[Samraemd Vefmaeling] Nýjar reglur Samræmdar vefmælingar

vefmaeling at lists.isnic.is vefmaeling at lists.isnic.is
Tue Feb 17 10:47:53 UTC 2009


Góðan daginn,

Eins og þið munið vonandi þá stóð til að hinar nýju reglur Samræmdar 
vefmælingar tækju fullt gildi 1. mars n.k., en í ljósi þess að erfitt 
var að fá alla til að taka afstöðu til reglnanna verður ekki mögulegt 
að standa við þær áætlanir.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá hafa visir.is ekki enn tekið 
afstöðu til nýju reglanna, að öðru leyti en að taka fram að öll 
mótstaða sem þeir sýndu reglubreytingunum síðasta sumar stendur enn.

Í ljósi þess að þeir hafa ekki sýnt vilja til að koma með tillögur að 
betrumbótum eða að vinna með Samráðshópnum að neinu leyti þá legg ég 
þessar reglur í síðasta skipti fyrir Samráðshópinn hér. Gangi þær í 
gegn munu þær taka gildi 1. mars en veittur verður 3 mánaða 
aðlögunarfrestur sem þýðir að allir vefir verða að uppfylla öll 
skilyrðin þann 1. júní n.k.

Reglurnar verða vel kynntar öllum vefjum sem taka þátt í Samræmdri 
vefmælingu, en aðalbreytingin er eftir sem áður krafan um að allar 
vefsíður sem teljast til sama vefs verða að deila sama yfirléni (2nd 
level domain).

Vinsamlegast svarið þessu bréfi með ykkar atkvæði á einar at isnic.is, 
öll bréf á vefmaeling at lists.isnic.is berast til allra á póstlistanum.

kv. Einar Bjarni Halldórsson
Internet á Íslandi hf. - Modernus

-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: Reglur fyrir samr?mda vefm?lingu okt?ber.pdf 
Type: application/pdf
Size: 107709 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.isnic.is/pipermail/vefmaeling/attachments/20090217/3d653e90/attachment.pdf>


More information about the Vefmaeling mailing list