Daginn, Senn líður að því að hægt verður að kaupa 100G tengingar við RIX. Eins og fram hefur komið víða þá verður boðið upp á 100G port í Tæknigarði og á hótelinu í Múlastöð. Greinilegt er að áhugi er á portum í Múla, en minni áhugi á tengingum í Tæknigarði. Ef reynslan verður sú að ekki er neinn áhugi á að tengjast 100G í Tæknigarði þá munum við endurskoða þá staðsetningu. Við erum á fullu að koma búnaðinum upp og líklega verður hægt að bjóða 100G tengingar í byrjun febrúar. Mánaðargjald fyrir 100G tengingar verður *39.950 kr.* án vsk. Stofngjald helst í hendur við verð á ljósbreytum, en ljóst er að ef verið er að tengjast innan salar í Múla þá er sá kostnaður 10-15 þús. Ef aðilar vilja sjálfir skaffa ljósbreytur sem passa í Juniper QFX þá er það frjálst og þá fellur stofngjaldið niður. Við höfðum ekki gert ráð fyrir miklum áhuga á 25/40G tengingum, en það væri gaman að heyra ef sá áhugi er til staðar. Verðskráin á rix.is verður uppfærð á næstu dögum. .einar RIX
participants (1)
-
Einar Bjarni Halldórsson