Tillaga að breytingum úthlutunarreglna .is

Olafur Osvaldsson oli at isnet.is
Tue Sep 5 22:05:49 GMT 2000


Sælir,

Þann 05. september 2000, ritaði Bjarki M. Karlsson eitthvað á þessa leið:

> Ég tek heilshugar undir með Baldri.
> 
> Í hvert sinn sem reynt er að leysa vandamál með því að setja ítarlegri
> reglur skapst ný og fleiri vandamál. Núverandi úthlutunarreglur Intís eru
> settar af góðum hug en eru í framkvæmd búrókratískar og menn gera grín að
> þeim. Framkomnar breytingartillögur eru síst betri en núgildandi reglur.
> 
> Auðvitað eiga engar hömlur að vera á úthlutun aðrar en vörumerkjaréttur.
> Hindrun á milliríkjaviðskipum, s.s. að banna útlendingum að fá .is lén eru
> alvarleg tímaskekkja. Einangrunarstefna í viðskiptum og menningu hefur
> aldrei verið Íslendingum til góðs.

Ég spyr þig sömu spurningar og ég spurði Baldur, hvernig væri best staðið að
því að vernda vörumerkjarétt?

> 
> Beggja vegna Atlantshafsins hafa eigendur vörumerkja verið að vinna mál gegn
> sk. domain-takers. Það er engin ástæða til að ætla annað en að sama gerist
> hér. Stórlega má draga í efa að starfsfólk Intís eða úthlutunarnefnd á
> vegum fyrirtækisins sé hæfasti aðilinn til að skera úr um deilumál á sviði
> vörumerkjaréttar. Eðlilegra er að vörumerkjaeigendur, sem á sér telja
> brotið, leiti réttar síns fyrir dómstólum, rétt eins og þeir gera þegar
> réttur þeirra er brotinn utan Internetsins.

Hingað til hafa fyrirtæki ekki þorað að leita réttar síns fyrir dómstólum hér
heima vegna óskýrra laga á þessum vetvangi.

> 
> Annað mál tel ég rétt að komist í umræðuna:
> 
> Eftir að hafa komist í meirihlutaeigu Íslandssíma er Intís í mjög vondri
> aðstöðu sem
>  1) úthlutunaraðili léna
>  2) löggjafi í gerð úthlutunarreglna

Löggjafi?
Við setjum ekki reglurnar einir, þær eru settar á grundvelli umræðna eins og
eru hér í gangi.

>  3) beinn keppinautur umsækjenda léna.

Myndirðu útskýra fyrir mér hvað þetta þýðir, hvernig erum við beinn
keppinautur umsækjenda léna?

> 
> Enginn annar en Intís má úthluta .is lénum. Hvernig fyndist mönnum ef
> fyrirtæki á markaði réði vörumerkja- og einkaleyfaskrá, setti sér sjálft
> reglur og væri sjálft (eða móðurfyrirtæki þess) að skrá vörumerki og
> einkaleyfi sem keppinautur á markaði? Slíkt þætti vafalaust fráleitt en
> dæmið er fullkomlega sambærilegt.
> 
> Ég er ekki að saka Intís um að misnota aðstöðu sína, bendi aðeins á að
> fyrirtækið er í aðstöðu til þess og að slíkt er alltaf óheppilegt hversu
> ráðvandir menn sem í hlut eiga. Ég veit að Íslandssímamenn skilja þetta í
> ljósi þeirra eigin gagnrýni á vinnubrögð Landssíma Íslands. Það er hætt við
> að með flóknum úthlutunarreglum muni gremja yfir þessari valdastöu
> Íslandssíma/Intís fara vaxandi og kröfur um að ríkisvaldið hlutist til um
> úthlutun léna verða háværar. Ég held að ríkisafskipi væru síst til bóta og
> hvet því Intís til að íhuga alvarlega tillögu Baldurs.
> 
> 
> 
> Með kveðju
> 
> Bjarki Már Karlsson
> bjarki at islensk.is
> Forstöðumaður Internetþjónustu Íslenskrar upplýsingatækni
> www.islensk.is
> S: 430 2200
> F: 899 2298
> 
> 
> 
> -----Original Message-----
>>> Klipp, klipp, klipp <<<

-- 
Ólafur Osvaldsson
Kerfisstjóri
Internet á Íslandi hf.
Sími: 525-5291
Email: oli at isnet.is
More information about the Domain mailing list