Tillaga að breytingum úthlutunarreglna .is

Bjarki M. Karlsson bjarki at islensk.is
Tue Sep 5 16:56:48 GMT 2000


Ég tek heilshugar undir með Baldri.

Í hvert sinn sem reynt er að leysa vandamál með því að setja ítarlegri
reglur skapst ný og fleiri vandamál. Núverandi úthlutunarreglur Intís eru
settar af góðum hug en eru í framkvæmd búrókratískar og menn gera grín að
þeim. Framkomnar breytingartillögur eru síst betri en núgildandi reglur.

Auðvitað eiga engar hömlur að vera á úthlutun aðrar en vörumerkjaréttur.
Hindrun á milliríkjaviðskipum, s.s. að banna útlendingum að fá .is lén eru
alvarleg tímaskekkja. Einangrunarstefna í viðskiptum og menningu hefur
aldrei verið Íslendingum til góðs.

Beggja vegna Atlantshafsins hafa eigendur vörumerkja verið að vinna mál gegn
sk. domain-takers. Það er engin ástæða til að ætla annað en að sama gerist
hér. Stórlega má draga í efa að starfsfólk Intís eða úthlutunarnefnd á
vegum fyrirtækisins sé hæfasti aðilinn til að skera úr um deilumál á sviði
vörumerkjaréttar. Eðlilegra er að vörumerkjaeigendur, sem á sér telja
brotið, leiti réttar síns fyrir dómstólum, rétt eins og þeir gera þegar
réttur þeirra er brotinn utan Internetsins.

Annað mál tel ég rétt að komist í umræðuna:

Eftir að hafa komist í meirihlutaeigu Íslandssíma er Intís í mjög vondri
aðstöðu sem
 1) úthlutunaraðili léna
 2) löggjafi í gerð úthlutunarreglna
 3) beinn keppinautur umsækjenda léna.

Enginn annar en Intís má úthluta .is lénum. Hvernig fyndist mönnum ef
fyrirtæki á markaði réði vörumerkja- og einkaleyfaskrá, setti sér sjálft
reglur og væri sjálft (eða móðurfyrirtæki þess) að skrá vörumerki og
einkaleyfi sem keppinautur á markaði? Slíkt þætti vafalaust fráleitt en
dæmið er fullkomlega sambærilegt.

Ég er ekki að saka Intís um að misnota aðstöðu sína, bendi aðeins á að
fyrirtækið er í aðstöðu til þess og að slíkt er alltaf óheppilegt hversu
ráðvandir menn sem í hlut eiga. Ég veit að Íslandssímamenn skilja þetta í
ljósi þeirra eigin gagnrýni á vinnubrögð Landssíma Íslands. Það er hætt við
að með flóknum úthlutunarreglum muni gremja yfir þessari valdastöu
Íslandssíma/Intís fara vaxandi og kröfur um að ríkisvaldið hlutist til um
úthlutun léna verða háværar. Ég held að ríkisafskipi væru síst til bóta og
hvet því Intís til að íhuga alvarlega tillögu Baldurs.Með kveðju

Bjarki Már Karlsson
bjarki at islensk.is
Forstöðumaður Internetþjónustu Íslenskrar upplýsingatækni
www.islensk.is
S: 430 2200
F: 899 2298-----Original Message-----
From: owner-domain at lists.isnet.is [mailto:owner-domain at lists.isnet.is]On
Behalf Of Baldur Kristjánsson
Sent: 5. september 2000 16:21
To: 'Olafur Osvaldsson'; 'Leifur A. Haraldsson'
Cc: 'domain at lists.isnet.is'
Subject: RE: Tillaga að breytingum úthlutunarreglna .is


Af hverju ættu útlendingar EKKI að fá að skrá .is domain? Ég sé engin
haldbær rök fyrir því.

Besti mælikvarðinn fyrir okkur er auðvitað að hugsa með okkur hvort okkur
fyndist sanngjarnt eða ósanngjarnt að mega ekki fá úthlutað domainum annarra
landa, t.d. .se eða .de. Mörg íslensk fyrirtæki á sviði e-commerce hafa
beinan hag af því að hafa ákveðna starfsemi undir heitinu starfsemi.útland,
og ættu að mínu mati að mega gera það óheft, þ.e. án þess að þurfa að skrá
domainið sem slíkt á einhvern erlendan aðila.

Eins gætu útlendingar séð sér hag í því að opna hér "local" vefi með hvers
kyns þjónustu, undir brandinu starfsemi.is, án þess að því fylgdi sú kvöð að
opna "physical" útibú hér á landi eða þurfa að fara í samstarf við áþekkan
aðila hérna heima.

Til lengri tíma litið myndi ég sumsé telja að öll höft á úthlutun
domain-nafna (önnur en sjálfsagðar reglur sem vernda réttindi á borð við
vörumerkjarétt) hafi slæm áhrif á þróunina í e-commerce-geiranum, sem er á
það mikilli fleygiferð að hún má alls ekki við þeim. Við höfum séð svipað
gerast með aðrar atvinnugreinar, þar sem höft gagnvart milliríkjaviðskiptum
hafa skaðað bæði framleiðendur og neytendur.

Kveðja,
Baldur

-----Original Message-----
From: owner-domain at lists.isnet.is [mailto:owner-domain at lists.isnet.is]On
Behalf Of Olafur Osvaldsson
Sent: 5. september 2000 15:50
To: Leifur A. Haraldsson
Cc: domain at lists.isnet.is
Subject: Re: Tillaga að breytingum úthlutunarreglna .is


Sælir,

Þann 05. september 2000, ritaði Leifur A. Haraldsson eitthvað á þessa leið:

> Sælir
>
> Ég er sammála halldóri og fagna umræður um breytingu á úthlutunarreglur
> intís.
>
> Mig langar að vekja athygli á grein 1.3. Það er mjög gott mál og ég styð
> skref í rétta átt að leyfa aukinn fjölda léna á hverja kennitölu.
Hinsvegar
> langar mig að spyrja ykkur hver rökin eru að hafa takmörkun á fjölda léna
> sem má skrá? Ég sé tvennt í þessu.

Þetta var tillaga, ef þú hefur góð rök fyrir hærri fjölda eða ótakmarkaðri
úthlutun þá efast ég ekki um að þeir sem á domain listanum eru muni styðja
eða
hafna þeim rökum.

>
> 1. Að vera með sérstaka úthlutunarnefnd á vegum intís er aukin kostnaður
> fyrir fyrirtækið og seinkar ferlið í uthlutun á lénum.

Þetta ætti ekki að seinka neinu, þessar greinargerðir eru þegar leyfðar til
að skrá lén og hafa þær ekki valdið neinum töfum nema þegar fólk skilar inn
ófullnægjandi greinargerðum.

> 2. Ef sami aðili er með mörg lén skráð á sig minnkar pappírsferlið,
> flækjustigið o.þ.a.l kostnaður fyrir intís.

Ekki satt, hvert lén krefst sömu vinnslu, sama hversu mörg þau eru.

>
> Ef það er á annaðborð að leyfa að hafa 5 lén byggt á forsendum reglu 1.3,
> hversvegna ekki gefa fjöldan frjálsan?

Sjá ofar...

>
> Hér er mín tillaga og er hún þegar í skoðun í danmörku.

Danmörk er með alla skráningu opna síðan 1997 ef ég man rétt.

>
> 1. Úthlutun lén verður gefinn frjáls að öllu leyti - íslendum sem og
> útlendingum*.

Af hverju ættu útlendingar að fá að skrá .is lén?

> 2. Aðrir skilmálar úthlutunarreglur intís eru að öðru leyti óbreytt.
> 3. Stofnaður verður gerðadómur sem sér um deilumál um lén sem handhafi
> vörumerkis telur sig eiga rétt á. Til   þessarar gerðardóms getur fólk
> leitað réttar síns á einfaldan og fljótlegan hátt.

Þetta má athuga og tel ég ekki vitlausa hugmynd.

>
> *í kjölfarið verður skráning á lénum gerð rafræn yfir netið.

Verið er að vinna í þessu.

>
> Kostir:
> Aukin notkun á internetinu, ýtir undir vöxt nýrra fyrirtækja, hvetjandi
> fyrir íslenskt hagkerfi. Einfaldara verður að skrá lén o.s.frv.
> Fyrir intís: Minni rekstrarkostnaður, stóraukin sala, hagræðing í rekstri.

Við erum ekki í þessu til að græða þannig að stóraukin sala er ekki það sem
við
erum að leita eftir.

>
> Ókostir:
> Handhafar vörumerkis geta lent í vandræðum með að vernda vörumerki sín,
þ.e.
> lén sem vísa á vörumerki þeirra geta verið tekin, oft í von um skjótan
> gróða. Þurfa þau í kjölfarið að leita leiða til að fá þau aftur ef þau
telja
> sig eiga rétt á þeim - sbr lénagerðadómur.

Rétt.

>
> Fjársterkir aðilar gætu keypt upp stóran hlut íslenskra léna og setið á
þeim
> til endursölu, en það er harla ólíklegt miðað við það sem þarf að borga
> fyrir léníð og stærðar landsins.

Þetta var nákvæmlega það sem gerðist í Danmörku og er búið að reyna á
Íslandi.

>
> Ef á heildina er litið hver er þá að njóta góðs af höftun á útbreiðslu
léna?
> Það eru fyrirtæki sem eiga vörumerki og eru jafnvel ekki að kaupa sér lén.
> Hver verður fyrir óþægindum og á hvern lendir kostnaðurinn á?
> Intís og íslenskt þjóðfélag, sem bæði borga meira fyrir lénin (verðin eru
þó
> sanngjörn en lækka líklega með meiri fjölda) og njóta ekki góðs af örari
> þróun internetsins á íslandi.

Þegar INTIS hefur leitað álits internetþjónusta hér á landi varðandi reglur
hefur ítrekað komið fram að meirihluti vill ekki fá þetta alveg frjálst, mér
finnst t.d. persónulega að jafnvel þótt allt annað væri gefið frjálst þá
ætti
ekki að leyfa öðrum en íslendingum að skrá .is lén.

>
> Með von um umræður og gagnrýni,
>
> Leifur Alexander Haraldsson
>
>>> Fullt klippt í burtu <<<

Ég skal játa það að fyrir INTIS yrði lífið miklu auðveldara og þægilegra ef
þetta yrði gert frjálst, en þetta er allt spurning um það hvað íslenskt
þjóðfélag biður um, það var upphaflega aðal ástæða stofnunar þessa lista til
að koma í gang umræðum um þessi mál en hingað til hafa fáir sýnt þessu áhuga
og bendir það til að fæstir vilji breytingar yfir höfuð.

Ólafur Osvaldsson
Kerfisstjóri
Internet á Íslandi hf.
Sími: 525-5291
Email: oli at isnet.is
More information about the Domain mailing list