RE: Tillaga að breytingum úthlutunarreglna .is

Tor Sigurdsson tosi at suse.starf.rhi.hi.is
Tue Sep 5 12:48:03 GMT 2000


Vel mælt.

En liður 1.2 mætti innihalda textann "Þennan lið má endurskoða þegar reglur
um úthlutun
léna með séríslenskum stöfum verða leyfð" í ljósi þess að það á að fara
úthluta innan tíðar
lénum með 8-bita táknum :-)

-tosi

-----Original Message-----
From: owner-domain at lists.isnet.is [mailto:owner-domain at lists.isnet.is]On
Behalf Of Olafur Osvaldsson
Sent: 5. september 2000 12:34
To: domain at lists.isnet.is
Cc: intis at isnet.is
Subject: Tillaga að breytingum úthlutunarreglna .is


Mér hefur borist eftirfarandi tillaga um breytingar á úthlutunarreglum léna
undir .is
Vinsamlega sendið allar athugasemdir, tillögur, eigin hugmyndir að
breytingum
eða höfnun breytinga á domain at lists.isnet.is.


1.1 Umsækjandi
 Léni er aðeins úthlutað til einstaklinga með íslenskt ríkisfang, félaga,
 stofnana og fyrirtækja með starfsemi hér á landi. Til fyrirtækja teljast
 einstaklingar með rekstur. Umsækjandi skal vera löglega skráður í
 fyrirtækjaskrá eða þjóðskrá hjá Hagstofu Íslands með eigin kennitölu og
nafn.
 Umsækjandi sem fær úthlutað léni er handhafi viðkomandi léns. Úthlutun
felur
 ekki í sér eignarrétt.

1.2 Lén
 Lén má einungis innihalda stafi úr enska stafrófinu, tölustafi og bandstrik
 (-), það þarf að vera a.m.k tveir stafir, má ekki byrja eða enda á
bandstriki,
 ekki vera lengra en 63 stafir fyrir utan .is endingu og má ekki vera
einungis
 tölustafir.

 Sá sem óskar að skrá lén eða aukalén sem vísar til vörumerkis sem
viðkomandi er
 sjálfur ekki rétthafi að, en er skráð á Íslandi í nafni annars, þarf að
sýna
 fram á að hann hafi heimild rétthafans til slíkrar notkunar vörumerkisins,
slík
 heimild getur komið sem undirritað umboð frá rétthafa.

1.3 Aðferðir við skráningu
 Hver umsækjandi getur fengið skráð 5 lén á sína kennitölu.

 Hægt er að skrá þessi 5 lén með þrennum hætti.

  a. Sem fullt nafn umsækjanda.

  b. Sem stílfært eða skammstafað nafn umsækjanda.

  c. Byggt á greinargerð sem þarf að vera lýsandi og útskýra hvers vegna
    umsækjandi ætti að fá þetta lén fram yfir aðra. Ef þessi leið er
valin
    þá er greinargerðin lögð fyrir í úthlutunardeild INTÍS sem ákveður
hvort
    greinargerð sé fullnægjandi eða ekki.

 Umsækjandi getur þó skráð aukalén umfram fyrstu 5, en öll lén umfram 5
verða að
 vera byggð á orðmerki sem skráð er í vörumerkjaskrá Einkaleyfastofu enda
 uppfylli það að öðru leyti skilyrði skráningar. Með tilvísun í skráð
vörumerki
 er hér átt við að aðili sem á skráð "MERKI" í vörumerkjaskrá getur sótt um
 lénið "MERKI.is".
 Ef ská á lén byggt á vörumerki þá þarf vörumerkið að hlýta þessum
skilyrðum:
  Vörumerki,
   ..þarf að vera þegar skráð, þ.e. umsókn um skráningu vörumerkis er ekki
    tekin gild.
   ..þarf að vera orðmerki, þ.e. myndmerki er ekki tekið gilt.

 INTIS áskilur sér rétt til að krefjast viðeigandi gagna um að skilyrði
 skráningar séu uppfyllt.

1.4 Skráður handhafi og ábyrgð
 Aðeins er skráður einn handhafi hvers léns. Skráður handhafi ber í öllum
 tilfellum ábyrgð á greiðslu skráningargjalda.

1.5 Framsal léns
 Óheimilt er að framselja lén til þriðja aðila.

1.6 Úthlutun
 Léni er aðeins úthlutað til þeirra sem eru tengdir Internetinu. Ekki er
unnt að
 taka frá lén. Endanleg úthlutun fer fram um leið og tenging kemst á, þ.e.
þegar
 upplýsingar um nafn eru skráðar í nafnakerfi Netsins. Hafi uppsetning léns
á
 viðkomandi nafnaþjónum ekki verið framkvæmd innan 10 daga frá því að umsókn
 berst til INTIS fellur viðkomandi umsókn úr gildi.

 Léni er úthlutað ef rétt útfyllt umsókn hefur borist til INTIS og skilyrðum
 úthlutunarreglna fullnægt. Uppfylli umsókn ekki reglur um úthlutun er hún
 endursend til umsækjanda með skýringum.
 Umsækjandi þarf að sækja um lén að nýju í slíku tilfelli.

1.7 Skuldbinding umsækjanda
 Umsókn um lén skal vera undirrituð af umsækjanda eða umboðsmanni, sem til
þess
 er bær að skuldbinda umsækjandann.

1.8 Almenn ákvæði
 INTIS áskilur sér rétt til að hafna umsókn um lén falli það ekki að hefðum
og
 almennum reglum á Internetinu. Hér er átt við nöfn sem gætu valdið
misskilningi
 hjá notendum varðandi hlutverk fyrirtækis umsækjanda samanber eftirtalin
dæmi:

  Almennir TLD (Top Level Domain): net.is com.is edu.is gov.is org.is og
int.is
  Almennir gTLD (generic Top Level Domain), skv. núverandi tillögu: web.is,
  shop.is, firm.is, nom.is, arts.is og rec.is
  Nöfn þekktrar netþjónustu: usenet.is, ftp.is, www.is, who.is, telnet.is,
  irc.is, og mail.is
  Eiginnöfn: internet.is, island.is o.s.frv.
  Nöfn sem valdið geta tæknilegum vandkvæðum af ýmsum toga, svo sem
eins-stafs
  nöfn, og nöfn sem einungis innihalda tölustafi.

  Umsækjandi er eindregið hvattur til að athuga hvort umbeðið nafn er þegar
  skráð af öðrum aðila hjá Einkaleyfastofu til að firra sig hættu á að upp
komi
  deilur þegar/ef eigandi nafns tengist. INTIS getur, að undangengnum
  dómsúrskurði, þurft að umskrá umdeilt lén. Öll gögn, sem umsækjandi
framvísar
  með umsókn á léni, eru á ábyrgð umsækjanda.

  Vegna þeirra fjárhagslegu skuldbindinga sem fylgja skráningu léns verður
  umsækjandi (ef einstaklingur) og stjórnunarlegur tengiliður að vera að
  minnsta kosti 18 ára.

1.9 Ábyrgð INTIS
 INTIS undanþiggur sig fébótaábyrgð á hugsanlegu tjóni sem rakið kann að
verða
 til dráttar á afgreiðslu umsóknar um tiltekið lén eða höfnunar á skráningu
 tiltekins léns.

 Umsækjandi er eindregið hvattur til að athuga hvort umbeðið nafn er þegar
skráð
 af öðrum aðila hjá Einkaleyfastofu til að firra sig hættu á að upp komi
deilur
 þegar/ef eigandi nafns tengist. INTIS athugar ekki sjálfstætt skráningu hjá
 Einkaleyfastofu vegna umsókna um lén sem tengd eru vörumerkjum. INTIS
getur, að
 undangengnum dómsúrskurði, þurft að umskrá umdeilt lén. INTIS undanþiggur
sig
 fébótaábyrgð á hugsanlegu tjóni vegna þess.

 Öll gögn, sem umsækjandi framvísar með umsókn á léni, eru á ábyrgð
umsækjanda.


Ýmiss atriði:

2.0 Færsla léna
 Ákveði handhafi léns að breyta vistun léns ber honum að senda upplýsingar
til
 INTIS þar sem fram kemur nýr vistunarstaður ásamt öðrum breytingum sem
kunna að
 vera s.s. greiðanda. Beiðni um færslu skal senda í tölvupósti, faxi, eða
 hefðbundnum pósti.

2.1 Uppsögn á léni
 Ákveði handhafi léns að fella niður notkun á léni til frambúðar ber honum
að
 senda uppsögn til INTIS. Uppsögn skal senda í tölvupósti, faxi, eða
hefðbundnum
 pósti. Lén er þá afskráð og laust til umsóknar að nýju.

2.2 Breyting á léni - umskráning
 Vilji handhafi skráðs léns breyta nafni þess er unnt að sækja um nýtt lén
sem
 kemur í stað eldra léns. Nýtt lén lýtur sömu skilmálum um úthlutun. Við
umsókn
 skal tilgreina eldra lén og tiltaka að um umskráningu sé að ræða. Eldra lén
er
 virkt að hluta í 12 mánuði en eftir þann tíma er það laust til umsóknar að
nýju

2.3 Lén afmáð
 Sé léni ekki haldið við tæknilega, þ.e. nafnaþjónar þess ekki lengur
tengdir,
 lén vantar í skilgreinda nafnaþjóna eða lén rangt sett upp í tilgreindum
 nafnaþjónum, eða skráningargjöld ekki greidd er send viðvörun til
 stjórnunarlegs tengiliðs lénsins. Sé viðvörun ekki sinnt á viðunandi máta
innan
 30 daga frá sendingu viðvörunar er lénið afmáð. Viðvörun er send í
tölvupósti
 og ábyrgðarpósti.

2.4 Gjöld
 Stofngjald er greitt fyrir nýskráningu og síðan árgjald samkvæmt gjaldskrá
á
 hverjum tíma. Ekki er gjaldfært fyrir færslu á lénum. Umskráning á léni
hefur
 í för með sér nýskráninguÓlafur Osvaldsson
Kerfisstjóri
Internet á Íslandi hf.
Sími: 525-5291
Email: oli at isnet.is
More information about the Domain mailing list