[Abuse-l] Re: ÁRÍÐANDI: skráning á rix.is í leitarvél leit.is

Olafur Osvaldsson oli at isnic.is
Thu Jan 29 09:18:57 GMT 2004


Stígur,
Þú svarar ekki spurningunni sem ég lagði fram og tel ég líklegt
að þú hafir ekkert svar við henni.

Þetta er SPAM og ekkert annað og munum við loka á tölvupóstsendingar
frá ykkur í samræmi við það.
Ef þú þarft nánari útskýringu á því hvað SPAM er þá skaltu fara í
einhverja leitarvél (t.d. www.google.com) sem virkar og leita að
SPAM og UCE.

/Óli

Þann 29. janúar 2004, ritaði Stígur Þórhallsson eitthvað á þessa leið:

> Sæll Ólafur,
> 
> Við biðjumst aðeins um svar, við því hvort þið viljið hafa www.rix.is áfram í leitarvélinni. Ef þið viljið það, þá er gjaldið 5.990 kr. Per ár.
> 
> Þakka þér fyrir bréfið, við lítum ekki á að þetta hafi verið ruslpóstur sem við sendum ykkur.
> 
> Kveðja, 
> 
> Stígur Þórhallsson | vefstjóri leit.is
> 
> ===============================
> Leit.is ehf.
> Sími: 588 7252
> GSM sími: 864 0907
> Email: stigur at leit.is
> ===============================
> 
> 
> 
> 
> -----Original Message-----
> From: Olafur Osvaldsson [mailto:oli at isnic.is] 
> Sent: 28. janúar 2004 13:02
> To: Þjónustusíður leit.is
> Cc: rix at rix.is
> Subject: Re: ÁRÍÐANDI: skráning á rix.is í leitarvél leit.is
> 
> Jæja, vinsamlega upplýsið afhverju rix.is er skráð í leit.is, þ.e. hver skráði, hvenær og samþykkti sá aðili svona sendingar?
> 
> Vinsamlega athugið að ISNIC lokar á móttöku tölvupósts frá þeim aðilum sem ítrekað senda SPAM á fyrirtækið.
> 
> /Óli
> 
> Þann 28. janúar 2004, ritaði leit.is eitthvað á þessa leið:
> 
> >                     
> > 
> >     Skráning á léninu rix.is í leitargrunn   Mikilvæg atriði !
> >     leit.is árið 2004
> >                           Innifalið í
> >     Frá 1. janúar 2004, verður tekið hógvært  skráningu rix.is í
> >     gjald fyrir skráningu léna í leitarvél   leitargrunn leit.is
> >     leit.is                   Tenging rix.is við
> >     Gjaldið verður kr. 5.990 (án vsk), fyrir  2 leitarorð í heilt
> >     almanaksár.                 ár (almanaksárið).
> >     Til að staðfesta skráningu skal smella á  rix.is birtist
> >     græna takkann hér fyrir neðan.       ofarlega á
> >     ATH! nauðsynlegt er að svara þessu bréfi  niðurstöðusíðum
> >     sem fyrst.                 þegar leitað er
> >     Þetta gjald á aðeins við vefi sem reknir í eftir völdum orðum.
> >     atvinnuskyni (fyrirtæki, stofnanir,     Allt að 100 skjöl
> >     netverslanir og vefir sem selja       (documents) skráð í
> >     auglýsingar).                leitargrunn
> >     ATH! Þeir sem skráðir eru á Þjónustusíður  leit.is, 1 lén.
> >     leitar eða í Landsbyggðina eru undanþegnir
> >     grunngjaldi, þar sem grunnskráning er    Mikilvægir atriði
> >     innifalin í hinum gjöldunum. Látið okkur  varðandi leit.is
> >     vita ef lénið þitt fellur undir þessa    Netverjar leita á
> >     skilgreiningu með því að senda okkur póst á leit.is yfir 12
> >     thjon at leit.is                milljón sinnum á
> >                           ári
> >                           Yfir 40.000
> >                           netverjar skoða
> >     Ef þú getur ekki séð takkana hér fyrir ofan leit.is á hverjum
> >     þá geturðu smellt á http://         degi (Samræmd
> >     samningur.leit.is/nyskraning/1.aspx til að vefmæling)
> >     viðhalda skráningu rix.is í leitargrunninum Netverjar skoða
> >     eða ýtt á http://samningur.leit.is/     yfir 11 milljón
> >     nyskraning/0.aspx til að afskrá lénið úr  síður útfrá
> >     leitargrunninum               niðurstöðum leit.is
> >                           á ári hverju
> >     Þetta bréf var ætlað rix at rix.is vegna
> >     lénsins rix.is. Ef þú ert ekki réttur
> >     tengiliður v/ lénssins rix.is vinsamlegast
> >     látið okkur vita (thjon at leit.is. Ef þú
> >     veist hver réttur tengiliður er - endilega
> >     áframsendu þetta bréf til þess aðila.)
> > 


-- 
Ólafur Osvaldsson
Kerfisstjóri
Internet á Íslandi hf.
Sími: 525-5291
Email: oli at isnic.isMore information about the Abuse-l mailing list