Sæl öll, Eftir ráðstefnuna hjá RIPE (RIPE 56) vakna nokkrar spurningar sem vert er að leggja fyrir fólk. Álit ykkar skiptir máli! * Tillögur að IDN væða rótarlénið (þannig að hægt sé að slá t.d. www.intís.ís eða jafnvel www.intís.ísland í vafra og fá upp rétta heimasíðu. Þetta heitir TLD DNAME og væri varanleg breyting. Verkefnið er samt tilraunaverkefni og Japan hefur leitt verkefnið. * IPv6 - Núverandi uppsetning .is skráningar gerir ekki ráð fyrir IPv6 nafnaþjónum. Spurningin er kannski, ætlar einhver að innleiða IPv6 nafnaþjóna á næstu 12 mánuðum eða næstu 24 mánuðum? Kv, Björn Róbertsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi
Sæll, On 16.5.2008, at 09:40, Bjorn Robertsson wrote:
* Tillögur að IDN væða rótarlénið (þannig að hægt sé að slá t.d. www.intís.ís eða jafnvel www.intís.ísland í vafra og fá upp rétta heimasíðu. Þetta heitir TLD DNAME og væri varanleg breyting. Verkefnið er samt tilraunaverkefni og Japan hefur leitt verkefnið.
Mér finnst þetta ekki tímabært, ISNIC þarf að koma fyrirfram með áætlun um það hvernig þetta á að vera tekið í notkun, þ.e. hvað þetta mun kosta og hvort einhver með lén undir .IS hafi sama rétt til léns undir svona TLD og lénsins sem hann er með undir .IS eða þarf að skrá öll lén uppá nýtt?
* IPv6 - Núverandi uppsetning .is skráningar gerir ekki ráð fyrir IPv6 nafnaþjónum. Spurningin er kannski, ætlar einhver að innleiða IPv6 nafnaþjóna á næstu 12 mánuðum eða næstu 24 mánuðum?
Til þess að hægt sé að setja upp IPv6 þá þarf fyrst að vera byrjað að veita trausta IPv6 þjónustu á Íslandi, það er ekki komið ennþá en spurningin er ekki hvort ISNIC eigi ekki að vera tilbúið áður en til þess kemur. Ég veit ekki betur en undirbúningur að þessu hafi byrjað hjá ISNIC fyrir nokkrum árum en alltaf stoppað á þjónustuaðilum fyrirtækisins sem gátu ekki veitt þessa þjónustu. /Óli
Sælt listafólk. Ég er sammála Óla um að það ætti ekki að fara of höstugt í þetta. Nýtt skipulag rótarléna er eitthvað sem þarf að skipuleggja mjög vel og hafa skilgreint áður en farið er ú í það. En þetta skilur auðvitað eftir spurninguna "Hver væri tilgangurinn með því að taka þau upp?", sérstaklega þar sem við höfum nú þegar skipulag sem virkar vel. Ég efast um að Íslendingar muni nokkurn tímann sjá kosti þess að slá inn '.ís' eða '.ísland' frekar en '.is'. Einnig er efi um að slíkt væri nothæft fyrir erlenda aðila þar sem þeir þyrftu að breyta lyklaborðsstillingunum til að slá inn íslensk lén og gætu alveg eins notað '.is'. En Íslendingar eru ekki einir í heiminum og þarf auðvitað að íhuga alþjóðleg áhrif þess að IDN væða rótarlénin. Strax dettur mér í hug gagnsemi þess fyrir þau lönd þar sem latneska leturkerfið er ekki ríkjandi eins og Japan, Kína, Rússland og fleiri. En gagnsemi breytinganna er mjög takmarkað í þeim löndum þar sem latneska leturkerfið er notað almennt. Mér dettur annars ekki í hug neitt gagn af því að innleiða slíkar breytingar í íslenska lénakerfið þar til einhver getur bent á þær. Þá þarf einnig að huga að kostnaði og umstangi fyrir þá sem hafa afnot af .is lénum í dag. Ef tekið yrði upp .ís eða .ísland væri réttlátt ef að það myndi virka sem einskonar 'alias' fyrir .is lén, það er, sá sem leigir .is lén ætti um leið að hafa réttinn eða jafnvel fá afnot af þeim 'í kaupbæti' því annars kemur upp sama aðstaðan og með séríslensku lénaheitin þegar þau voru tekin upp. Síðan væri það ruglandi ef einhver ætti t.d. example.ís en ekki example.is eða example.ísland og væri það bara enn ein endingin sem almenningur ætti að gera skil á. Ef það er ekki 'alias' tel ég það ekki þess virði að taka þau upp. Það væri óvitlaust að athuga hvort þjónustuaðilarnir séu betur staddir með IPv6 nafnaþjónana í dag en ef ekki að athuga hvað tefur þá. Ef ISNIC myndi bjóða upp á IPv6 nafnaþjónaskráningu væri hægt að hafa svokallaða hliðarskráningu. Umráðafólk nafnaþjóna gæti bætt við IPv6-tölu við nafnaþjónaskráninguna og væru þá báðar skráðar með því skilyrði auðvitað að báðar IP-tölur leiði á sama nafnaþjón. Kunnátta mín á DNS er samt nokkuð takmörkuð þegar kemur að IPv6. Ef ég hef rétt fyrir mér gæti ISNIC uppfyllt þetta markmið á talsvert skemmri tíma en 12 mánuðum. Netþjónustuaðilarnir sjá litla þörf á því að taka í notkun IPv6 á meðan lítil eftirspurn er eftir þeim möguleika. Því meiri not sem eru fyrir IPv6, því meiri líkur á að Ísland IPv6-væðist sem fyrst. Með kveðju / With regards, Svavar Kjarrval Olafur Osvaldsson wrote:
Sæll,
On 16.5.2008, at 09:40, Bjorn Robertsson wrote:
* Tillögur að IDN væða rótarlénið (þannig að hægt sé að slá t.d. www.intís.ís eða jafnvel www.intís.ísland í vafra og fá upp rétta heimasíðu. Þetta heitir TLD DNAME og væri varanleg breyting. Verkefnið er samt tilraunaverkefni og Japan hefur leitt verkefnið.
Mér finnst þetta ekki tímabært, ISNIC þarf að koma fyrirfram með áætlun um það hvernig þetta á að vera tekið í notkun, þ.e. hvað þetta mun kosta og hvort einhver með lén undir .IS hafi sama rétt til léns undir svona TLD og lénsins sem hann er með undir .IS eða þarf að skrá öll lén uppá nýtt?
* IPv6 - Núverandi uppsetning .is skráningar gerir ekki ráð fyrir IPv6 nafnaþjónum. Spurningin er kannski, ætlar einhver að innleiða IPv6 nafnaþjóna á næstu 12 mánuðum eða næstu 24 mánuðum?
Til þess að hægt sé að setja upp IPv6 þá þarf fyrst að vera byrjað að veita trausta IPv6 þjónustu á Íslandi, það er ekki komið ennþá en spurningin er ekki hvort ISNIC eigi ekki að vera tilbúið áður en til þess kemur. Ég veit ekki betur en undirbúningur að þessu hafi byrjað hjá ISNIC fyrir nokkrum árum en alltaf stoppað á þjónustuaðilum fyrirtækisins sem gátu ekki veitt þessa þjónustu.
/Óli
_______________________________________________ Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain
Sæl, varðandi svör frá Svavari og Ãla þá er eftirfarandi til útskýringar: IDN væðing væri varanleg breyting Til eru þrjár tillögur að þvà hvernig rótarlén væri IDN vætt: * Delegation til TLD aðila sem myndi úthluta þvà * Delegation til TLD aðila sem býr til DNAME Alias fyrir þá sem óska þess * DNAME Alias à rótinni sem varpar öllum .Ãs fyrirspurnum à samsvarandi .is fyrirspurn SÃðasti kosturinn er à raun eini sanngjarni mátinn þvà hinar leiðirnar verða hreinlega virðisaukandi þjónustur. Eins og er með flest lönd og innlend lén - eru þau yfirleitt hugsuð fyrir aðila þess lands eða tengda. Ãvà er ekki tekið sérstaklega til þess að útlendingar gætu ekki slegið inn .Ãs, fyrir utan vandamálið með lyklaborðið. Kostur þess er að við fáum sterkara auðkenni á netinu. Ãkostur er að allir sem vilja nota þetta þurfa að setja host header, virtual host og bæta við léni à póstþjóninn sinn :) Varðandi IPv6 er erfitt að fá úthlutað neti fyrir smærri aðila (PI hugmyndin er eingöngu fyrir stóru aðilana, þá sem eru LIR og þá sem ætla að úthluta netum til viðskiptavina). Ãvà væri fyrsta skref IntÃs að bjóða upp á IPv6 skráningu nafnaþjóna, viðskiptavinir hafa þá frelsi til þess að nota hliðarskráningu eða setja upp nýja nafnaþjóna. Erlendir speglar .is lénsins eru sumir með IPv6 þannig að okkar þjónusta sjálf er þvà fullkomlega aðgengileg notendum með IPv6. En það situr á þjónustuaðilum að bjóða IPv6 routing til viðskiptavina og semja um multi-home þar sem það á við þannig að núverandi notkun viðskiptavina á netsambandi haldist tæknilega jafn góð. Kv, Björn
Sælir, Ekkert af þessu er nýtt af nálinni, hvorki hjá ISNIC né innan RIPE samfélagsins... 2008/5/17 <bjornr@isnic.is>:
IDN væðing væri varanleg breyting Til eru þrjár tillögur að því hvernig rótarlén væri IDN vætt: * Delegation til TLD aðila sem myndi úthluta því * Delegation til TLD aðila sem býr til DNAME Alias fyrir þá sem óska þess * DNAME Alias í rótinni sem varpar öllum .ís fyrirspurnum í samsvarandi .is fyrirspurn
Síðasti kosturinn er í raun eini sanngjarni mátinn því hinar leiðirnar verða hreinlega virðisaukandi þjónustur.
Ef þetta yrði gert á eins og fyrsti kosturinn segir til um þá ætti þetta bara að vera gert af ríkinu frá byrjun í stað þess að bæta þessu við það sem ISNIC er að gera núna.
Eins og er með flest lönd og innlend lén - eru þau yfirleitt hugsuð fyrir aðila þess lands eða tengda. Því er ekki tekið sérstaklega til þess að útlendingar gætu ekki slegið inn .ís, fyrir utan vandamálið með lyklaborðið.
Ef lén er eingöngu fyrir íslendinga þá lokar það fyrir framtíðarmöguleika lénsins ef fyrirtæki eða einstaklingur vill færa sig út af erlendum markaði. Kostur þess er að við fáum sterkara auðkenni á netinu. Ég get ekki séð að þetta sé sterkara auðkenni en eitthvað annað.
Ókostur er að allir sem vilja nota þetta þurfa að setja host header, virtual host og bæta við léni í póstþjóninn sinn :)
Það er kostur frekar en ókostur, ef þetta væri sett upp sem alias af .IS þá ætti fólk hvort eð er að þurfa að velja virknina í kerfinu hjá ISNIC og þá veit fólk af því að þetta sé orðið virkt.
Varðandi IPv6 er erfitt að fá úthlutað neti fyrir smærri aðila (PI hugmyndin er eingöngu fyrir stóru aðilana, þá sem eru LIR og þá sem ætla að úthluta netum til viðskiptavina). Því væri fyrsta skref Intís að bjóða upp á IPv6 skráningu nafnaþjóna, viðskiptavinir hafa þá frelsi til þess að nota hliðarskráningu eða setja upp nýja nafnaþjóna.
Hliðarskráningu? Gætirðu útskýrt það fyrir mér? Það er ekki flókið að fá IPv6 úthlutun ef maður er tengdur bakvið IPv6 enabled aðila, dæmi um slíkt er t.d. RHnet. Erlendir speglar .is lénsins eru sumir með IPv6 þannig að okkar
þjónusta sjálf er því fullkomlega aðgengileg notendum með IPv6.
Ég gæti s.s. tengst inn á IPv6 IP tölu, skráð lén og hýst á nafnaþjónum sem eru með IPv6 tölur? Ef ekki þá er þjónustan _ekki_ fullkomlega aðgengileg notendum með IPv6.
En það situr á þjónustuaðilum að bjóða IPv6 routing til viðskiptavina og semja um multi-home þar sem það á við þannig að núverandi notkun viðskiptavina á netsambandi haldist tæknilega jafn góð.
Uppsetning IPv6 sambanda verður aldrei eins uppsett og IPv4 enda er IPv6 töluvert tæknilega öðruvísin í notkun en IPv4. ISNIC ætti að einbeita sér að því að virkja sínar þjónustur innan IPv6 netsins og vera klárt þegar tíminn kemur í stað þess að bíða eftir að kúnninn þarf á þessu að halda og hlaupa þá af stað við hönnun og framkvæmd. /Óli P.S. Þú ættir að skoða uppsetningu póstforritsins þíns, það er í einhverjum encoding vandræðum.
Varðandi athugasemdir frá Óla hefði ég viljað árétta: * Það er ekkert mál að fá úthlutað IPv6 neti - það eru hinsvegar ákveðnar kröfur um þessa úthlutun sem gera aðilum sem vilja hafa varanlega og færanlega IPv6 úthlutun sem í IPv4 hét PI (Provider Independent). Sbr. af vefsíðu RIPE NCC: - To request an IPv6 allocation, you need to be a member of the RIPE NCC. ... - Smaller ISPs and End Sites can obtain IPv6 address space from their upstream provider. Internet á Íslandi getur sótt um IPv6 fyrir RIX þjónustuna EN "Networks assigned under this policy may not be globally routable." Því þarf Intís að endurvekja LIR stöðu sína til að fá sitt eigið net. Ég tel það nokkuð skýrt að það sé ekki auðvelt að sækja sér IPv6 net. Núverandi staða, t.d. með því að sækja um 4 net (1024 ip tölur eða subnet /118 í IPv6), gefur þér IP tölur frá þínum "upstream", en til að fá multi-home, verða LiR, þá er lægsta úthlutun /56 (og sennilega tekið frá /48 net fyrir þig sem LiR). /56 net er 4.722366482869645e+21 tölur. Minnsti subnet maskinn í IPv6 er /64 (?), eða 18446744073709552000 tölur <- þetta er því minnsta úthlutin sem ISP mun veita væntanlega(?). Ef einhver þekkir betur til hvernig skipulagið er hjá þjónustuaðilum eða hvort einhverjar áætlanir séu komnar af stað væri gaman að heyra af þeim. Ég lofa ekki að standa við þessar tölur, þær koma úr reiknivél og RIPE skjölum. * Varðandi þjónustu Intís, þá geta IPv6 notendur notað þjónustuna en ekki skráð nafnaþjóna. Ég hefði því viljað fá svör varðandi hvort e-h ætli sér að skrá nafnaþjón með IPv6 tölu og þá hvenær? Þar sem kerfi Intís er ekki þannig að hægt sé að skrá IPv6 tölu nafnaþjóns þyrfti að gera breytingar EF ákveðið verður að styðja slíkar skráningar. Allir notendur með IPv6 munu fá eins rétt svör og hægt er - hvort sem þeir eru með "IPv6 only" netkerfi eða dual-stack (þ.e. bæði IPv6 og IPv4). En ég er ennþá að vona að heyra frá fleiri aðilum varðandi þeirra hugmyndir - og það er tilgangurinn með umræðunni, að heyra frá sem flestum. Og ég ítreka - upphafleg spurning var um áhuga á .ís og hvort fólk ætlaði að setja upp IPv6 nafnaþjóna! Kv, Björn
Ég gæti s.s. tengst inn á IPv6 IP tölu, skráð lén og hýst á nafnaþjónum sem eru með IPv6 tölur? Ef ekki þá er þjónustan _ekki_ fullkomlega aðgengileg notendum með IPv6.
En það situr á þjónustuaðilum að bjóða IPv6 routing til viðskiptavina og semja um multi-home þar sem það á við þannig að núverandi notkun viðskiptavina á netsambandi haldist tæknilega jafn góð.
Uppsetning IPv6 sambanda verður aldrei eins uppsett og IPv4 enda er IPv6 töluvert tæknilega öðruvísin í notkun en IPv4.
ISNIC ætti að einbeita sér að því að virkja sínar þjónustur innan IPv6 netsins og vera klárt þegar tíminn kemur í stað þess að bíða eftir að kúnninn þarf á þessu að halda og hlaupa þá af stað við hönnun og framkvæmd.
Sælir, On 18.5.2008, at 23:30, bjornr@isnic.is wrote:
Varðandi athugasemdir frá Óla hefði ég viljað árétta:
* Það er ekkert mál að fá úthlutað IPv6 neti - það eru hinsvegar ákveðnar kröfur um þessa úthlutun sem gera aðilum sem vilja hafa varanlega og færanlega IPv6 úthlutun sem í IPv4 hét PI (Provider Independent). Sbr. af vefsíðu RIPE NCC: - To request an IPv6 allocation, you need to be a member of the RIPE NCC. ... - Smaller ISPs and End Sites can obtain IPv6 address space from their upstream provider.
Það er bara ekki option hjá öllum fyrirtækjum að gerast LIR enda er sú krafa útí hött. Það væri nær lagi að reyna að berja í gegn RIPE tillögu 2006-01 sem myndi leyfa fyrirtækjum sem ekki eru LIR að fá PI úthlutun frekar en að fyrirtæki séu að skrá sig sem LIR fyrir það eitt að setja upp multihoming. Sjá tillöguna á http://www.ripe.net/ripe/policies/proposals/2006-01.html
Internet á Íslandi getur sótt um IPv6 fyrir RIX þjónustuna EN "Networks assigned under this policy may not be globally routable." Því þarf Intís að endurvekja LIR stöðu sína til að fá sitt eigið net.
Þetta væri að mínu áliti fáránlegt, ég tók þátt í þeim vinnuhópum og þeirri kosningu þar sem var ákveðið að IX úthlutanir væru ekki globally routable og einu IX punktarnir sem gætu þurft globally routable net eru aðilar sem hýsa þjónustur á IX netinu eins og t.d. Linx, en RIX er ekki með neina þjónustu á IX netinu sem þarf að vera aðgengileg öðrum en þeim sem tengjast punktinum og þarf því ekki globally routable úthlutun, að skrá ISNIC sem LIR fyrir þetta eitt er að mínu áliti útí hött. Athugaðu að þessa úthlutun má ISNIC aldrei nota utan RIX, þ.e. ekki fyrir vélarnar sínar.
Ég tel það nokkuð skýrt að það sé ekki auðvelt að sækja sér IPv6 net. Núverandi staða, t.d. með því að sækja um 4 net (1024 ip tölur eða subnet /118 í IPv6), gefur þér IP tölur frá þínum "upstream", en til að fá multi-home, verða LiR, þá er lægsta úthlutun /56 (og sennilega tekið frá /48 net fyrir þig sem LiR). /56 net er 4.722366482869645e+21 tölur. Minnsti subnet maskinn í IPv6 er /64 (?), eða 18446744073709552000 tölur <- þetta er því minnsta úthlutin sem ISP mun veita væntanlega(?).
Ég er líklega svona seinvirkur en ég skil ekki alveg rökin í þessu hér fyrir ofan. Minnsta úthlutun sem RIPE veitir (allocates) til LIR er /32 og til viðskiptavina (End Site) þá er úthlutunin (assignment) einhvernstaðar á bilinu /48-/ 64 og er það ákveðið af viðkomandi LIR eða ISP.
Ef einhver þekkir betur til hvernig skipulagið er hjá þjónustuaðilum eða hvort einhverjar áætlanir séu komnar af stað væri gaman að heyra af þeim.
Ég lofa ekki að standa við þessar tölur, þær koma úr reiknivél og RIPE skjölum.
* Varðandi þjónustu Intís, þá geta IPv6 notendur notað þjónustuna en ekki skráð nafnaþjóna. Ég hefði því viljað fá svör varðandi hvort e-h ætli sér að skrá nafnaþjón með IPv6 tölu og þá hvenær? Þar sem kerfi Intís er ekki þannig að hægt sé að skrá IPv6 tölu nafnaþjóns þyrfti að gera breytingar
OK, ég reyndi rétt í þessu að tengjast www.isnic.is frá IPv6 vél og eðlilega virkaði það ekki enda er ekki IPv6 tala bakvið nafnið og þar með tel ég að þessi staðhæfing að IPv6 notendur geti notað þjónustuna sé röng! RHnet hefur verið að gera tilraunir með IPv6 síðan 2003 og hefur áhuga á því að skrá IPv6 tölur fyrir sína nafnaþjóna.
EF ákveðið verður að styðja slíkar skráningar.
Er það einhver spurning? Ertu að gefa í skyn að ISNIC sé alvarlega að íhuga að styðja ekki IPv6?
Allir notendur með IPv6 munu fá eins rétt svör og hægt er - hvort sem þeir eru með "IPv6 only" netkerfi eða dual-stack (þ.e. bæði IPv6 og IPv4).
En ég er ennþá að vona að heyra frá fleiri aðilum varðandi þeirra hugmyndir - og það er tilgangurinn með umræðunni, að heyra frá sem flestum.
Og ég ítreka - upphafleg spurning var um áhuga á .ís og hvort fólk ætlaði að setja upp IPv6 nafnaþjóna!
Ég tel mig hafa svarað báðum spurningum og ítreka að nú þegar eru uppsettir IPv6 nafnaþjónar á Íslandi! /Óli
Kv, Björn
Ég gæti s.s. tengst inn á IPv6 IP tölu, skráð lén og hýst á nafnaþjónum sem eru með IPv6 tölur? Ef ekki þá er þjónustan _ekki_ fullkomlega aðgengileg notendum með IPv6.
En það situr á þjónustuaðilum að bjóða IPv6 routing til viðskiptavina og semja um multi-home þar sem það á við þannig að núverandi notkun viðskiptavina á netsambandi haldist tæknilega jafn góð.
Uppsetning IPv6 sambanda verður aldrei eins uppsett og IPv4 enda er IPv6 töluvert tæknilega öðruvísin í notkun en IPv4.
ISNIC ætti að einbeita sér að því að virkja sínar þjónustur innan IPv6 netsins og vera klárt þegar tíminn kemur í stað þess að bíða eftir að kúnninn þarf á þessu að halda og hlaupa þá af stað við hönnun og framkvæmd.
_______________________________________________ Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain
Sælir, Internet á Íslandi hefur fengið úthlutað /48 neti frá Símanum - en eins og fram hefur komið teljum við notagildi þess takmarkað þar sem það er ekki multi-homed. Við munum reyna að fá úthlutað routable neti (PI) - því fleiri sem reyna það því betra. Það var aldrei uppástunga að fá IX net fyrir þjónustu, eingöngu það að eina IPv6 netið sem Intís getur sótt um og væri skráð "okkar" er IX net. Allt annað krefst LiR áskriftar. Kv, Björn On Mon, 19 May 2008, Olafur Osvaldsson wrote:
Sælir,
On 18.5.2008, at 23:30, bjornr@isnic.is wrote:
...
- Smaller ISPs and End Sites can obtain IPv6 address space from their upstream provider.
Það er bara ekki option hjá öllum fyrirtækjum að gerast LIR enda er sú krafa útí hött. Það væri nær lagi að reyna að berja í gegn RIPE tillögu 2006-01 sem myndi leyfa fyrirtækjum sem ekki eru LIR að fá PI úthlutun frekar en að fyrirtæki séu að skrá sig sem LIR fyrir það eitt að setja upp multihoming.
Sjá tillöguna á http://www.ripe.net/ripe/policies/proposals/2006-01.html
Internet á Íslandi getur sótt um IPv6 fyrir RIX þjónustuna EN "Networks assigned under this policy may not be globally routable." Því þarf Intís að endurvekja LIR stöðu sína til að fá sitt eigið net.
Þetta væri að mínu áliti fáránlegt, ég tók þátt í þeim vinnuhópum og þeirri kosningu þar sem var ákveðið að IX úthlutanir væru ekki globally routable og einu IX punktarnir sem gætu þurft globally routable net eru aðilar sem hýsa þjónustur á IX netinu eins og t.d. Linx, en RIX er ekki með neina þjónustu á IX netinu sem þarf að vera aðgengileg öðrum en þeim sem tengjast punktinum og þarf því ekki globally routable úthlutun, að skrá ISNIC sem LIR fyrir þetta eitt er að mínu áliti útí hött. Athugaðu að þessa úthlutun má ISNIC aldrei nota utan RIX, þ.e. ekki fyrir vélarnar sínar. ... Minnsta úthlutun sem RIPE veitir (allocates) til LIR er /32 og til viðskiptavina (End Site) þá er úthlutunin (assignment) einhvernstaðar á bilinu /48-/64 og er það ákveðið af viðkomandi LIR eða ISP. ... OK, ég reyndi rétt í þessu að tengjast www.isnic.is frá IPv6 vél og eðlilega virkaði það ekki enda er ekki IPv6 tala bakvið nafnið og þar með tel ég að þessi staðhæfing að IPv6 notendur geti notað þjónustuna sé röng!
RHnet hefur verið að gera tilraunir með IPv6 síðan 2003 og hefur áhuga á því að skrá IPv6 tölur fyrir sína nafnaþjóna.
EF ákveðið verður að styðja slíkar skráningar.
Er það einhver spurning?
Ertu að gefa í skyn að ISNIC sé alvarlega að íhuga að styðja ekki IPv6?
Allir notendur með IPv6 munu fá eins rétt svör og hægt er - hvort sem þeir eru með "IPv6 only" netkerfi eða dual-stack (þ.e. bæði IPv6 og IPv4).
En ég er ennþá að vona að heyra frá fleiri aðilum varðandi þeirra hugmyndir - og það er tilgangurinn með umræðunni, að heyra frá sem flestum.
Og ég ítreka - upphafleg spurning var um áhuga á .ís og hvort fólk ætlaði að setja upp IPv6 nafnaþjóna!
Ég tel mig hafa svarað báðum spurningum og ítreka að nú þegar eru uppsettir IPv6 nafnaþjónar á Íslandi!
/Óli
...
participants (4)
-
Bjorn Robertsson
-
bjornr@isnic.is
-
Olafur Osvaldsson
-
Svavar Kjarrval