[Gurus] Spam frá kassi.is og fleirum
Hvernig væri að einhver okkar hérna tæki sig til og skrifaði ítarlega grein og sendi á Morgunblaðið sem útskýrði fyrir almúganum hvernig það verður skotmark spammara og einnig að vara fyrirtæki gegn svona fjöldapósti. Jafnvel þótt að fáir læsu þá kæmist þetta að mjög líklega vel til skila ef þetta myndi í leiðinni útskýra f. fólki afhverju það fær ruslpóst því fólk er almennt mjög áhugasamt um hvernig það getur losnað við þetta rusl úr pósthólfinu sínu. Ég get tekið að mér þessi greinaskrif ef enginn annar vill taka það að sér en gaman væri að fá hugskot frá ykkur hinum. bestu kveðjur, Andri Óskarsson ----- Original Message ----- From: "Veigar Freyr Jökulsson" <veigar@tviund.is> To: <gurus@lists.isnic.is> Sent: Monday, February 24, 2003 1:06 PM Subject: [Gurus] Spam frá kassi.is og fleirum
Sælir, ég minnist þess ekki nokkurn tíman að hafa skráð mig á kassi.is, en nú var ég að fá spam frá þeim sem var eitthvað þríhyrninga-scam:
"vilt þú stefna að áhyggjulausu lífi og meiri tíma fyrir fjölskylduna ?"
"Kassi.is hefur hafið samstarf við mjög áræðanlegt fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hefur það að leiðarljósi að hjálpa fólki að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði og frelsi."
Ég hringdi í framkvæmdastjóra Kassi.is og spurði hann hvers vegna ég væri að fá þetta, hann svaraði því til að mjög oft væri fólk að skrá netföng annars fólk á póstlistann þeirra.
Ég spurði einnig fyrir hönd kunningja míns sem hefur notað þjónustu kassi.is og sagði manninum sem var að hvergi hefði verið hakað að það mætti senda viðkomandi póst. Þá svaraði hann því til að þeir væru nýbúnir að flytja gögnin á milli tölva og þetta hefði eitthvað "skolast til"..
Það er sorglegt að fólki finnst þetta bara allt í lagi..., að harvesta netföng, að hunsa það þegar fólk skráir sig og tekur merkið úr "það má senda mér póst", og senda póst um eitthvað alls óskylt þeirri starfsemi sem þeir gefa sig út fyrir að vera í.
Nýleg dæmi um svipaða hluti hjá mér eru að í gær varð ég allt í einu orðinn "Viðskiptavinur Netskila", ég veit ekkert um þetta fyrirtæki en þeir sendu mér samt póst með kynningu á breyttri þjónustu.
Gamnaser.com hefur verið að kynna fyrir mér nýja íslenska klámheimasíðu...
Etc. etc...
Hvernig er hægt að uppfræða þessa aðila ?, þegar ég hef fengið íslenskt spam hef ég alltaf reynt að grafa upp símanúmer og hringt í viðkomandi fyrirtæki, svörin eru alltaf á svipaðan veg, menn skilja bara hvað ég sé að birsta mig yfir þessu, og ljúga bara einhverju til að losna úr símanum...
-- Veigar Freyr Jökulsson veigar@tviund.is
participants (1)
-
Andri Óskarsson