Lénaúthlutun: Innlegg í umræðuna: Bréf frá Intís - fáránleikinn í hnotskurn

Olafur Osvaldsson oli at isnet.is
Wed Sep 13 11:29:08 GMT 2000


Sælir,
Er hvorugt þessara félaga með eigin kennitölu?

Þann 07. september 2000, ritaði Halldor Kristjansson eitthvað á þessa leið:

> Sælir ágætu félagar!
> 
> Mér varð á sú bjartsýni að sækja um 2 lén. Annað fyrir MR árganginn minn sem
> ætlar að koma sér upp vefsíðu. Þar sem ég er gjaldkerinn fannst mér
> eðlilegast að ég væri gerður ábyrgur fyrir greiðslum og þar með léninu og
> sótti um mr72.is.

Greiðandi þarf ekki að vera sá sami og umsækjandi.

> Hitt er lén sem varðar starf norrænna Lionsmanna. Ég er ritari
> (framkvæmdastjóri) samtakanna næstu 4 árin og fannst tilvalið að sækja um
> lén fyrir þau samtök sem heita NSR. Ég er búinn að athuga það að laus eru
> lén nsr.xxx þar sem xxx er þriggja stafa erlend ending. Ekkert mál að fá það
> en mig langaði til að vera þjóðlegur og fá nsr.is til þess að tengja þetta
> við Ísland og auglýsa hverjir það væru sem færu með þetta mikilvæga samstarf
> næstu árin.
> 
> Þar sem ritari NSR er jafnframt gjaldkeri fannst mér eðlilegast að ég væri
> gerður ábyrgur fyrir greiðslum og þar með léninu og sótti um nsr.is.

Sjá síðasta comment.

> Semsagt ég sótti um tvö lén í eigin nafni en fyrir hönd hópa sem ég er í
> (annar er víst útlenskur að 4/5 má hann fá lén?). Í báðum tilvikum hef ég
> prókúru og má skuldbinda báða aðila fjárhagslega. Svar Intís sendi ég ykkur
> hér með og ítreka með því enn og aftur fáranleikann í reglunum.
> 
> Það er þó huggun harmi gegn að ég get fengið annað lénanna. Kannski ég ætti
> að láta konuna mína leppa hitt???? Hvað finnst ykkur?
> 
> Með bestu kveðju
> Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri
> 

Til að byrja með finnst mér rangt að þessi lén væru skráð á þig sem einstakling,
hvað ætti að gera ef að þú létir svo af störfum fyrir þessi félög, þá hafa þeir
engan rétt, lénin fylgja þér.
Eins ef þú ætlar að fá þér þitt eigið lén seinna, þá ertu búinn að fyrirgera þér
þeim rétti ef þú notar kennitölu þína í að skrá lén fyrir aðra.

				Óli

-- 
Ólafur Osvaldsson
Kerfisstjóri
Internet á Íslandi hf.
Sími:  525-5291
Email: oli at isnet.is
More information about the Domain mailing list