"Ain't broke, don't fix it"

Bjarni R. Einarsson bre at netverjar.is
Thu Sep 14 17:01:33 GMT 2000


Bara smá ábending...

Reglurnar eins og þær eru í dag eru gallaðar. Það sést best á því 
hversu oft ISnet hafa sjálfir beygt þær og úthlutað mönnum lén sem
stangast á við þau. Það sést líka á því hvað er búið að stofna 
mörg svokölluð "áhugamannafélög" til þess eins að geta skráð lén.

Eina .is lénið mitt (molar.is) er ekki í samræmi við skilyrði 1.2
á http://www.isnet.is/is/dom-skraning.html. Ég sá ekki ástæðu til 
að stofna "áhugamannafélag um lénið molar.is", og IntÍs skildu það 
alveg.

Er "Linux á Íslandi" með kennitölu? 
En freebsd.is? 
En frettir.is?

Til eru fleiri dæmi.

Ég ætla að láta það vera að gagnrýna ISnet fyrir að hafa beygt
reglurnar aðeins - það var augljóslega góð ástæða fyrir að lénunum
var úthlutað. Ég fagna því að þeir séu að íhuga að breyta reglunum
þ.a. þær séu í betra samræmi við hvernig íslendingar vilja
augljóslega nota ".is" lénið sitt.


Svo er eitt sem ég skil ekki. Af hverju vilja svona margir leyfa
fyrirtækjum að skrá fleiri lén en einstaklingum? Ef einstaklingur er
nægilega sérvitur til að eyða fleiri tugum þúsunda í að skrá mörg lén
þá skil ég ekki af hverju það á að banna honum það frekar en e-u
fyrirtæki.

-- 
Bjarni R. Einarsson              PGP: 02764305, B7A3AB89
 bre at netverjar.is        -><-      http://bre.klaki.net/

Netverjar gegn ruslpósti: http://www.netverjar.is/baratta/ruslpostur/
More information about the Domain mailing list