Nýjar reglur Samræmdar vefmælingar
Góðan daginn, Eins og þið munið vonandi þá stóð til að hinar nýju reglur Samræmdar vefmælingar tækju fullt gildi 1. mars n.k., en í ljósi þess að erfitt var að fá alla til að taka afstöðu til reglnanna verður ekki mögulegt að standa við þær áætlanir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá hafa visir.is ekki enn tekið afstöðu til nýju reglanna, að öðru leyti en að taka fram að öll mótstaða sem þeir sýndu reglubreytingunum síðasta sumar stendur enn. Í ljósi þess að þeir hafa ekki sýnt vilja til að koma með tillögur að betrumbótum eða að vinna með Samráðshópnum að neinu leyti þá legg ég þessar reglur í síðasta skipti fyrir Samráðshópinn hér. Gangi þær í gegn munu þær taka gildi 1. mars en veittur verður 3 mánaða aðlögunarfrestur sem þýðir að allir vefir verða að uppfylla öll skilyrðin þann 1. júní n.k. Reglurnar verða vel kynntar öllum vefjum sem taka þátt í Samræmdri vefmælingu, en aðalbreytingin er eftir sem áður krafan um að allar vefsíður sem teljast til sama vefs verða að deila sama yfirléni (2nd level domain). Vinsamlegast svarið þessu bréfi með ykkar atkvæði á einar@isnic.is, öll bréf á vefmaeling@lists.isnic.is berast til allra á póstlistanum. kv. Einar Bjarni Halldórsson Internet á Íslandi hf. - Modernus
Sæll Einar. Ég ræddi við þig í Nóvember varðandi athugasemd sem ég hafði við reglurnar sem þá voru sendar út, nánar tiltekið þann texta sem er í lið "V. - B. - 2": "Efst á síðunni sé merki viðkomandi vefs sem hægt er að smella á til > að komast á forsíðu vefjarins. Merkið sé a.m.k. 60x25 dílar að stærð." Þetta vildi ég taka út og nota fyrra orðalag um þetta svið. Þið tókuð vel í breytingatillöguna sem ég setti fram, og ég sendi email á móttakandahópinn þann 7.nóvember og einu athugasemdirnar sem komu til baka voru frá Ingvari og Baldri á MBL sem lístu stuðningi við tillöguna. Nú sé ég að þessi texti er enn óbreyttur í skjalinu sem þú sendir út, ertu til í að útskýra hvernig þið viljið meðhöndla breytingatillögur á þessum texta? (Nema ef þig hafið bara gleymt að uppfæra þennan texta?) Kveðja / Best regards, Hilmar Hauksson Web Development Manager email: hilmarh@ccpgames.com http://www.ccpgames.com http://www.eve-online.com -----Original Message----- From: vefmaeling-bounces@lists.isnic.is [mailto:vefmaeling-bounces@lists.isnic.is] On Behalf Of vefmaeling@lists.isnic.is Sent: 17. febrúar 2009 10:48 To: vefmaeling@lists.isnic.is Subject: [Samraemd Vefmaeling] Nýjar reglur Samræmdar vefmælingar Góðan daginn, Eins og þið munið vonandi þá stóð til að hinar nýju reglur Samræmdar vefmælingar tækju fullt gildi 1. mars n.k., en í ljósi þess að erfitt var að fá alla til að taka afstöðu til reglnanna verður ekki mögulegt að standa við þær áætlanir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá hafa visir.is ekki enn tekið afstöðu til nýju reglanna, að öðru leyti en að taka fram að öll mótstaða sem þeir sýndu reglubreytingunum síðasta sumar stendur enn. Í ljósi þess að þeir hafa ekki sýnt vilja til að koma með tillögur að betrumbótum eða að vinna með Samráðshópnum að neinu leyti þá legg ég þessar reglur í síðasta skipti fyrir Samráðshópinn hér. Gangi þær í gegn munu þær taka gildi 1. mars en veittur verður 3 mánaða aðlögunarfrestur sem þýðir að allir vefir verða að uppfylla öll skilyrðin þann 1. júní n.k. Reglurnar verða vel kynntar öllum vefjum sem taka þátt í Samræmdri vefmælingu, en aðalbreytingin er eftir sem áður krafan um að allar vefsíður sem teljast til sama vefs verða að deila sama yfirléni (2nd level domain). Vinsamlegast svarið þessu bréfi með ykkar atkvæði á einar@isnic.is, öll bréf á vefmaeling@lists.isnic.is berast til allra á póstlistanum. kv. Einar Bjarni Halldórsson Internet á Íslandi hf. - Modernus
Sæll Hilmar, On 18.2.2009, at 17:57, Hilmar Hauksson wrote:
Sæll Einar.
Ég ræddi við þig í Nóvember varðandi athugasemd sem ég hafði við reglurnar sem þá voru sendar út, nánar tiltekið þann texta sem er í lið "V. - B. - 2": "Efst á síðunni sé merki viðkomandi vefs sem hægt er að smella á til
að komast á forsíðu vefjarins. Merkið sé a.m.k. 60x25 dílar að stærð."
Þetta vildi ég taka út og nota fyrra orðalag um þetta svið. Þið tókuð vel í breytingatillöguna sem ég setti fram, og ég sendi email á móttakandahópinn þann 7.nóvember og einu athugasemdirnar sem komu til baka voru frá Ingvari og Baldri á MBL sem lístu stuðningi við tillöguna.
Ég man eftir þessum athugasemdum en ég hef alveg gleymt að gera þessar breytingar á reglunum. Eru allir á þessum lista sammála því að breyta lið V. B -2 úr: " Efst á síðunni sé merki viðkomandi vefs sem hægt er að smella á til að komast á forsíðu vefjarins. Merkið sé a.m.k. 60x25 dílar að stærð." í "A.m.k. eitt sameiginlegt vörumerki (lógó) sem hægt er að smella á til að komast á forsíðu vefjarins sé sjáanlegt efst á forsíðu hvers vefhluta. Lágmarksstærð á vörumerki er 60 x 25 dílar"? Breytingin gerir það að verkum að það verður ekki gerð krafa um að vörumerkið (logo) sé sjáanlegt á hverri einustu síðu vefjarins, aðeins að það sé á forsíðum allra vefhluta og að hægt sé að komast á forsíðu vefjarins með því að smella á merkið. kv. Einar
participants (1)
-
vefmaeling@lists.isnic.is