Sagt hefur verið að þetta sé brot á samningum (http://www.rix.is/connect-agreement.html) og þá vísað í setninguna "Fari 30 daga meðalálag á RIX sambandi aðila yfir 65% af burðargetu, skal aðili, sé þess kostur, uppfæra tengingu sína við RIX innan mánaðar".
Þegar RIX var upphaflega opnaður var ekki talinn nein þörf á slíku ákvæði, En þar sem gæði tengingar eins aðila á RIX hefur bein áhrif á tengingar annara aðlia (vegna stöðugleika BGP tengsla) var bætt við ákvæðinu "Fari 30 daga meðalálag á RIX sambandi aðila yfir 65% af burðargetu, skal aðili uppfæra tengingu sína við RIX innan mánaðar". Augljóslega er þarna átt við hvort sem er frá aðila eða til hans, þ.e. það sem hærra er. Í meðförum þeirra sem upphaflega tengdust var bætt við "sé þess kostur", sem í raun gerir þetta ákvæði tilgangslaust til annars en að benda á að þegar álagið er orðið svona mikið er tenging ónýt vegna pakkataps og -tafa..
Nú er það reyndar spurning hvort að þetta í sé í raun brot á samningi (t.d. ef tekið er meðaltal af þessum tölum þá er það 55%).
Það er ekki gert -- það er einfaldlega 78.2% til og 30.2% frá -- sem sagt illilega yfirlestað.
- Er samningurinn rofinn? Sjá að ofan -- í raun ætti það ekki að skipta máli hvað þarna stendur þar sem enginn aðili í netrekstri keyrir neinn hluta af neti sínu viljandi undir svona miklu álagi, það hljóta að vera einhverja ástæður fyrir að "ekki er kostur" á að stækka þetta....
- Er þetta vandamál yfir höfuð? Já -- þetta er mjög mikið vandamál og fer stöðugt versnandi. Menn geta til dæmis séð hvernig aðgangur frá RHnet til Síment er með því að skoða mælingar RHnet á millitengingu við Símnet: http://www.rhnet.is/cgi-bin/smokeping.cgi?target=Innanlands.Simnet og vandmál sem þetta hefur valdið t.d. vefeftirlitkerfum Modernus http://modernus.is/ (sjá "Úlfur úlfur....")
- Ef þetta er vandamál - stendur það til bóta? Því verður LÍ að svara, en þó skv ofangreindu virðast þeir vera að vinna í að stækka þetta. - Er ekki bara nokkuð gott að ná 98.4% álagi á 100Mbit Ethernet tengingu? Nei -- sambandið er löngu-ónýtt áður :-) -- Og munið að þetta er "full-duplex"
- Er eitthvað til í samsæriskenningunni um að innanlands traffík sé ekki í forgangi vegna þess að erlend sé betri tekjulind?
Það hlýtur jú óhjákvæmilega að hafa áhrif -- og ekki bara hjá LÍ heldur öllum ISPum sem hafa slíka gjaldskrá -- í raun mætti segja öll umferð um RIX sé beint peningalegt tap fyrir þá og best væri að allir væru hjá þeim sjálfum (einokun) og næstbest að væri ef þessi umferð færi um útlandasambönd þeirra. -- Marius