RE: [Abuse-l] Birting persónulegs tölvupósts án vitundar

Björn Davíðsson bjossi at snerpa.is
Tue Oct 4 08:59:44 UTC 2005


Sæll aftur Jón Jósef.

> Hér er um að ræða að persónulegur póstur sem sendur var einum manni,
> Ólafi Osvaldssyni, sé dreift um internetið.
> Eins og glöggt má sjá sendi ég póstinn á hann persónulega með engum
> afritum og ekki á póstlistann eins og þú heldur fram.

Ég hélt því ekki fram. Ég hélt því fram að í þessum tilteknu samskiptum
hefði þér mátt vera ljóst að Ólafur sendir afrit á listann enda kom efni
þeirra (meintar spam-sendingar frá þér) fleirum en honum við.

> En þess utan, þarf að taka fram að efni póstlista sé birt á
> internetinu.

Nei. Reyndar er vísað til þess samt sem áður - en einungis á pósti sem
dreift er með póstlistanum.

> Sjálfur er ég með yfir 5.000 póstlista á mínum vefum, efni þeirra er
> að sjálfsögðu ekki birt á netinu enda er slíkt óvenjulegt og ber því
> að upplýsa um það.

Nei. Það er ekki óvenjulegt að birta efni póstlista á vefnum. Ekki síðan
ca. 1994.

> Mín SPAM vörn lokar fyrir yfir 106 milljón IP tölur
> http://www.it-cons.com/spam/ þúsundir léna og póstfanga sem ég birti
> ekki og síar auk þess út milli 100 og 600 SPAM pósta á dag.

Vá! - plögg plögg... - ef þú vilt í alvöru pissukeppni þá hafnar Snerpa
yfir 600 spam-póstum á klukkutíma. :-)

PS: Þið hjá Persónuvernd fáið ekki fleiri afrit frá mér, þið getið
    skráð ykkur á abuse-l listann ef þið viljið ekki missa af
    svona 'persónulegum' samskiptum :-)
    Uppl. á: http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/abuse-l

kk,
-bd-
--
=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-==-=-=-=-=
Bjorn Davidsson - R&D dept.     Skype: bjossi_lt
Snerpa ISP - Isafjordur, Iceland.  Tel: 520-4000
bjossi at snerpa.is - www.snerpa.is - GSM: 840-4008
Linux user # 18150 - counter.li.org


More information about the Abuse-l mailing list