Re: [Abuse-l] [Fwd: Ný þjónusta: Netgallerí! ] meira spam.

Guðbjörn S. Hreinsson gsh at centrum.is
Mon Feb 2 08:34:16 GMT 2004


Ciao,

> > Sendi þeim einfalda aðvörun eins og ég geri einu sinni (því við næsta spam hætti ég að
> > taka við pósti) við alla sem spamma frá .is lénum, en ég spyr....hversu lengi eigum
> > við að standa í því?  Hví ekki bara að blokka póst frá þessum mislukkuðu einstaklingum
> > við fyrsta brot og sjá hvort að menn læra ekki eitthvað á því ? og þá meina ég að
> > allir ISP'ar hér á .is taki sig saman og geri það allir í einu...?
> 
> Hins vegar er ég alls ekki svo frábitinn þeirri hugmynd að loka á dót eins og galleri.is
> við fyrsta brot.  Kannski það kenni þessu liði.

Þetta er alls ekki góð hugmynd. Þetta væru eðlileg viðbrögð reiðs netnotenda 
yfir öllu þessu flæði spampósts en alls ekki eðlileg viðbrögð kerfisstjóra sem 
tekur faglega á málunum. Þetta er allavega mín skoðun, þó maður haldi oft 
við fyrstu sýn að þetta sé algjör a***ole þá má maður ekki sleppa sér. Við 
erum ekki í lögregluhlutverki en við höfum nánast lögregluvald og verðum að 
höndla það á ábyrgan máta. Hvað haldið þið að lögreglumenn þurfi oft að taka 
á svipuðum aðstæðum á liðlegan hátt sbr. fylliraftar og röflarar og ... Ef lögreglan 
færi að þekkjast sem einhverjir nasistar (sem unglingar raunar virðast alltaf halda 
en það má ekki andmæla unglingum hvort sem er án þess að lenda í þeim flokki) 
þá yrðu störf þeirra fljótlega margfalt erfiðari. 

Langbest er að hafa góða notendaskilmála með skýrum reglum og ákvæðum 
vegna brota.

Ísak, þú hefur líklega sent skeyti á notandann sjálfan en hvað með ISPann 
sjálfann? Það hefur oft mjög góð áhrif.


mbk,
-GSHMore information about the Abuse-l mailing list