Sælir,

Ekkert af þessu er nýtt af nálinni, hvorki hjá ISNIC né innan RIPE samfélagsins...

2008/5/17 <bjornr@isnic.is>:
IDN væðing væri varanleg breyting
Til eru þrjár tillögur að því hvernig rótarlén væri IDN vætt:
* Delegation til TLD aðila sem myndi úthluta því
* Delegation til TLD aðila sem býr til DNAME Alias fyrir þá sem óska
þess
* DNAME Alias í rótinni sem varpar öllum .ís fyrirspurnum í
samsvarandi .is fyrirspurn
 
Síðasti kosturinn er í raun eini sanngjarni mátinn því hinar
leiðirnar verða hreinlega virðisaukandi þjónustur.

Ef þetta yrði gert á eins og fyrsti kosturinn segir til um þá ætti
þetta bara að vera gert af ríkinu frá byrjun í stað þess að
bæta þessu við það sem ISNIC er að gera núna.
 
Eins og er með flest lönd og innlend lén - eru þau yfirleitt hugsuð
fyrir aðila þess lands eða tengda. Því er ekki tekið sérstaklega
til þess að útlendingar gætu ekki slegið inn .ís, fyrir utan
vandamálið með lyklaborðið.

Ef lén er eingöngu fyrir íslendinga þá lokar það fyrir framtíðarmöguleika
lénsins ef fyrirtæki eða einstaklingur vill færa sig út af erlendum markaði. 

Kostur þess er að við fáum sterkara auðkenni á netinu.

Ég get ekki séð að þetta sé sterkara auðkenni en eitthvað annað.
 
Ókostur er að allir sem vilja nota þetta þurfa að setja host header,
virtual host og bæta við léni í póstþjóninn sinn :)

Það er kostur frekar en ókostur, ef þetta væri sett upp sem alias af
.IS þá ætti fólk hvort eð er að þurfa að velja virknina í kerfinu hjá
ISNIC og þá veit fólk af því að þetta sé orðið virkt.
 
Varðandi IPv6 er erfitt að fá úthlutað neti fyrir smærri aðila (PI
hugmyndin er eingöngu fyrir stóru aðilana, þá sem eru LIR og þá sem
ætla að úthluta netum til viðskiptavina). Því væri fyrsta skref
Intís að bjóða upp á IPv6 skráningu nafnaþjóna, viðskiptavinir
hafa þá frelsi til þess að nota hliðarskráningu eða setja upp nýja
nafnaþjóna.

Hliðarskráningu? Gætirðu útskýrt það fyrir mér?
Það er ekki flókið að fá IPv6 úthlutun ef maður er tengdur bakvið
IPv6 enabled aðila, dæmi um slíkt er t.d. RHnet.

Erlendir speglar .is lénsins eru sumir með IPv6 þannig að okkar
þjónusta sjálf er því fullkomlega aðgengileg notendum með IPv6.

Ég gæti s.s. tengst inn á IPv6 IP tölu, skráð lén og hýst á nafnaþjónum
sem eru með IPv6 tölur?
Ef ekki þá er þjónustan _ekki_ fullkomlega aðgengileg notendum með
IPv6.
 
En það situr á þjónustuaðilum að bjóða IPv6 routing til
viðskiptavina og semja um multi-home þar sem það á við þannig að
núverandi notkun viðskiptavina á netsambandi haldist tæknilega jafn
góð.

Uppsetning IPv6 sambanda verður aldrei eins uppsett og IPv4 enda er
IPv6 töluvert tæknilega öðruvísin í notkun en IPv4.

ISNIC ætti að einbeita sér að því að virkja sínar þjónustur innan IPv6
netsins og vera klárt þegar tíminn kemur í stað þess að bíða eftir að
kúnninn þarf á þessu að halda og hlaupa þá af stað við hönnun og
framkvæmd.

/Óli 

P.S. Þú ættir að skoða uppsetningu póstforritsins þíns, það er í einhverjum encoding vandræðum.