Sæl Rúna! Yfirleitt þegar truflanir koma í ADSL, er kvartað til okkar. Í gær komu þó engar kvartanir. Annars í leiðinni... (fyrir alla hina sem fá þetta...) Við hjá Inter erum að plana að setja upp sérstakan tilkynningapóstlista sem heitir bilanir@isp.is - Hann er hugsaður fyrir tæknilega tengiliði í Internetveitum á Íslandi en ekki fyrir almenning. Á þennan lista væri hægt að pósta tilkynningar um bæði fyrirhugaðar og óvæntar rekstrartruflanir og yrði listinn ætlaður öllum netum, þ.e. ISnet, Simnet og LinaNet óháð því hvar menn eru tengdir. Listinn myndi bæta upplýsingaflæði en einnig lögð áhersla á að hann væri ekki fyrir almenning eða fjölmiðla þannig að aðilar eru skráðir "handvirkt" og þurfa að vera tæknilegir tengiliðir hjá heildsölum eða endursöluaðilum. Þannig yrði líka betur tryggt að þeir sem málið varðar yrðu ófeimnari að pósta á hann t.d. upplýsingar um DoS-árásir, aðvaranir um t.d. tilvik á borð við Code Red orminn og fyrirspurnir um óeðlilega umferð. Á þennan lista (sem er rétt ófæddur) væri hægt að pósta t.d. spurninguna sem þú sendir. Þeir sem hafa áhuga á að vera á slíkum lista eru beðnir að hafa samband við mig beint og ég skrái þá á hann þegar/ef hann verður settur upp. Þeir sem vilja ræða málið frekar áður en farið er í stofnun slíks lista eru beðnir að beina umræðunni á gurus@lists.isnic.is Sjá http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus On Fri, 18 Jan 2002, runa@simi.is wrote:
Komiði sæl(ir),
Mig langaði til að vita hvort þið urðuð eitthvað vör/varir við rekstrartruflanir tengdar ADSL í gær.
Vinsamlegast svarið þannig að hægt sé að bregðast við á réttan hátt.
Kær kveðja
Guðrún M. Örnólfsdóttir Vörustjóri ADSL Gagnalausnum Netfang: runa@siminn.is Veffang: http://siminn.is.
- Síminn auðveldar samskipti -
_______________________________________________________________________ Þessi tölvupóstur og viðhengi hans gætu innihaldið trúnaðarupplýsingar eingöngu ætlaðar þeim sem hann er stílaður á. Efni tölvupóstsins og viðhengi er á ábyrgð sendanda ef það tengist ekki starfsemi Símans. Sjá nánar: http://www.siminn.is/um_okkur/almennt/tolvupostur.asp
This e-mail and its attachments may contain confidential and privileged information only intended for the person or entity to which it is addressed. Further information: http://www.siminn.is/english/about_us/email.asp _______________________________________________________________________
-- = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - -Bjorn Davidsson- - Snerpa ehf. Computer & Networks services bd@it.is - 354-520-4000 - Managata 6 - 400 Isafjordur - Iceland
participants (1)
-
Bjorn Davidsson