Mail bombur frá innlendum aðilum
Sæl! Nokkrir innlendir aðilar eru nokkuð vinsæl DHA skotmörk og sjáum við reglulega mail bombur frá slíkum aðilum (accept and reject). Væri ekki ráð að rekstraraðilar póstmiðlara á Íslandi fari yfir uppetningar hjá sér í þeim tilgangi að minnka þessi tilgangslausu skeyti og fræða sína viðskiptavini? Sama má segja um spam og vírusa þó almennt séu menn hættir að senda DSN vegna þeirra. Eru aðilar á þessum lista að filtera slík skeyti frá innlendum aðilum? Mbk, -GSH Kveðja / With regards Guðbjörn Sverrir Hreinsson Tæknistjóri Internetþjónustu IT Manager Sími / Tel. +354 550 7473 GSM / Mobile +354 896 7473 Fax +354 511 7070 Ármúli 25 150 Reykjavík Iceland http://www.siminn.is <http://www.siminn.is/> Síminn auðgar lífið
GSH skrifaði:
Nokkrir innlendir aðilar eru nokkuð vinsæl DHA skotmörk og sjáum við reglulega mail bombur frá slíkum aðilum (accept and reject).
Mörg póstkerfi, sérstaklega þau sem nota fleiri en eina aðferð við að greina spam/vírusa/orma taka við öllum (eða næstum öllum) pósti í queue og vinna svo úr þeim áfram til að jafna út álagi. Þetta getur valdið töluverðu af bounces ef eru falsaðar from-addressur.
Væri ekki ráð að rekstraraðilar póstmiðlara á Íslandi fari yfir uppetningar hjá sér í þeim tilgangi að minnka þessi tilgangslausu skeyti og fræða sína viðskiptavini?
Sama má segja um spam og vírusa þó almennt séu menn hættir að senda DSN vegna þeirra.
Ég held að þetta tvennt hljóti að fylgjast að og ég fæ reglulega fyrirspurnir vegna DUL-listans íslenska sem bendir til að hann sé töluvert notaður enda öflugt tól við svona aðstæður. Hinsvegar er það líklega oftar en ekki að það eru viðskiptavinir netveitna sem eru að taka við pósti með MTA sem þeir kunna jafnvel ekki almennilega á og þá vegna þess að þeir telja sig spara á því og netveiturnar leyfa t.d. ADSL-notanda að taka við pósti beint utan úr heimi eða það sem verra er að senda hann út án milligöngu netveitunnar. Þær netveitur verða að fræða þessa viðskiptavini um hvernig á að taka við póst og senda póst - eða hætta að leyfa þeim það þar sem þeir valda óeðlilegu álagi. Ég fæ t.d. reglulega 450 bounce frá einum innlendum aðila sem er reyndar ekki netveita lengur en var það. Þessi 450 villa kemur þegar ætti að koma 5xx villa. Póstur til viðkomandi frá okkur fer í biðröð með lægsta forgangi. Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk að fræða viðkomandi um þetta en ef netveita hans tæki við skeytum sem fengju svo svona höfnun væri viðkomandi í betri málum. Ég veit líka um aðra sem hafa séð ástandið snarlagast við að færa vandræða notendur yfir á n.du.nn.is nafn og benda þeim á að framvegis verði þeir að senda allan sinn póst í gegn um netveituna og nota netveituna sem relay inn á sinn póstþjón. Þetta þýðir auðvitað að netveitan hleypir öllum pósti á viðkomandi í gegn, þ.m.t. DHA en netveitan á að hafa tól og þekkingu til að bregðast við vandanum, ef hann er innanlands og það er mín reynsla að svo sé í meirihluta tilfella.
Eru aðilar á þessum lista að filtera slík skeyti frá innlendum aðilum?
DUL-listinn dugir nokkuð bærilega enda flestar netveitur sem nýta hann, en komi DHA-árás frá innlendum aðila er sniðugast að sá sem við það verður var tilkynni það á abuse-l@lists.isnic.is þannig að aðrir geti þá varast viðkomandi. Ég held að það væru réttu viðbrögðin og það yrði þá tekið á vandamálinu við orsökina en ekki afleiðingarnar. kk, -bd- -- =-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-==-=-=-=-= Snerpa ehf. - Tölvu- og netþjónusta. S: 520-4000 bjossi@snerpa.is - www.snerpa.is - GSM: 840-4008
Ég fæ t.d. reglulega 450 bounce frá einum innlendum aðila sem er reyndar ekki netveita lengur en var það. Þessi 450 villa kemur þegar ætti að koma 5xx villa. Póstur til viðkomandi frá okkur fer í biðröð með lægsta forgangi. Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk að fræða viðkomandi um þetta en ef netveita hans tæki við skeytum sem fengju svo svona höfnun væri viðkomandi í betri málum.
Röng meðhöndlun á pósti og vitlaus svör eða hegðun sem er ekki skv. staðli og beinlínis heimskuleg er því miður orðin algeng í dag. Yfirleitt vegna þess að menn eru svo "sniðugir" eða hreinlega fanatískir. Ástandið í þessum málum er verra heldur en fyrir 2-3 árum en þá lofaði þróunin góðu.
Eru aðilar á þessum lista að filtera slík skeyti frá innlendum aðilum?
DUL-listinn dugir nokkuð bærilega enda flestar netveitur sem nýta hann, en komi DHA-árás frá innlendum aðila er sniðugast að sá sem við það verður var tilkynni það á abuse-l@lists.isnic.is þannig að aðrir geti þá varast viðkomandi. Ég held að það væru réttu viðbrögðin og það yrði þá tekið á vandamálinu við orsökina en ekki afleiðingarnar.
Já, DUL og fleiri slíkir listar eða reject/drop-before-accept hegðun er góð leið til að forðast margar DHA árásir en EKKI til að forðast mail bomburnar sem geta komið þegar joe-job er í gangi og backscatterið kemur frá t.d. stórum innlendum aðilum. Ég var að meina hvort menn væru að reyna að filtera burt mail bomburnar... mbk, -GSH
participants (2)
-
Björn Davíðsson
-
Guðbjörn S. Hreinsson