og fyrirtæki sem byrjar á S og endar á íminn er að gera og sýnist ekkert vera að gera í þessu enn þá.
Bara til að bæta við, þá er Isnic líka með 1 Gb/s samband við RIX :P
Með kveðju, Svavar Lúthersson (svavarl@stuff.is)
On Sat, 22 Nov 2003 13:41:33 -0000 "Snorri Beck" <snorri@remax.is> wrote:
Hæ hæ.
Afsakið að ég skuli ryðjast svona inn á listann með leiðinlegar
spurningar
:)
Nokkur umræða hefur verið um tengingu Símnets við RIX. Hefur hún aðallega fjallað um álag á 100 Mbit sambandi Símnets við RIX sem hefur skv. mælingum oft farið yfir 90% (sjá http://www.barbietec.com/ og http://1337.is/simnet-rix/).
Sagt hefur verið að þetta sé brot á samningum (http://www.rix.is/connect-agreement.html) og þá vísað í setninguna "Fari 30 daga meðalálag á RIX sambandi aðila yfir 65% af burðargetu, skal aðili, sé þess kostur, uppfæra tengingu sína við RIX innan mánaðar". Ef skoðaðar eru mælingar á álagi tengingar Símnets (http://www-m.isnic.is/status/rix/simnet/simnet.html) kemur í ljós að meðalálag frá er 30% og til er 80% síðustu 30 daga. Nú er það reyndar spurning hvort að þetta í sé í raun brot á samningi (t.d. ef tekið er meðaltal af þessum tölum þá er það 55%).
Ég fylgst með fólki velta þessu fyrir sér og kasta fram staðhæfingum um hluti sem það er ekki í aðstöðu til að vita nokkuð um með vissu í nokkurn tíma - og er í raun hissa að hafa ekki heyrt neitt markvert um málið.
Mig langar því að varpa fram nokkrum spurningum - enda veit ég að á þessum lista eru bæði aðilar sem geta svarað fyrir hönd RIX og Símnets.
- Er samningurinn rofinn? - Er þetta vandamál yfir höfuð? - Ef þetta er vandamál - stendur það til bóta? - Er ekki bara nokkuð gott að ná 98.4% álagi á 100Mbit Ethernet tengingu? - Er eitthvað til í samsæriskenningunni um að innanlands traffík sé ekki í forgangi vegna þess að erlend sé betri tekjulind?
Að lokum langar mig að benda á að skv. mælisíðunni virðast bæði Lina.net og Íslandssími nú þegar hafa 1 Gb/s samband við RIX - en "stærsti internet þjónustuaðilinn" er með sömu tengingu og ég fæ úr litla ADSL módeminu mínu.. ;)
Kveðja,
S
p.s. Hvað er langt í að öll heimili á Íslandi verði tengd með 100 Mbit?
(http://slashdot.org/article.pl?sid=03/11/19/0029226&mode=thread&tid=126&tid
=95)
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus
- Er samningurinn rofinn? Nei.
- Er þetta vandamál yfir höfuð? Varla, nema fyrir Linu.net, Síminn Internet er með mun stærri tengingu við OGF sem er ódýrara heldur en að tengjast Rix. Það að tengjast RIX er því miður ekki hagkvæmt fyrir hvorki Símann né OGF.
- Ef þetta er vandamál - stendur það til bóta? Já, það er búið að panta allt sem þarf. Beðið eftir afhendingu.
- Er ekki bara nokkuð gott að ná 98.4% álagi á 100Mbit Ethernet tengingu? Þetta er örugglega spurnin um nákvæmni í mælingum en verður að teljast gott.
- Er eitthvað til í samsæriskenningunni um að innanlands traffík sé ekki í forgangi vegna þess að erlend sé betri tekjulind? Ekki svo ég viti. Flestir ISPar eru með Tucows og Akamai spegla og fleiri þjónustur (t.d. Háhraða svæðið á hugi.is) til að spara viðskiptavinum að þurfa að downloada erlendis frá. Flestir miða við að mán.gj. standi undir ölllum rekstri nema erlendri bandvídd, að notendur greiði sérstaklega fyrir það, bæði innifalið og umframmagn.
Að lokum langar mig að benda á að skv. mælisíðunni virðast bæði Lina.net og Íslandssími nú þegar hafa 1 Gb/s samband við RIX - en "stærsti internet þjónustuaðilinn" er með sömu tengingu og ég fæ úr litla ADSL módeminu mínu.. ;)
Síminn og OGF peera sín á milli á 1 Gb sambandi, en rosalega ert þú með "sterkt" ADSL módem? mbk, -GSH
Sagt hefur verið að þetta sé brot á samningum (http://www.rix.is/connect-agreement.html) og þá vísað í setninguna "Fari 30 daga meðalálag á RIX sambandi aðila yfir 65% af burðargetu, skal aðili, sé þess kostur, uppfæra tengingu sína við RIX innan mánaðar".
Þegar RIX var upphaflega opnaður var ekki talinn nein þörf á slíku ákvæði, En þar sem gæði tengingar eins aðila á RIX hefur bein áhrif á tengingar annara aðlia (vegna stöðugleika BGP tengsla) var bætt við ákvæðinu "Fari 30 daga meðalálag á RIX sambandi aðila yfir 65% af burðargetu, skal aðili uppfæra tengingu sína við RIX innan mánaðar". Augljóslega er þarna átt við hvort sem er frá aðila eða til hans, þ.e. það sem hærra er. Í meðförum þeirra sem upphaflega tengdust var bætt við "sé þess kostur", sem í raun gerir þetta ákvæði tilgangslaust til annars en að benda á að þegar álagið er orðið svona mikið er tenging ónýt vegna pakkataps og -tafa..
Nú er það reyndar spurning hvort að þetta í sé í raun brot á samningi (t.d. ef tekið er meðaltal af þessum tölum þá er það 55%).
Það er ekki gert -- það er einfaldlega 78.2% til og 30.2% frá -- sem sagt illilega yfirlestað.
- Er samningurinn rofinn? Sjá að ofan -- í raun ætti það ekki að skipta máli hvað þarna stendur þar sem enginn aðili í netrekstri keyrir neinn hluta af neti sínu viljandi undir svona miklu álagi, það hljóta að vera einhverja ástæður fyrir að "ekki er kostur" á að stækka þetta....
- Er þetta vandamál yfir höfuð? Já -- þetta er mjög mikið vandamál og fer stöðugt versnandi. Menn geta til dæmis séð hvernig aðgangur frá RHnet til Síment er með því að skoða mælingar RHnet á millitengingu við Símnet: http://www.rhnet.is/cgi-bin/smokeping.cgi?target=Innanlands.Simnet og vandmál sem þetta hefur valdið t.d. vefeftirlitkerfum Modernus http://modernus.is/ (sjá "Úlfur úlfur....")
- Ef þetta er vandamál - stendur það til bóta? Því verður LÍ að svara, en þó skv ofangreindu virðast þeir vera að vinna í að stækka þetta. - Er ekki bara nokkuð gott að ná 98.4% álagi á 100Mbit Ethernet tengingu? Nei -- sambandið er löngu-ónýtt áður :-) -- Og munið að þetta er "full-duplex"
- Er eitthvað til í samsæriskenningunni um að innanlands traffík sé ekki í forgangi vegna þess að erlend sé betri tekjulind?
Það hlýtur jú óhjákvæmilega að hafa áhrif -- og ekki bara hjá LÍ heldur öllum ISPum sem hafa slíka gjaldskrá -- í raun mætti segja öll umferð um RIX sé beint peningalegt tap fyrir þá og best væri að allir væru hjá þeim sjálfum (einokun) og næstbest að væri ef þessi umferð færi um útlandasambönd þeirra. -- Marius
- Er eitthvað til í samsæriskenningunni um að innanlands traffík sé ekki í forgangi vegna þess að erlend sé betri tekjulind?
Það hlýtur jú óhjákvæmilega að hafa áhrif -- og ekki bara hjá LÍ heldur öllum ISPum sem hafa slíka gjaldskrá -- í raun mætti segja öll umferð um RIX sé beint peningalegt tap fyrir þá og best væri að allir væru hjá þeim sjálfum (einokun) og næstbest að væri ef þessi umferð færi um útlandasambönd þeirra.
Það heitir reyndar bara einokun ef bara einn aðili getur veitt ákveðna þjónustu skv. lögum. T.d. eins og símaþjónusta var, og næstum því eins og ISNic er í dag ;-) Það vill enginn heilbrigður ISPi beina umferðinni sinni um útlandasambönd. Það yrði hrikalega dýrt og fljótt yrðu allir kúnnarni komnir annað. mbk, -GSH
participants (4)
-
Guðbjörn Hreinsson
-
Marius Olafsson
-
Snorri Beck
-
Svavar Lúthersson