Sælir, Bjorn Davidsson, Wed, Apr 30, 2003 at 11:42:48AM +0000 :
Hér höfum við það.
Ég legg til að við búum okkur til svona sameiginlegan lista. Við getum geymt hann á www.isp.is ef ekki annars staðar.
Fínt - nú er bara að útfæra þetta. Mín tillaga að útfærslu: Einhver aðili heldur utan um miðlægan lista (t.d. Inter). Í miðlæga hlutanum eru tveir listar, annars vegar "válistinn" og hins vegar listi yfir aðila sem standa að verkefninu. Válistinn skal samanstanda af tveimur reitum, annars vegar mac addressunni og hins vegar ID númeri aðilans sem skráði hana. Aðilalistinn skal innihalda einhverjar upplýsingar um aðilann, aðalatriðið er hreinlega contact fyrir aðilann (e-mail addressa sem svarar pósti). Vörsluaðili listans skal gera listann aðgengilegan fyrir aðila (eingöngu?) á auðlæsilegan hátt, t.d. plaintext, sem aðilar geta svo lesið með scriptum og slíku, eða hvernig sem þeir vilja gera þetta. Spurning með hvernig þetta væri uppfært, það þyrfti að vera tryggt að aðilar geti aðeins breytt eigin skráningum... Hver aðili um sig heldur utan um nánari lista eftir sinni hentisemi, þannig að hann geti rakið MAC addressu til löglegs eiganda kortsins(tölvunnar. Sá listi skal vera eftir hentisemi hvers og eins, en tryggt skal að tilkynningum annarra aðila um fundin kort skuli svarað á viðeigandi hátt sem fyrst. Einhverjar aðrar hugmyndir að útfærslu eða öðru? Einhver sem býður sig fram í að búa þetta til? :) -- Kristófer Sigurðsson Tel: +354 525 4103 Netsérfræðingur/Network specialist E-mail: ks@rhi.hi.is Reiknistofnun HÍ/University of Iceland Public PGP key: finger -l ks@herdubreid.rhi.hi.is