Sælir, On 19.2.2009, at 14:45, vefmaeling@lists.isnic.is wrote:
Sæl öll, ég verð að segja fyrir mína parta að þá finnst mér þetta ekki vera breyting til hins betra. Þetta með sameiginlegu einkennin vera orðin ansi lítil með þessari breytingu. Persónulega finnst mér það nóg að það er búið að minnka merki viðkomandi vefs niður í næstum ekki neitt (allavega finnst mér það orðið allt of lítið).
Með ákvæðinu um sameiginlegt yfirlén þá finnst mér ekki höfuðmál hvað logo þarf að vera stórt, eða hvort við leyfum vefjum að sleppa við sameiginlegt útlit á einstökum hlutum vefsins. Ég hef talað við Hauk um hans pælingar og ég skil vel hans sjónarmið, þar sem það eru ákveðnir ferlar á þeirra síðu þar sem þeir kjósa að halda ekki samræmdu útliti með logo og öllu tilheyrandi. Hilmar vill hins vegar eingöngu að um þetta gildi þær reglur sem nú þegar eru í gildi, þar sem ákvæðið er:
"A.m.k. eitt sameiginlegt vörumerki (lógó) sem hægt er að smella á til að komast á forsíðu vefjarins sé sjáanlegt efst á forsíðu hvers vefhluta. Lágmarksstærð á vörumerki er 60 x 25 dílar"?
Þessi ákvæði um sameiginlegt útlit verða minna mikilvæg með tilkomu reglunnar um sameiginlegt lén og ég tel að hinar skynsamlegu og almennu reglur eins og þær eru settar fram í fyrirliggjandi drögum, með þessari breytingu sem um er rætt, séu nægar til að allir séu sáttir. kv. Einar