RE: Tillaga að breytingum úthlutunarreglna .is

Halldor Kristjansson halldor at tv.is
Tue Sep 5 14:03:29 GMT 2000


Ágætu domain listamenn!

Ég fagna sérstaklega grein 1.3 sem opnar fyrir það að við eigum þó að
minnsta kosti möguleika á því að sækja um ákveðið lén sem hefur tengst okkur
í meira en 12 ár. Núverandi úthlutunarreglur hafa komið í veg fyrir það.

Ég styð því fram komna breytingu á þessari grein.

Með bestu kveðju
Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri

------------------------------------------------------------------
Ráðgjafi í upplýsingatækni, (Information Technology Consultant)
Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, 108 Reykjavík
Ísland / Iceland
Sími / Tel: (354) 520 9000; Fax: (354) 520 9009
Netfang / E-mail: halldor at tv.is; Heimasíða/URL: www.tv.is
------------------------------------------------------------------

Grein 1.3:
----------
1.3 Aðferðir við skráningu
 Hver umsækjandi getur fengið skráð 5 lén á sína kennitölu.

 Hægt er að skrá þessi 5 lén með þrennum hætti.

  a. Sem fullt nafn umsækjanda.

  b. Sem stílfært eða skammstafað nafn umsækjanda.

  c. Byggt á greinargerð sem þarf að vera lýsandi og útskýra hvers vegna
    umsækjandi ætti að fá þetta lén fram yfir aðra. Ef þessi leið er
valin
    þá er greinargerðin lögð fyrir í úthlutunardeild INTÍS sem ákveður
hvort
    greinargerð sé fullnægjandi eða ekki.

 Umsækjandi getur þó skráð aukalén umfram fyrstu 5, en öll lén umfram 5
verða að
 vera byggð á orðmerki sem skráð er í vörumerkjaskrá Einkaleyfastofu enda
 uppfylli það að öðru leyti skilyrði skráningar. Með tilvísun í skráð
vörumerki
 er hér átt við að aðili sem á skráð "MERKI" í vörumerkjaskrá getur sótt um
 lénið "MERKI.is".
 Ef ská á lén byggt á vörumerki þá þarf vörumerkið að hlýta þessum
skilyrðum:
  Vörumerki,
   ..þarf að vera þegar skráð, þ.e. umsókn um skráningu vörumerkis er ekki
    tekin gild.
   ..þarf að vera orðmerki, þ.e. myndmerki er ekki tekið gilt.

 INTIS áskilur sér rétt til að krefjast viðeigandi gagna um að skilyrði
 skráningar séu uppfyllt."

More information about the Domain mailing list