Ágætu félagar,
Þótt flestir ykkar hafi sennilega frétt nú þegar fannst okkur viðeigandi að láta ykkur vita hér líka. Afsakanir til þeirra sem fá þetta í tveimur eintökum.
Í siðustu viku var áralöngu baráttumáli ISNIC loksins landað með uppsetningu á K-rótarþjóni RIPE ("anycast instance") við RIX. Margir af þeim sem tengdir eru RIX hafa þegar gengið frá samtengingu, og aðrir að vinna í því. -- Menn geta notað CAOS RR til að prófa hvar þeirra K-root er niðurkomin: dig +norec @k.root-servers.net chaos txt id.server (sést reyndar líka á ping rtt :-)
Læt hér fylgja fréttatilkynningu frá ISNIC/RIPE sem send verður fjölmiðlum í tilefni þessa:
-- Marius
---------------------------
Fréttatilkynning
K-rótarþjónn settur upp á Íslandi.
Þann 14. október sl. luku RIPE NCC (Réseaux IP Européens Network Coordination Centre) og Internet á Íslandi hf. (ISNIC) við að setja upp spegileintak ("mirror instance") af einum af rótarnafnaþjónum Netsins. Þetta eintak er sett upp við skiptipunkt íslenskrar netumferðar (RIX - Reykavík Internet Exchange) í Tæknigarði við Dunhaga.
Rótarnafnaþjónn K er einn af 13 rótarnafnaþjónum Netsins sem sjá um að vísa uppflettingum léna á Netinu rétta leið. Þessir þjónar eru þannig mikilvægur grunnþáttur í virkni netsamskipta í heiminum. Rótarnafnaþjónarnir mynda miðhluta lénakerfis Netsins (DNS) sem notað er til að varpa nöfnum sem menn nota almennt yfir í hin eiginlegu vistföng á netinu sem tölvur og hugbúnaður nota til að komast leiðar sinnar.
K þjónninn í Reykjavík er nýjasta eintakið af þeim sem RIPE NCC hefur sett upp undanfarið. Til að dreifa þessum eintökum um heiminn er notuð ný IP tækni (IP fjölvarp, "anycasting"). Með þessu móti fæst mjög örugg og dreifð tenging, sem er ónæmari fyrir ýmsum tegundum rekstartruflana, heldur en hefðbundnari leiðir til að tryggja rekstraröryggi.
Vegna tenginga Íslands við umheiminn, er sérlega mikilvægt fyrir netrekstraraðila hér á landi að hafa greiðan aðgang að a.m.k einum rótarþjóni. Eðli þessarar tækni er þannig að missi menn alveg samband við alla rótarþjóna, verður að lokum einnig erfiðleikum bundið að hafa samband innanlands. ISNIC hefur þvi unnið að undirbúningi þess að fá eintak af rótarþjóni til landsins í tvö ár. K þjónninn varð fyrir valinu og sem fyrr segir lauk þeirri vinnu með uppsetingu hans við RIX.
RIPE NCC hefur rekið K þjóninn í London síðan 1997, og síðan 2003 hafa verið sett upp eintök af K í Amsterdam, Frankfurt, Aþenu, Doha og Mílanó, og nú síðast í Reykjavík.
Frekari upplýsingar um K rótarþjóninn má finna á http:/k.root-servers.org/, um RIPE NCC á http://ripe.net/, um Internet á Íslandi (ISNIC) á http://isnic.is/ og um Reykjavík Internet Exchange (RIX) á http://rix.is/.
---------------------------
Sæl,
Langaði að athuga viðbrögð og fá fram umræðu um það hvort menn telji að sú krafa um að lén undir .is þurfi að taka á móti póst fyrir postmaster sé enn réttmæt?
Í dag geta menn verið að skrá lén í allt öðrum tilgangi heldur en að taka á móti pósti á því léni, hvað þá postmaster frekar en öðrum netföngum.
Í dag eru menn almennt (?) að leita uppi tengiliði eftir öðrum leiðum heldur en að senda póst blint á postmaster@<lén>, hægt er að notast við tengiliði sem eru skráðir í whois fyrir lénið, vegna ip talna póstþjóna eða á öðrum listum/vefum á netinu.
Mér finnst það frekar dapurt að þurfa að skilgreina MX færslur fyrir lén og síðan hafna öllum pósti sem kemur inn nema það sem kemur á postmaster.
Það væri líka mun skilvirkara að setja inn SPF færslur sem tilgreina að það eigi enginn póstur að koma frá þessi léni (ég ætla ekki að vekja upp umræður um spf, csv eða annað marid tengt).
Eitthvað sem mælir á móti því að sleppa þessarri kröfu í dag?
mbk, -GSH
Sælir,
Það er mitt álit, að krafan um postmaster@<lén> sé enn þá réttmæt. Það gerist stundum að aðrar leiðir eru ekki aðgengilegar, t.d. netföng í whois eða þau sem finnast á netinu virka alls ekki. Hef tekið eftir því að mörg fyrirtæki skilgreina oft í whois sérstakan starfsmann sem á að sjá um tengd mál en þau munu ekkert virka ef að starfsmaðurinn vinnur ekki lengur fyrir fyrirtækið.
Segjum t.d. að starfsmaðurinn A Jónsson vinni hjá fyrirtækinu Banani hf (enga hugmynd hvort að fyrirtækið sé til eða ekki) sem á banani.is og þeir skrá í whois að ajonsson@banani.is sjái um þetta. Síðan gerist að A Jónsson hættir hjá fyrirtækinu en þeir gleyma að breyta þessu. Þeir sem þurfa að hafa samband og nota netfangið sem þeir fengu frá whois upplýsingunum, fá engin villuskilaboð þar sem netfangið er enn þá virkt en A Jónsson er hættur að kíkja á það. Sá sem sendir póstinn veit ekkert hvort að einhver las póstinn og nýr umsjónarmaður kerfissins hjá Banani hf. mun ekkert vita hvað var sent. Þetta myndi ekki gerast ef að A Jónsson hefði látið birta postmaster@banani.is í upphafi.
Álit mitt er því að postmaster@<lén> er því miklu fýsilegra en "custom" netföng en þó er í lagi að blanda þessu saman og láta t.d. postmaster forwardast á þá sem sjá um póstinn. Auk þess er alltaf gott að hafa eitt netfang sem maður veit að virkar í staðinn fyrir að þurfa að fletta því sífellt upp. Bara til að bæta við umræðuna, þá finnst mér að fyrirtæki eigi ekkert að setja netföng starfsmanna beint í whois eða aðrar samskiptaleiðir, heldur láta föstu netföngin forwarda póstinum á viðkomandi starfsmann eða láta alltaf viðkomandi starfsmann fá lykilorðið fyrir póstboxið (sem að er alltaf breytt eftir að starfsmaður sem hefur aðgang að því hættir hjá fyrirtækinu). Starfsmenn myndu samt sem áður hafa sér netföng ef fólki langar að hafa samband við þá beint án afskipta vinnufélaganna.
Hægt væri að forðast að þurfa að setja MX færslu fyrir lén, ef það væri hægt að skilgreina í DNS færslu hver sér um jafngildi postmaster fyrir lénið ef netfangið er undir öðru léni. Sú aðferð myndi samt krefjast breytinga á núverandi staðli svo best ég veit, en ég efast um að þeir taki þetta inn bara sí svona.
Með kveðju, Svavar Lúthersson (svavarl@stuff.is)
----- Original Message ----- From: "Guðbjörn S. Hreinsson" gsh@centrum.is To: domain@isnic.is Sent: Sunday, February 27, 2005 4:34 PM Subject: [Domain] postmaster kröfur vegna léna undir .is
Sæl,
Langaði að athuga viðbrögð og fá fram umræðu um það hvort menn telji að sú krafa um að lén undir .is þurfi að taka á móti póst fyrir postmaster sé enn réttmæt?
Í dag geta menn verið að skrá lén í allt öðrum tilgangi heldur en að taka á móti pósti á því léni, hvað þá postmaster frekar en öðrum netföngum.
Í dag eru menn almennt (?) að leita uppi tengiliði eftir öðrum leiðum heldur en að senda póst blint á postmaster@<lén>, hægt er að notast við tengiliði sem eru skráðir í whois fyrir lénið, vegna ip talna póstþjóna eða á öðrum listum/vefum á netinu.
Mér finnst það frekar dapurt að þurfa að skilgreina MX færslur fyrir lén og síðan hafna öllum pósti sem kemur inn nema það sem kemur á postmaster.
Það væri líka mun skilvirkara að setja inn SPF færslur sem tilgreina að það eigi enginn póstur að koma frá þessi léni (ég ætla ekki að vekja upp umræður um spf, csv eða annað marid tengt).
Eitthvað sem mælir á móti því að sleppa þessarri kröfu í dag?
mbk, -GSH
_______________________________________________ Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain
Það er mitt álit, að krafan um postmaster@<lén> sé enn þá réttmæt. Það gerist stundum að aðrar leiðir eru ekki aðgengilegar, t.d. netföng í whois eða þau sem finnast á netinu virka alls ekki. Hef tekið eftir því að mörg fyrirtæki skilgreina oft í whois sérstakan starfsmann sem á að sjá um tengd mál en þau munu ekkert virka ef að starfsmaðurinn vinnur ekki lengur fyrir fyrirtækið.
Í því tilviki er varla líklegt að postmaster virki?
Álit mitt er því að postmaster@<lén> er því miklu fýsilegra en "custom" netföng en þó er í lagi að blanda þessu saman og láta t.d. postmaster forwardast á þá sem sjá um póstinn. Auk þess er alltaf gott að hafa eitt netfang sem maður veit að virkar í staðinn fyrir að þurfa að fletta því sífellt upp. Bara til að bæta við umræðuna, þá finnst mér að fyrirtæki eigi ekkert að setja netföng starfsmanna beint í whois eða aðrar samskiptaleiðir, heldur láta föstu netföngin forwarda póstinum á viðkomandi starfsmann eða láta alltaf viðkomandi starfsmann fá lykilorðið fyrir póstboxið (sem að er alltaf breytt eftir að starfsmaður sem hefur aðgang að því hættir hjá fyrirtækinu). Starfsmenn myndu samt sem áður hafa sér netföng ef fólki langar að hafa samband við þá beint án afskipta vinnufélaganna.
Ekkert sem hindrar aðila í að birta postmaster sem tengiliða netfang.
Hægt væri að forðast að þurfa að setja MX færslu fyrir lén, ef það væri hægt að skilgreina í DNS færslu hver sér um jafngildi postmaster fyrir lénið ef netfangið er undir öðru léni. Sú aðferð myndi samt krefjast breytinga á núverandi staðli svo best ég veit, en ég efast um að þeir taki þetta inn bara sí svona.
Efast um að dns væri rétta leiðin. Whois er þarna einmitt til þess. -GSH
Sælir aftur,
"Í því tilviki er varla líklegt að postmaster virki?" - Var að tala um þessi "custom" netföng önnur en postmaster.
"Ekkert sem hindrar aðila í að birta postmaster sem tengiliða netfang." - Það sem mér finnst pirrandi er þegar aðilarnir gera það ekki. Hvað er svona erfitt við að stofna postmaster netfang fyrir lénið sem að forwardar síðan póstinum á alla viðkomandi starfsmenn? Þá þarf engu að breyta í whois, Isnic eða öðrum samskiptaleiðum þegar einhver nýr tekur við stöðunni, eingöngu breyta forwardinu á póstþjóninum þegar þarf. Hversu margir eru með það á áætlun sinni að líta yfir whois upplýsingar og breyta þeim ef þörf er á, þegar þeir taka við nýrri stöðu í fyrirtæki? T.d. eru netföngin abuse, www og hostmaster í víðri notkun og ég held að þau reynist ágætlega. Það tekur miklu styttri tíma að breyta forwardi á netfangi en að breyta t.d. whois upplýsingum, vefupplýsingum, tilkynningar til annara starfsmanna og svo framvegis.
"Efast um að dns væri rétta leiðin. Whois er þarna einmitt til þess." - Whois er fínt ef að það væri alltaf breytt (sjá að ofan). En þarna var ég að hugsa um sparnaðinn fyrir þig ef þú værir að búa til nýja zone skrá og þurfa bara að skilgreina eina færslu eins og þú nefndir áður og þá þyrftirðu ekkert að skilgreina MX færslu og síðan setja upp póstþjóninn þegar þú getur bara gert eina línu og þetta væri komið. Það væri kannski hægt að setja í staðlanna færslu sem héti "postmaster" og hún væri skilgreind með postmaster@<annað_lén> og öllum postmaster pósti væri beint þangað.
Kannski betra að fá álit hinna á listanum áður en við ræðum þetta nánar...
Með kveðju, Svavar Lúthersson (svavarl@stuff.is)
----- Original Message ----- From: "Guðbjörn S. Hreinsson" gsh@centrum.is To: "'Svavar Lúthersson'" svavarl@stuff.is; domain@isnic.is Sent: Sunday, February 27, 2005 5:54 PM Subject: RE: [Domain] postmaster kröfur vegna léna undir .is
Það er mitt álit, að krafan um postmaster@<lén> sé enn þá réttmæt. Það gerist stundum að aðrar leiðir eru ekki aðgengilegar, t.d. netföng í whois eða þau sem finnast á netinu virka alls ekki. Hef tekið eftir því að mörg fyrirtæki skilgreina oft í whois sérstakan starfsmann sem á að sjá um tengd mál en þau munu ekkert virka ef að starfsmaðurinn vinnur ekki lengur fyrir fyrirtækið.
Í því tilviki er varla líklegt að postmaster virki?
Álit mitt er því að postmaster@<lén> er því miklu fýsilegra en "custom" netföng en þó er í lagi að blanda þessu saman og láta t.d. postmaster forwardast á þá sem sjá um póstinn. Auk þess er alltaf gott að hafa eitt netfang sem maður veit að virkar í staðinn fyrir að þurfa að fletta því sífellt upp. Bara til að bæta við umræðuna, þá finnst mér að fyrirtæki eigi ekkert að setja netföng starfsmanna beint í whois eða aðrar samskiptaleiðir, heldur láta föstu netföngin forwarda póstinum á viðkomandi starfsmann eða láta alltaf viðkomandi starfsmann fá lykilorðið fyrir póstboxið (sem að er alltaf breytt eftir að starfsmaður sem hefur aðgang að því hættir hjá fyrirtækinu). Starfsmenn myndu samt sem áður hafa sér netföng ef fólki langar að hafa samband við þá beint án afskipta vinnufélaganna.
Ekkert sem hindrar aðila í að birta postmaster sem tengiliða netfang.
Hægt væri að forðast að þurfa að setja MX færslu fyrir lén, ef það væri hægt að skilgreina í DNS færslu hver sér um jafngildi postmaster fyrir lénið ef netfangið er undir öðru léni. Sú aðferð myndi samt krefjast breytinga á núverandi staðli svo best ég veit, en ég efast um að þeir taki þetta inn bara sí svona.
Efast um að dns væri rétta leiðin. Whois er þarna einmitt til þess. -GSH
Miðað við áttina sem þessi umræða er komin út í þá vildi ég benda Svavari á að það er hægt að skrá Role object sem tengilið við (alla afaik) tengiliði léns.
Varðandi topicið, er ég sammála Guðbirni. Mörg lén sem eru skráð í dag hafa aldrei verið hugsuð til póstsendinga eða móttöku og miðað við magn pósts sem að væri rejectað, þá held að það mætti frekar bara sleppa MX recordi *og málið er dautt* eins og einhver sagði.
kv, -soffi-
Svavar Lúthersson wrote:
Sælir aftur,
"Í því tilviki er varla líklegt að postmaster virki?"
- Var að tala um þessi "custom" netföng önnur en postmaster.
"Ekkert sem hindrar aðila í að birta postmaster sem tengiliða netfang."
- Það sem mér finnst pirrandi er þegar aðilarnir gera það ekki. Hvað
er svona erfitt við að stofna postmaster netfang fyrir lénið sem að forwardar síðan póstinum á alla viðkomandi starfsmenn? Þá þarf engu að breyta í whois, Isnic eða öðrum samskiptaleiðum þegar einhver nýr tekur við stöðunni, eingöngu breyta forwardinu á póstþjóninum þegar þarf. Hversu margir eru með það á áætlun sinni að líta yfir whois upplýsingar og breyta þeim ef þörf er á, þegar þeir taka við nýrri stöðu í fyrirtæki? T.d. eru netföngin abuse, www og hostmaster í víðri notkun og ég held að þau reynist ágætlega. Það tekur miklu styttri tíma að breyta forwardi á netfangi en að breyta t.d. whois upplýsingum, vefupplýsingum, tilkynningar til annara starfsmanna og svo framvegis.
"Efast um að dns væri rétta leiðin. Whois er þarna einmitt til þess."
- Whois er fínt ef að það væri alltaf breytt (sjá að ofan). En þarna
var ég að hugsa um sparnaðinn fyrir þig ef þú værir að búa til nýja zone skrá og þurfa bara að skilgreina eina færslu eins og þú nefndir áður og þá þyrftirðu ekkert að skilgreina MX færslu og síðan setja upp póstþjóninn þegar þú getur bara gert eina línu og þetta væri komið. Það væri kannski hægt að setja í staðlanna færslu sem héti "postmaster" og hún væri skilgreind með postmaster@<annað_lén> og öllum postmaster pósti væri beint þangað.
Kannski betra að fá álit hinna á listanum áður en við ræðum þetta nánar...
Með kveðju, Svavar Lúthersson (svavarl@stuff.is)
----- Original Message ----- From: "Guðbjörn S. Hreinsson" gsh@centrum.is To: "'Svavar Lúthersson'" svavarl@stuff.is; domain@isnic.is Sent: Sunday, February 27, 2005 5:54 PM Subject: RE: [Domain] postmaster kröfur vegna léna undir .is
Það er mitt álit, að krafan um postmaster@<lén> sé enn þá réttmæt. Það gerist stundum að aðrar leiðir eru ekki aðgengilegar, t.d. netföng í whois eða þau sem finnast á netinu virka alls ekki. Hef tekið eftir því að mörg fyrirtæki skilgreina oft í whois sérstakan starfsmann sem á að sjá um tengd mál en þau munu ekkert virka ef að starfsmaðurinn vinnur ekki lengur fyrir fyrirtækið.
Í því tilviki er varla líklegt að postmaster virki?
Álit mitt er því að postmaster@<lén> er því miklu fýsilegra en "custom" netföng en þó er í lagi að blanda þessu saman og láta t.d. postmaster forwardast á þá sem sjá um póstinn. Auk þess er alltaf gott að hafa eitt netfang sem maður veit að virkar í staðinn fyrir að þurfa að fletta því sífellt upp. Bara til að bæta við umræðuna, þá finnst mér að fyrirtæki eigi ekkert að setja netföng starfsmanna beint í whois eða aðrar samskiptaleiðir, heldur láta föstu netföngin forwarda póstinum á viðkomandi starfsmann eða láta alltaf viðkomandi starfsmann fá lykilorðið fyrir póstboxið (sem að er alltaf breytt eftir að starfsmaður sem hefur aðgang að því hættir hjá fyrirtækinu). Starfsmenn myndu samt sem áður hafa sér netföng ef fólki langar að hafa samband við þá beint án afskipta vinnufélaganna.
Ekkert sem hindrar aðila í að birta postmaster sem tengiliða netfang.
Hægt væri að forðast að þurfa að setja MX færslu fyrir lén, ef það væri hægt að skilgreina í DNS færslu hver sér um jafngildi postmaster fyrir lénið ef netfangið er undir öðru léni. Sú aðferð myndi samt krefjast breytinga á núverandi staðli svo best ég veit, en ég efast um að þeir taki þetta inn bara sí svona.
Efast um að dns væri rétta leiðin. Whois er þarna einmitt til þess. -GSH
Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain
Reyndar gera mail RFC ráð fyrir því að ef ekkert MX record er fyrir hendi þá eigi vél sem A recordið fyrir domainið vísar á, að taka við póstinum ef ég man rétt. Það gera allar reglur ráð fyrir því að bæði postmaster@domain og abuse@domain séu alltaf til. Það er bara standard procedure hjá mér á vefhýsingarþjónunum að búa til alias fyrir postmaster og abuse á nýjum domainum, sem bendir á postmaster og abuse hjá hýsingaraðilanum, sem svo aftur eru aliasar á mig.
Baldur
On Mon, Feb 28, 2005 at 08:23:17AM +0000, Kristinn Soffanias Runarsson wrote:
Miðað við áttina sem þessi umræða er komin út í þá vildi ég benda Svavari á að það er hægt að skrá Role object sem tengilið við (alla afaik) tengiliði léns.
Varðandi topicið, er ég sammála Guðbirni. Mörg lén sem eru skráð í dag hafa aldrei verið hugsuð til póstsendinga eða móttöku og miðað við magn pósts sem að væri rejectað, þá held að það mætti frekar bara sleppa MX recordi *og málið er dautt* eins og einhver sagði.
kv, -soffi-
Svavar Lúthersson wrote:
Sælir aftur,
"Í því tilviki er varla líklegt að postmaster virki?"
- Var að tala um þessi "custom" netföng önnur en postmaster.
"Ekkert sem hindrar aðila í að birta postmaster sem tengiliða netfang."
- Það sem mér finnst pirrandi er þegar aðilarnir gera það ekki. Hvað
er svona erfitt við að stofna postmaster netfang fyrir lénið sem að forwardar síðan póstinum á alla viðkomandi starfsmenn? Þá þarf engu að breyta í whois, Isnic eða öðrum samskiptaleiðum þegar einhver nýr tekur við stöðunni, eingöngu breyta forwardinu á póstþjóninum þegar þarf. Hversu margir eru með það á áætlun sinni að líta yfir whois upplýsingar og breyta þeim ef þörf er á, þegar þeir taka við nýrri stöðu í fyrirtæki? T.d. eru netföngin abuse, www og hostmaster í víðri notkun og ég held að þau reynist ágætlega. Það tekur miklu styttri tíma að breyta forwardi á netfangi en að breyta t.d. whois upplýsingum, vefupplýsingum, tilkynningar til annara starfsmanna og svo framvegis.
"Efast um að dns væri rétta leiðin. Whois er þarna einmitt til þess."
- Whois er fínt ef að það væri alltaf breytt (sjá að ofan). En þarna
var ég að hugsa um sparnaðinn fyrir þig ef þú værir að búa til nýja zone skrá og þurfa bara að skilgreina eina færslu eins og þú nefndir áður og þá þyrftirðu ekkert að skilgreina MX færslu og síðan setja upp póstþjóninn þegar þú getur bara gert eina línu og þetta væri komið. Það væri kannski hægt að setja í staðlanna færslu sem héti "postmaster" og hún væri skilgreind með postmaster@<annað_lén> og öllum postmaster pósti væri beint þangað.
Kannski betra að fá álit hinna á listanum áður en við ræðum þetta nánar...
Með kveðju, Svavar Lúthersson (svavarl@stuff.is)
----- Original Message ----- From: "Guðbjörn S. Hreinsson" gsh@centrum.is To: "'Svavar Lúthersson'" svavarl@stuff.is; domain@isnic.is Sent: Sunday, February 27, 2005 5:54 PM Subject: RE: [Domain] postmaster kröfur vegna léna undir .is
Það er mitt álit, að krafan um postmaster@<lén> sé enn þá réttmæt. Það gerist stundum að aðrar leiðir eru ekki aðgengilegar, t.d. netföng í whois eða þau sem finnast á netinu virka alls ekki. Hef tekið eftir því að mörg fyrirtæki skilgreina oft í whois sérstakan starfsmann sem á að sjá um tengd mál en þau munu ekkert virka ef að starfsmaðurinn vinnur ekki lengur fyrir fyrirtækið.
Í því tilviki er varla líklegt að postmaster virki?
Álit mitt er því að postmaster@<lén> er því miklu fýsilegra en "custom" netföng en þó er í lagi að blanda þessu saman og láta t.d. postmaster forwardast á þá sem sjá um póstinn. Auk þess er alltaf gott að hafa eitt netfang sem maður veit að virkar í staðinn fyrir að þurfa að fletta því sífellt upp. Bara til að bæta við umræðuna, þá finnst mér að fyrirtæki eigi ekkert að setja netföng starfsmanna beint í whois eða aðrar samskiptaleiðir, heldur láta föstu netföngin forwarda póstinum á viðkomandi starfsmann eða láta alltaf viðkomandi starfsmann fá lykilorðið fyrir póstboxið (sem að er alltaf breytt eftir að starfsmaður sem hefur aðgang að því hættir hjá fyrirtækinu). Starfsmenn myndu samt sem áður hafa sér netföng ef fólki langar að hafa samband við þá beint án afskipta vinnufélaganna.
Ekkert sem hindrar aðila í að birta postmaster sem tengiliða netfang.
Hægt væri að forðast að þurfa að setja MX færslu fyrir lén, ef það væri hægt að skilgreina í DNS færslu hver sér um jafngildi postmaster fyrir lénið ef netfangið er undir öðru léni. Sú aðferð myndi samt krefjast breytinga á núverandi staðli svo best ég veit, en ég efast um að þeir taki þetta inn bara sí svona.
Efast um að dns væri rétta leiðin. Whois er þarna einmitt til þess. -GSH
Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain
Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain
Sælir,
Svavar Lúthersson, Sun, Feb 27, 2005 at 06:25:54PM -0000 :
Sælir aftur,
"Í því tilviki er varla líklegt að postmaster virki?"
- Var að tala um þessi "custom" netföng önnur en postmaster.
"Ekkert sem hindrar aðila í að birta postmaster sem tengiliða netfang."
- Það sem mér finnst pirrandi er þegar aðilarnir gera það ekki. Hvað er
svona erfitt við að stofna postmaster netfang fyrir lénið sem að forwardar síðan póstinum á alla viðkomandi starfsmenn? Þá þarf engu að breyta í whois, Isnic eða öðrum samskiptaleiðum þegar einhver nýr tekur við stöðunni, eingöngu breyta forwardinu á póstþjóninum þegar þarf. Hversu
Stendur umræðan um postmaster netfang fyrir lén sem veita póstþjónustu eða önnur lén? Mér sýndist umræðan byrja í þeim sem hafa ekki póstþjónustu en síðan þróast út í hitt.
Netfangið postmaster@lén er netfang sem krafist er að lén sem veita póstþjónustu hafi, samkv. RFC 822. Mér finnst þetta mjög eðlileg krafa.
margir eru með það á áætlun sinni að líta yfir whois upplýsingar og breyta þeim ef þörf er á, þegar þeir taka við nýrri stöðu í fyrirtæki? T.d. eru netföngin abuse, www og hostmaster í víðri notkun og ég held að þau reynist ágætlega. Það tekur miklu styttri tíma að breyta forwardi á netfangi en að breyta t.d. whois upplýsingum, vefupplýsingum, tilkynningar til annara starfsmanna og svo framvegis.
"Efast um að dns væri rétta leiðin. Whois er þarna einmitt til þess."
- Whois er fínt ef að það væri alltaf breytt (sjá að ofan). En þarna var ég
að hugsa um sparnaðinn fyrir þig ef þú værir að búa til nýja zone skrá og
Þetta lítur út eins og allt önnur umræða. :) Ég er sammála GSH í því að Whois sé fínt í þetta. En þetta kemur umræðunni um postmaster lítið við?
Hægt væri að forðast að þurfa að setja MX færslu fyrir lén, ef það væri hægt
Ef ég skildi fyrsta skeyti GSH rétt var hann að setja upp lén sem veitir ekki póstþjónustu. Í því tilfelli finnst mér óeðlilegt að sú krafa sé gerð að lénið geti tekið við pósti á postmaster@lén, af þeirri einföldu ástæðu að ekki er um neina póstþjónustu að ræða til að svara fyrir. Á sama hátt væri óeðlilegt að krefjast þess að lén sem rekur ekki vefþjónustu svari webmaster@lén, eða aðili sem hafi ekki IRC þjón svari ircadm@lén.
Þetta er eiginlega ekki nægilega mörg atkvæði til að telja eða vera marktækt.
Mér sýnist samt að spurningin hjá mér hafi ekki verið nægjanlega skýr og hafi eitthvað misskilist og umræðan ekki mjög markviss.
Einhverjir fleiri sem vilja leggja orð í belg?
Hvað segir ISNic? -GSH
Mér sýnist samt að spurningin hjá mér hafi ekki verið nægjanlega skýr og hafi eitthvað misskilist og umræðan ekki mjög markviss.
Held að þetta sé alveg skýrt -- spurningin er hvort krafan um að netfangið 'postmaster@lén.is' sé ávallt til eigi rétt á sér, jafnvel þó svo að enginn viðtaka á öðrum pósti á lén.is fari fram.
Þetta var upphaflega sett inn svona til einföldunar (þ.e. gilti fyrir öll lén, óháð annari póstviðtöku). Athugið að 'postmaster' er svolítið annars eðlis en önnur netföng (hostmaster@ webmaster@ o.s.frv.). Módelið fyrir þetta er mun eldra og á rætur að rekja til þess að í gamla daga gátu menn sent póst 'post-restante', þ.e. til pósthúss næst viðtakanda þar sem hann gat sótt hann. -- Postmaster netfangið var því hugsað sem almenn viðtaka, en hafði ekkert með póstkerfið sem slíkt að gera.
Menn hafa bent á að tengiliðaupplýsingar fáist úr whois, og er það í sjálfu sér rétt -- en ég minni á að verið getur að "privacy" lög EB verði túlkuð þannig að þessar upplýsingar megi ekki birta.
Mér sýnist spuringin vera hvort við eigum að breyta skilyrðinu þannig að þessi krafa gildi einungis ef MX færslur eru birtar fyrir viðkomandi lén (og þar með gefið til kynna að póstviðaka sé virk), í stað þess að gera það fyrir öll lén. Aðeins flóknara í útfærslu en vel gerlegt...
Hvað segir ISNic?
ISNIC mun að sjálfsögðu skoða þetta og ef við metum að menn séu almennt sáttir við að breyta þessu munum við gera það. En vinsamlega athugið að þangað til er þetta krafa á öll .is lén.
-- Marius
participants (6)
-
Baldur Gislason
-
Guðbjörn S. Hreinsson
-
Kristinn Soffanias Runarsson
-
Kristofer Sigurdsson
-
Marius Olafsson
-
Svavar Lúthersson