Góðan daginn,
Vegna lista Samræmdar vefmælingar sem birtur er í dag, 24. ágúst skal benda á að tölur visir.is hafa verið fjarlægðar vegna brota á reglum. Teljarakóði visir.is rataði inn á síður Blogcentral.is, en vefirnir voru áður taldir saman þar til reglunum var breytt. Búið var að taka út mælinguna á Blogcentral, en var svo skyndilega sett inn aftur 21. ágúst.
Olli þetta mikilli notendafjölgun hjá visir.is og þar sem þetta er skýrt reglubrot og hafði verið tekið á áður var talið rétt að draga birtinguna til baka og fjarlægja tölur visir.is af listanum. Þar til teljarakóðinn hefur verið tekinn út af síðum Blogcentral mun visir.is ekki birtast á listanum.
kv. Einar Halldórsson Internet á Íslandi hf. - Modernus