Eftirfarandi skeyti barst mér í þremur eintökum. Vinsamlega kynnið viðskiptavinum ykkar reglur og landslög. Sending þessa tölvupósts er brot á fjarskiptalögum (nr. 81/2003), svo og lögum um húsgöngu og fjarsölusamninga (nr. 46/2000). Nánari skýringar: Lög um fjarskipti, nr. 81/2003, 46. grein, 1. og 2. málsgrein: Notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts fyrir beina markaðssetningu er einungis heimil þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að nota tölvupóstfang við sölu á vörum eða þjónustu fyrir beina markaðssetningu á eigin vörum eða þjónustu ef viðskiptavinum er gefinn kostur á að andmæla slíkri notkun tölvupóstfanga þeim að kostnaðarlausu þegar skráning á sér stað og sömuleiðis í hvert sinn sem skilaboð eru send hafi viðskiptavinurinn ekki þegar í upphafi hafnað slíkri notkun. - ATH. Athugið að þarna eru söluaðilar skyldugir til að gefa mönnum kost á því að mótmæla *skráningu*, ekki bara skilaboðunum sjálfum. Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga, nr. 46/2000, 14. grein, 2. málsgrein: Seljendum vöru og þjónustu sem lög þessi taka til ber, áður en bein markaðssókn er skipulögð, að kanna skrá Hagstofu Íslands yfir þá sem vilja ekki að nöfn þeirra séu notuð við markaðssetningu, sbr. ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hafi neytandi óskað eftir því að vera færður í skrána er bein markaðssókn til hans óheimil. - ATH. ég er á skrá hjá Hagstofunni yfir þá sem vilja ekki að nöfn þeirra séu notuð við markaðssetningu. /Óli ----- Forwarded message from Jon Bjarnason <jonb@it-cons.com> ----- Return-Path: <nobody@aker.isnic.is> Delivered-To: XXX@isnic.is Received: from localhost (localhost [127.0.0.1]) by aker.isnic.is (Postfix) with ESMTP id DBB1B8A055; Sun, 27 Mar 2005 04:19:37 +0000 (UTC) Received: from aker.isnic.is ([127.0.0.1]) by localhost (aker.isnic.is [127.0.0.1]) (amavisd-new, port 10024) with ESMTP id 99726-09; Sun, 27 Mar 2005 04:19:36 +0000 (UTC) Received: from www.it-cons.com (it-cons.com [194.144.41.51]) by aker.isnic.is (Postfix) with ESMTP id EBF268A04C; Sun, 27 Mar 2005 04:19:35 +0000 (UTC) Received: from Spooler by www.it-cons.com (Mercury/32 v4.01b) ID MO000333; 27 Mar 2005 05:20:01 +0100 Received: from spooler by it-cons.com (Mercury/32 v4.01b); 27 Mar 2005 04:43:08 +0100 From: "Jon Bjarnason" <jonb@it-cons.com> To: nofn1@nemendur.net Subject: nemendur.net Date: Sun, 27 Mar 2005 04:50:26 +0100 Sender: Maiser@it-cons.com X-listname: <nofn1@it-cons.com> Reply-To: <jonb@nemendur.net> Comments: Originally To: <nofn1@nemendur.net> MIME-Version: 1.0 Content-Type: text/plain; charset="iso-8859-1" Content-Transfer-Encoding: 8bit X-Mailer: Microsoft Outlook IMO, Build 9.0.2416 (9.0.2911.0) (via Mercury/32 v4.01b) Message-ID: <369606687.3004.1111898559@it-cons.com> X-Virus-Scanned: by amavisd-new at aker.isnic.is Content-Length: 267 Lines: 14 Hæ Manstu eftir þeim sem þú varst með í skóla ? Eru þeir að bíða eftir þér á www.nemendur.net ? Nú kostar ekkert að skrá sig. Happdrætti áskrifenda hefst fljótlega, vinningar: 4 bækur frá Sölku forlagi Fleiri uppákomur væntanlegar. Vertu með. Kveðja nemendur.net ----- End forwarded message ----- -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is