Spurningar varðandi reglur

Olafur Osvaldsson oli at isnet.is
Fri Sep 15 10:22:07 GMT 2000


Sælir,

Þann 15. September 2000, ritaði gestur at islandssimi.is eitthvað á þessa leið:

> Sæll Óli,
> 
> Varðandi spurningarnar hjá þér hérna, þá væri einkar marktækara að útbúa
> survey á vefnum hjá Isnet að mínu mati, þar sem fólk/almenningur/notendur geta
> svarað spurningum og komið með ábendingar, frekar en að hafa þetta svona hjá
> lokuðum hóp sem annars þessi ágæti domain listi þjónar hjá Isnet.

Að mínu mati er vefsurvey ekki marktæk, það er of auðvelt að svindla á þeim.
Varðandi að þetta sé lokaður hópur þá er þetta fólk sem hefur það sameiginlegt
að vilja fylgjast með þessum málum og vill hafa áhrif, listinn er auglýstur á
vefsíðum okkar og þ.á.m. efst á síðunni sem inniheldur úthlutunarreglurnar.

> 
> Hvað mig varðar, þá er mín skoðum eftirfarandi:
> 
> 1) ég vil að domain úthlutun sé frjáls !
> 
> 2) ég vil að domain úthlutun sé opin öllum !
> 
> 3) ég vil leggja það í vald skráningarbeiðanda hversu mörg domain viðkomandi
> vill kosta og reka, því fleiri, því betra !
> 
> Þessi miðstýring sem hefur að mínu mati verið viðhöfð á domainskráningum til
> þessa er algerlega óþörf, eina sem hún kallar á er óvild gagnvart Isnet og
> úthlutunarreglum þess, ég gef mér að ef domain skráningar verði opnaðar
> (rýmkaðar) þá verði einhver glundroði fyrst um sinn á meðan nýjabrumið er að
> fara af þessu, síðan jafni menn sig og þetta temprast svona aðeins.  Það er
> alveg sama hvaða leið er farin við úthlutunarreglur, það er aldrei hægt að
> þóknast öllum, því eigum við að passa okkur á því að setja okkur ekki í
> dómarasætið og leyfa fólki ákveða sjálft á lýðræðislegum grundvelli hvað er
> því fyrir bestu.
> Með því að opna skráningar fyrir öllum, þá tel ég að við opnum fyrir ákveðinni
> framþróun í domainskráningum, ef þið eruð hræddir við að aðilar "nauðgi" .IS
> ,, þá held ég það sé algerlega ástæðulaust, hér værum við aðeins að fylgja
> lýðræðislega úthlutunarreglum - hér værum við einnig að opna fyrir framþróun
> og uppbyggingu, frekar en að viðhalda aðhaldi og nær algerri stöðnun.
> 
> Varðandi breytingar á úthlutunarreglum í .IS ,, þá átta ég mig ekki alveg á
> tilgangi þessarar umræðu sem viðhöfð er á listanum annað en að fá fólk til að
> skiptast á skoðunum á milli manna í lokuðum hópi, en hinsvegar er ég ekki viss

Eins og áður sagði, þetta er hópur fólks sem hefur áhuga á málinu.

> um að þetta hafi nein áhrif á endanlegar breytingar á domain úthlutunarreglum
> - það er sérstakur vinnuhópur sem er að fjalla um þetta núna, sem mun birta
> nýjar reglur í haust ekki satt ?

Nei, ég veit ekki hvaðan þú hefur þessar upplýsingar en þær eru rangar.

> 
> .IS. er ekki það heilagt að við eigum að hafa áhyggjur af því að fólk skrái
> domain í því frjálst, ég held það myndi endurspegla hversu frjálst þjóðfélag
> við búum í, ennþá - því fleiri sem skrá , því meira eykst hróður okkar út´á
> við og það verður þá til þess að domainrekstur verði hagkvæmari og ódýrari ef
> eitthvað er.
> 
> 
> 
> Nýlega þá hóf ég að skrá domain í .DE. fyrir viðskiptavini Íslandssíma, það
> eru nokkuð strangar reglur í Þýskalandi um þetta, en þær eru mjög rökrettar,
> þótt þær loka ekki fyrir að domain eru skráð fyrir erlenda aðila, heldur
> tryggja þær að allir geti skráð domain sem þess þurfa, og eina sem
> þjóðverjarnir tryggja (SEM við eigum að taka okkur til fyrirmyndar, á að vera
> sjálfsagður hlutur) og það er að hafa amk. 1 tæknilegan tengilið sem býr og
> starfar í Þýskalandi.
> 
> Þannig eigum við að leyfa allar skráningar sem beðið er um og tryggt er að
> viðkomandi greiðir fyrir og er ábyrgur gerða sinna, eina sem við eigum að
> tryggja er að það sé starfandi tæknilegur tengiliður fyrir domain hérlendis,
> þótt jafnvel domainið sé vistað erlendis, enda skiptir það svosem engu máli
> hvar það er vistað í  heiminum.
> 
> 
> 
> Það skiptir mig engu hvort þú birtir þetta bréf eða hefur það fyrir ykkur hjá
> Isnet.

Ég tek eftir því að þú talar mikið um Isnet og tel ég það byggt á misskilningi,
fyrirtækið heitir Internet á Íslandi, skammstafað INTIS, ISnet er aftur á móti
nafnið á netinu sem við rekum, þ.e. AS1850

> 
> kveðja
> 
> Gestur
> 
> http://www.itn.is/grand
> 
> http://www.islandssimi.is
> http://www.friminutur.is
> 
> 
> 
> Jamms, þess ber að geta að skoðanir þær sem ég sýni í skeyti þessu hafa ekkert> að gera með skoðanir vinnuveitanda míns, þær eru algerlega mínar og birtar á
> mína ábyrgð en engra annarra.  (GAG)
> 
> 
> 
> 
> @
> 09/14/2000 03:28 PM
> 
> To: domain at lists.isnet.is
> cc: 
> bcc: 
> Subject: Spurningar varðandi reglur
> 
> 
> 
> 
> Sælt veri fólkið,
> Mig langar til að leggja fyrir nokkrar spurningar og vona að sem flestir svari,
> ef af einhverjum ástæðum þú vilt að svar þitt sé trúnaðarmál en ekki opinbert
> þá er hægt að senda það beint á oli at isnet.is og tek ég þetta saman.
> 
> 
> Viltu að lénaúthlutun undir .is sé gefin frjáls?
> 
> Viltu að aðrir en Íslendingar geti fengið .is lén, þ.e. ekki með ísl. kennitölu
> 
> Viltu takmarka fjölda léna sem hver aðili getur fengið, ef já þá hve mörg?
> 
> 
> 
> Ólafur Osvaldsson
> Kerfisstjóri
> Internet á Íslandi hf.
> Sími:  525-5291
> Email: oli at isnet.
> 

-- 
Ólafur Osvaldsson
Kerfisstjóri
Internet á Íslandi hf.
Sími:  525-5291
Email: oli at isnet.is
More information about the Domain mailing list