Spurningar varðandi reglur

Bjarni R. Einarsson bre at netverjar.is
Thu Sep 14 16:09:52 GMT 2000


On 2000-09-14, 15:28:31 (+0000), Olafur Osvaldsson wrote:
> 
> Viltu að lénaúthlutun undir .is sé gefin frjáls?

Já, ef þú att við að afnema skuli ákvæði sem vernda vörumerki og
þessháttar. Mér finnst eiga að leysa slík vandamál með annarsstigs
svæðisnöfnum (.com.is ?) þar sem strangari reglur gilda.

Mér finnst malt-unnandi (eða gagnrýnandi) hafa alveg jafn mikinn rétt á
að kaupa malt.is og Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Ég sé enga sérstaka
ástæðu til að taka rétt fyrirtækja framyfir rétt almennings á þessu
sviði.

> Viltu að aðrir en Íslendingar geti fengið .is lén, þ.e. ekki með ísl. kennitölu

Já. Íslendingar ættu að geta fengið lén án rökstuðnings, en
útlendingar með því að leggja fram röksemdarfærslu þess efnis að lénið
verði notað í eitthvað sem kemur Íslandi við. Búseta hér eða þjónusta
við Íslendinga eru dæmi um eitthvað sem mér finnst eiga að duga til að
fá lén.

Mér finnst mikilvægt að .is hafi merkingu - þeir sem vilja svotil
merkingarlaus lénaheiti geta keypt xyz.net eða xyz.com.

> Viltu takmarka fjölda léna sem hver aðili getur fengið, ef já þá hve mörg?

Mér finnst menn þurfa að koma með góð rök ef þeir ætla að skrá meira en
10-20 lén. Það er eðlilegt að menn vilji skrá nokkur lén, en það er
mikilvægt að hindra að menn kaupi upp stóra kafla úr
orðabókinni/símaskránni.

Undir 10 finnst mér engin rök þurfa... Hver sem er getur átt 10 ólíkar
(en góðar) hugmyndir. Yfir 10 ættu menn hvort eð er að íhuga að nota
subdomain.

Mér finnst alls ekki eiga að veita magnafslátt. 
Mér finnst reglurnar eiga að vera sveigjanlegar.

-- 
Bjarni R. Einarsson              PGP: 02764305, B7A3AB89
 bre at netverjar.is        -><-      http://bre.klaki.net/

Netverjar gegn ruslpósti: http://www.netverjar.is/baratta/ruslpostur/
More information about the Domain mailing list