Daginn -*- Andri Óskarsson <andri@scrolls.org> [ 2003-05-13 18:24 ]:
Veit ekki hvort þið hafið fengið þetta en ég hef verið að fá auglýsingapósta frá AVIS.
Þetta er ekki vegna þess að ég bað um að fá sendan póst á þessi netföng heldur þá bjóða þeir fólki að segja vinum sínum frá einhverjum leik og spamma svo báða aðilla stöðugt.
Er ég ekki að fara með rétt mál þar sem ég segi að þeir megi aðeins senda markpóst á þá sem beðið hafa um það, sjálfir?
Tjah, þær sendingar sem ég hef fengið eru að mínu mati ekki mjög frábrugðnar "senda frétt" möguleikum sem finna má á öllum helstu fréttamiðlum, t.d. baggalutur.is og mbl.is. Það er reyndar misjafnt hvernig svona þjónustur eru útfærðar; ýmist er rekstararaðili vefjarins skráður sendandi, eða From: línan er "fölsuð" með nafni og netfangi þess sem gaf þitt netfang upp. Ég hef ekki skráð mig, en ég fékk skeyti stílað frá félaga mínum -- ekkert annað fengið. Ef þú ert að fá eitthvað eftir að þú skráir þig... þá hefðiru átt að lesa betur það sem stendur á síðunni: "Það mun sendast e-mail frá þér á alla þá sem þú gefur upp, til hvatningar um að taka þátt í leiknum. Einnig fara þeir og þú inná póstlista hjá Avis sem er hægt að segja sig af seinna." Þú ert því búinn að samþykkja "notkunarskilmálana" og frávísa þér réttinum til að nöldra, IMO. Ef þeir hinsvegar eru að senda þeim sem ekki hafa submittað, heldur hverra netföng hafa aðeins verið gefin upp, þá skal ég bakka þig upp í duglegri kvörtun. -- Kveðja, Tolli tolli@tol.li