Re: [Abuse-l] Birting persónulegs tölvupósts án vitundar

Olafur Osvaldsson osvaldsson at icelandic.net
Wed Oct 5 09:56:59 UTC 2005


On 4.10.2005, at 05:52, Jón Jósef Bjarnason wrote:

>
> Hér er um að ræða að persónulegur póstur sem sendur var einum 
> manni, Ólafi
> Osvaldssyni, sé dreift um internetið.


Þarna hittirðu naglann á höfuðið, þetta er tölvupóstur beint til mín 
og sendur
mér, eftir að ég hef móttekið hann er hann mín eign og ég get gert 
hvað sem ég
vil með hann.

> Eins og glöggt má sjá sendi ég póstinn á hann persónulega með engum 
> afritum
> og ekki á póstlistann eins og þú heldur fram.


Ég sendi öll samskiptin greinilega með afriti á póstlistann eins og 
fram kom
áður, þér hefði mátt vera það ljóst að pósturinn yrði lesinn af öðrum.

> En þess utan, þarf að taka fram að efni póstlista sé birt á 
> internetinu.

Það kemur fram á síðunni þar sem fólk skráir sig á listann og er 
öllum sem
eru skráðir á listann með þá vitneskju, ef þú ert að leita eftir því 
að allir
sem reka póstlista setji heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu til þess 
að láta
alla aðra vita að þeir dreifi póstlista á inernetinu þá er það ekki 
eitthvað
sem þú getur farið fram á.

Hvar þarf annars að taka það fram og hvar segir að það _þurfi_ að 
taka það
fram?

> Sjálfur er ég með yfir 5.000 póstlista á mínum vefum, efni þeirra
> er að sjálfsögðu ekki birt á netinu enda er slíkt óvenjulegt og ber 
> því að
> upplýsa um það.

Telurðu þarna með SPAMlistana þína sem þú safnaðir saman af vefsíðum
saklausra einstaklinga og fyrirtækja?

> Ég sendi að sjálfsögðu ekki út SPAM,

Þú sendir víst út SPAM, það er eitthvað sem þú getur ekki komið þér 
undan.

> hvað þá að ég dreifi persónulegum pósti út um víðann völl það er 
> siðlaust
> og ólöglegt.

Jæja, endilega bentu mér á þá lagagrein sem segir það ólöglegt.

> Mín SPAM vörn lokar fyrir yfir 106 milljón IP tölur
> http://www.it-cons.com/spam/ þúsundir léna og póstfanga sem ég 
> birti ekki og
> síar auk þess út milli 100 og 600 SPAM pósta á dag.

Rosalega færð þú lítið SPAM...þetta nær ekki einusinni því sem er 
stoppað bara
á mitt netfang daglega.

> Þetta tekst mér að gera án þess að dreifa ásökunum eða persónulegum
> tölvupósti um internetið

Þú dreifðir SPAMi, það er staðreynd, en munurinn á þér og flestum 
hinum fíflunum
sem gera það er að þeir standa allavega ekki og þræta fyrir það sem 
er augljóst.

Ég á enga vorkunn til fyrir fólk sem sendir SPAM og ef ég fengi að 
ráða þá væri
séð ttil þess að það fólk hefði ekki nokkurn aðgang að interneti og 
sæti helst og
borðaði kex í grend við Eyrarbakka.

/Óli

>
> Kveðja
> Jón
>
> -----Original Message-----
> From: Björn Davíðsson [mailto:bjossi at snerpa.is]
> Sent: 3. október 2005 11:11
> To: jonb at it-cons.com
> Cc: postur at personuvernd.is; abuse-l at lists.isnic.is
> Subject: Re: [Abuse-l] Birting persónulegs tölvupósts án vitundar
>
>
> Sæll Jón Jósef.
>
> Ef þú hefðir skoðað hverjum öðrum hefðu verið send samskiptin um 
> leið og
> þér barst kvörtunin hefðirðu séð:
>
>
>> From: Olafur Osvaldsson [mailto:oli at isnic.is]
>> Sent: 27. mars 2005 19:47
>> To: abuse at islandssimi.is
>> Cc: jonb at it-cons.com; abuse-l at lists.isnic.is; hostmaster at
>> isnet.is Subject: (SPAM Tilkynning) nemendur.net
>>
>
> Hafandi séð að aðrir fengu afrit af póstinum, þ.m.t. kerfisstjórar hjá
> Og Vodafone og þeir sem hafa skráð sig á lista yfir umræðu og 
> kvartanir
> vegna (meintra) ólöglegra tölvupóstsendinga þá hefði þér verið í lófa
> lagið að fara fram á að samskiptin væru í trúnaði og ekki send öðrum.
>
> Þú kaust hinsvegar að ónáða fjöldann allan af fólki með ruslpósti og
> þeir sem t.d. vinna við að vernda notendur netveitna gegn honum hafa
> eðlilega hagsmuni af því að vita af stöðu mála. Þess vegna senda þeir
> hvorum öðrum afrit á opinberum póstlista og geta þ.a.l. brugðist við
> aðstæðum, t.d. þegar sá sem sendir ruslpóst þykist ekki skilja 
> lögin og
> notkunarskilmála netveitu sinnar.
>
>
>> Isnic birtir án þess að ég hafði um það hugmynd, persónulegan póst 
>> sem
>> ég sendi þeim.
>> Hér er dæmi:
>> http://lists.isnic.is/pipermail/abuse-l/2005-March/000047.html
>>
>> Hvergi var þess getið, að þessar tölvupóstsendingar, sem sendar eru
>> til einstaklinga hjá Isnic, yrðu birtar á netinu, ....
>>
>
> Þú sendir ekki einstaklingi hjá Isnic póst, heldur svaraðir þú
> tölvupósti sem var greinilega merktur viðtakendum, þ.m.t. póstlistanum
> abuse-l sem einnig er aðgegnilegur á vefnum.
>
> Meðal viðtakenda var abuse-l at lists.isnic.is sem ekki er erfitt 
> að sjá
> að er póstlisti. Enda virðist sem þú hafir gert þér grein fyrir þessu
> sem er væntanlega forsenda fyrir því að þú ert að senda þennan póst 
> nú.
>
> Hvergi í póstinum sem þú sendir tekur þú fram að um persónulegan 
> póst sé
> að ræða og/eða beri að skoða hann sem trúnaðarmál sem hefði verið
> eðlilegt ef þú vildir forðast að afrit af svari væri sent á 
> póstlistann.
>
> Í þessum pósti sem þú sendir Persónuvernd, tekur þú ekki fram að 
> hann sé
> einnig til birtingar á netinu, sbr. þennan link:
> http://lists.isnic.is/pipermail/abuse-l/2005-September/000050.html
More information about the Abuse-l mailing list