Lénaúthlutun: Innlegg í umræðuna: Bréf frá Intís - fáránleikinn í hnotskurn

Halldor Kristjansson halldor at tv.is
Thu Sep 7 15:46:42 GMT 2000


Sælir ágætu félagar!

Mér varð á sú bjartsýni að sækja um 2 lén. Annað fyrir MR árganginn minn sem
ætlar að koma sér upp vefsíðu. Þar sem ég er gjaldkerinn fannst mér
eðlilegast að ég væri gerður ábyrgur fyrir greiðslum og þar með léninu og
sótti um mr72.is.

Hitt er lén sem varðar starf norrænna Lionsmanna. Ég er ritari
(framkvæmdastjóri) samtakanna næstu 4 árin og fannst tilvalið að sækja um
lén fyrir þau samtök sem heita NSR. Ég er búinn að athuga það að laus eru
lén nsr.xxx þar sem xxx er þriggja stafa erlend ending. Ekkert mál að fá það
en mig langaði til að vera þjóðlegur og fá nsr.is til þess að tengja þetta
við Ísland og auglýsa hverjir það væru sem færu með þetta mikilvæga samstarf
næstu árin.

Þar sem ritari NSR er jafnframt gjaldkeri fannst mér eðlilegast að ég væri
gerður ábyrgur fyrir greiðslum og þar með léninu og sótti um nsr.is.

Semsagt ég sótti um tvö lén í eigin nafni en fyrir hönd hópa sem ég er í
(annar er víst útlenskur að 4/5 má hann fá lén?). Í báðum tilvikum hef ég
prókúru og má skuldbinda báða aðila fjárhagslega. Svar Intís sendi ég ykkur
hér með og ítreka með því enn og aftur fáranleikann í reglunum.

Það er þó huggun harmi gegn að ég get fengið annað lénanna. Kannski ég ætti
að láta konuna mína leppa hitt???? Hvað finnst ykkur?

Með bestu kveðju
Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri

------------------------------------------------------------------
Ráðgjafi í upplýsingatækni, (Information Technology Consultant)
Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, 108 Reykjavík
Ísland / Iceland
Sími / Tel: (354) 520 9000; Fax: (354) 520 9009
Netfang / E-mail: halldor at tv.is; Heimasíða/URL: www.tv.is
------------------------------------------------------------------


"Ágæti viðskiptavinur.

Varðandi umsókn um lénin mr72.is. og nsr.is

Vinsamlegast kynnið ykkur úthlutunarreglur
sjá: http://www.isnet.is/is/dom-skraning.html

1.3 Aðferðir við skráningu

   Hver umsækjandi fær að jafnaði einungis úthlutað einu léni í sínu
nafni.
   Umsækjanda er þó heimilt að skrá aukalén.

   Hægt er að skrá lén með þrennum hætti.

 a. Sem skráð vörumerki í vörumerkjaskrá Einkaleyfastofu enda uppfylli
   það að öðru leyti skilyrði skráningar.
   Með tilvísun í skráð vörumerki er hér átt við að aðili sem skráir
   "NAFN" í vörumerkjaskrá getur sótt um aukalén "NAFN.is".

 b. Sem stílfært eða skammstafað nafn umsækjanda hafi umsækjandi þegar
   skráð i lén sem er fullt nafn umsækjanda skv. skráningu í þjóðskrá.

 c.  Sem fullt nafn umsækjanda hafi umsækjandi þegar skráð lén sem er
stytting
    eða stílfæring á fullu nafni umsækjanda skv. skráningu í þjóðskrá.

   Fjöldi léna sem sótt er um á grunni vörumerkja er ekki takmarkaður.
   Aðeins er úthlutað einu léni til hvers umsækjanda er vísar til nafns
   umsækjanda, sbr. b og c að ofan. Með umsókn um lén skal fylgja
   staðfesting á skráningu nafns frá Einkaleyfastofu eða þjóðskrá.

Einungis er hægt að sækja um eitt lén sbr. lið b og c og því geturðu
aðeins fengið annaðhvort mr72.is eða nrs.is

Hitt verður þá að vera skráð vörumerki sbr. lið a.

***Vinsamlega athugið að ef ekki er búið að ganga frá uppsetningu og/eða
senda inn viðeigandi gögn/upplýsingar innan tíu daga, fellur umsóknin
úr gildi og er endursend til umsækjanda.
***Við þetta verður lénið laust til umsóknar á ný.***
--
Kveðja,
Lilja Margrét/úthlutun léna		 		lilja at isnet.is

INTIS/ISnet               Home Page http://www.isnet.is
Taeknigardi               Phone      +354 525 4589
Dunhaga 5                Fax       +354 561 0999
IS-107 Reykjavik
Iceland"

More information about the Domain mailing list