Tillaga að breytingum úthlutunarreglna .is

Olafur Osvaldsson oli at isnet.is
Tue Sep 5 21:56:58 GMT 2000


Sælir,

Þann 05. september 2000, ritaði Bjarni R. Einarsson eitthvað á þessa leið:

> On 2000-09-05, 16:20:53 (-0000), Baldur Kristjánsson wrote:
> > Af hverju ættu útlendingar EKKI að fá að skrá .is domain? Ég sé engin
> > haldbær rök fyrir því.
> 
> Mér persónulega finnst gott að einhver merking sé bak við ".is" -
> eðlilegasta merkingin er auðvitað að viðkomandi lén hafi eitthvað
> með Ísland að gera.
> 
> Auðvitað eiga útlendingar að fá að skrá .is nöfn... ef þeir eru að
> nota það í eitthvað sem tengist Íslandi. En annars ekki, annars
> er verið að veikja merkingu ".is", sem mér fyndist slæmt. Mér
> sýnist það vera hugmyndin bak við tillögurnar sem Óli kynnti fyrir
> okkur, og er fylgjandi henni. Auðvitað má alltaf finna vankanta á
> útfærslu hennar, en hugmyndin er samt góð.

Þau fyrirtæki sem hafa haft einhverja starfssemi hér eða umboðsmenn hafa ekki
átt í vandræðum með að fá lén sín skráð hingað til, ég er einmitt sammála þér
að .is á að standa fyrir íslenskan aðila eða fyrirtæki sem er með rekstur eða
þjónustu hér á landi.

> 
> 
> Annars finnst mér reyndar annað mun verra í þessum tillögum - ef
> ég er að skilja það rétt, þá er bannað að skrá web.is eða com.is.
> Þetta minnir mig einna helst á gömul atkvæði í skilmálum ISnet
> (löngu afnumin) um að það væri bannað að úthluta mönnum subdomain.
> Vel meint, en samt slæm hugmynd.

Fólki er velkomið að stofna subdomain og vil ég reyndar hvetja til þess, enda
er það hugsunin bakvið DNS kerfið að fólk stofni t.d. fyrirtaeki.is og þar undir
deild.fyritaeki.is eins og er t.d. gert hjá hi.is
Einnig gætu internetþjónustur búið til kunni.thjonusta.is

> 
> Ég hef nefnilega lengið verið að bíða eftir að einhver stofnaði
> t.d. "ehf.is", sem hefði ekkert annað hlutverk en að selja
> fyrirtækjum nöfnin sín á forminu "fyrirtaeki.ehf.is", gegn því að
> framvísuð yrðu sönnun þess efnis að þetta sé raunverulega "ehf"

Til upplýsingar:

isgate.isnet.is$ whois ehf.is

domain:   ehf.is
descr:    Enska Heimasidufelagid
admin-c:   OT194-IS
tech-c:   CMB1-IS
zone-c:   CMB1-IS
mnt-by:   ISTLD-MNT
changed:   marius at isgate.is 19980220
source:   IS

Notað í þeim tilgangi sem þú stingur uppá ef ég man rétt.

> fyrirtæki. Ef menn vilja nota ".com.is" eða ".co.is" fyrir
> eitthvað í þessum dúr (t.d. af því að það er vel þekkt og skilst af
> útlendingum) þá finnst mér það bara hið besta mál.

Það var ætlunin að halda þessum lénum frá einmitt ef til kæmi í framtíðinni að
taka upp nákvæmlega þessa flokkun.

> 
> Mér fannst .com, .net, .edu, .org og svo framvegis skiptingin í
> Bandaríkjunum góð hugmynd. Verst það er búið að eyðileggja hana!
> 
> Þetta er annars eitthvað sem IntÍs ættu að íhuga sjálfir - búa til
> nokkur annarssstigs nöfn og hafa mismunandi úthlutunarskilmála
> fyrir hvert, og jafnvel eitt þar sem skráning væri algjörlega
> sjálfvirk og ókeypis. Mér þætti það mjög góð þjónusta fyrir
> áhugamenn og nískupúka landsins.

Þetta hefur komið upp innanhúss en aldrei hefur okkur sýnst vera teljandi
áhugi hjá almenningi til að taka upp slíka flokkun.
Ef þetta er það sem fólk vill þá er auðvitað um að gera að reyna að fá þetta
inn í kerfið, ef fleiri eru á þessari skoðun þá er um að gera að láta heyra í
sér.

> 
> Áfram með umræðurnar. :)
> 
> -- 
> Bjarni R. Einarsson              PGP: 02764305, B7A3AB89
> bre at netverjar.is        -><-      http://bre.klaki.net/
> 
> Netverjar gegn ruslpósti: http://www.netverjar.is/baratta/ruslpostur/

-- 
Ólafur Osvaldsson
Kerfisstjóri
Internet á Íslandi hf.
Sími: 525-5291
Email: oli at isnet.is
More information about the Domain mailing list