RE: Tillaga að breytingum úthlutunarreglna .is

Ágúst Guðmundsson ag at tm.is
Thu Sep 7 13:47:25 GMT 2000


Þetta er rétt með Tölvumiðlun og tm.is.
Af þeirri reynslu sem ég hef af þessum málum m.a. fyrir dómsstólum :-)
styð ég að Intís hafi einfaldar og almennar reglur um úthlutun léna.

Mitt mat er að Intís eigi að hafa einhvern hátt á þar sem umsækjandi
skýrir rétt sinn
til viðkomandi léns.  
Það er síðan fyrstur kemur fyrstur fær þegar fleiri en einn geta sýnt
fram á þennan rétt.
Ef einhver telur rétt sinn brotinn við úthlutun eru hæg heimatök (en
dýr) að sækja réttinn
fyrir dómsstólum.

Intís þarf að fara varlega í úrskurði/dómarasæti en mér þykir þetta hafa
gengið ágætlega
með núverandi reglum. Ekkert er þó að því að bæta þær þannig að þær
verði skýrari.

Vörumerki eru skrítið fyrirbæri. Vörumerki eru skráð í flokka og geta
fjöldi
aðila átt vörumerki t.d. TM í mismunandi skráningarflokkum.
Það getur t.d. munað í stílfærslu leturs eða stafa sem greinir á milli
merkjanna.
Vörumerkjaskráning er ekki neitt sérstök lausn, en líklega það besta sem
við höfum núna
ef ekki er hægt að sýna fram á réttinn með fyrirtækisnafni, vöruheiti.

Ágúst
ag at tm.is


-----Original Message-----
From: Johannes Birgir JENSSON [mailto:j.b.jensson at worldfootball.org]
Sent: 7. september 2000 13:20
To: domain at lists.isnet.is
Subject: RE: Tillaga að breytingum úthlutunarreglna .is


>Hingað til hafa fyrirtæki ekki þorað að leita réttar
>síns fyrir dómstólum hér heima vegna óskýrra laga á 
>þessum vetvangi.

Ef mig minnir rétt þá var það Tryggingamiðstöðin sem að 
vildi fá tm.is, og sótti um það fyrir dómstólum 
(Tölvumiðlun er eigandi tm.is). Þar varð 
Tryggingamiðstöðin að lúffa, þar sem dómur féll í hag 
Tölvumiðlunar. Því er Tryggingamiðstöðin nú með tmhf.is.


----------
With best regards,

Jóhannes Birgir JENSSON
Technical Director

WORLD FOOTBALL FOUNDATION
j.b.jensson at worldfootball.org
More information about the Domain mailing list