Sælir. Ég hef verið að velta því fyrir mér hversu strangur maður á að leifa sér að vera hvað varðar móttöku tölvupósts. Ástæða þessa vangaveltna er að nýverið tók ég á það ráð að setja strangari skilyrði á póstþjóna mína til að spora við UCE pósti. Vesenið byrjaði þegar ég hóf að stöðva póst sem kemur frá "unknown" póstþjónum (ef svo má kalla); þjónar sem hafa enga PTR færslu. Þetta hafði vægast sagt gífurleg áhrif og stöðvaði *mjög stóran* part ruslpósts sem ég fæ: Received: from apn-weh-exc-l01.SmartSource.com (unknown [64.14.63.221]) Það kom mér hinsvegar mjög á óvart að sjá hversu margir íslenskir þjónar féllu í þennan hóp. Póstur frá þeim komst því ekki í gegn, yfirmönnum mínum til ama. Í fyrstu stundaði ég að hringja í kerfisstjóra viðkomandi fyrirtækja og útskýra vandann en endaði á því að þurfa að opna fyrir þetta aftur, að beiðni yfirmanna. Þeirra rök voru góð og gild: Póstur viðskiptavina þarf að komast til skila og ekki gefst tími til að bíða eftir því að kerfisstjórar þeirra lagi kerfið að "okkar þörfum". Nú hefði ég áhuga á því að heyra hvernig þið stóru strákarnir gerið? Eruð þið harðir á því að allt skuli vera tipp-topp áður en pósturinn fær að koma í gegn eða kjósið þið að leifa póst frá unknown host'um og styðjast heldur við svarta lista eins og relays.ordb.org, blacklist.spambag.org o.s.frv? Kær kveðja, Björn Swift
Sælir, On Wed, 03 Apr 2002, Bjorn Swift wrote:
Sælir.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hversu strangur maður á að leifa sér að vera hvað varðar móttöku tölvupósts. Ástæða þessa vangaveltna er að nýverið tók ég á það ráð að setja strangari skilyrði á póstþjóna mína til að spora við UCE pósti.
Vesenið byrjaði þegar ég hóf að stöðva póst sem kemur frá "unknown" póstþjónum (ef svo má kalla); þjónar sem hafa enga PTR færslu. Þetta hafði vægast sagt gífurleg áhrif og stöðvaði *mjög stóran* part ruslpósts sem ég fæ: Received: from apn-weh-exc-l01.SmartSource.com (unknown [64.14.63.221])
Svona var uppsetning okkar fyrir ekki svo löngu, en þegar ég var að skoða það áðan þá sýnist mér þessi lokun hafa dottið út við einhverja uppfærsluna en mjög líklega fer það inn aftur hjá okkur.
Það kom mér hinsvegar mjög á óvart að sjá hversu margir íslenskir þjónar féllu í þennan hóp. Póstur frá þeim komst því ekki í gegn, yfirmönnum mínum til ama. Í fyrstu stundaði ég að hringja í kerfisstjóra viðkomandi fyrirtækja og útskýra vandann en endaði á því að þurfa að opna fyrir þetta aftur, að beiðni yfirmanna. Þeirra rök voru góð og gild: Póstur viðskiptavina þarf að komast til skila og ekki gefst tími til að bíða eftir því að kerfisstjórar þeirra lagi kerfið að "okkar þörfum".
Nú hefði ég áhuga á því að heyra hvernig þið stóru strákarnir gerið? Eruð þið harðir á því að allt skuli vera tipp-topp áður en pósturinn fær að koma í gegn eða kjósið þið að leifa póst frá unknown host'um og styðjast heldur við svarta lista eins og relays.ordb.org, blacklist.spambag.org o.s.frv?
Við erum með áskrift að RBL+ (http://mail-abuse.org) og eins held ég utan um eigin lista þar sem ég bæti við öllum póstþjónum sem sannarlega skila til mín spami, óháð því hvort þeir séu opin relay eða ekki, erlendir þjónar fara beint á listann en íslenskir fá viðvörun áður.
Kær kveðja, Björn Swift
/Óli -- Olafur Osvaldsson Systems Administrator Internet a Islandi hf. Tel: +354 525-5291 Email: oli@isnic.is
Nú hefði ég áhuga á því að heyra hvernig þið stóru strákarnir gerið? Eruð þið harðir á því að allt skuli vera tipp-topp áður en pósturinn fær að koma í gegn eða kjósið þið að leifa póst frá unknown host'um og styðjast heldur við svarta lista eins og relays.ordb.org, blacklist.spambag.org o.s.frv?
Ég veit að HÍ hefur til margra ára haft þá stefnu að taka ekki við pósti frá óskráðum vélum og hefur ennþá (en það er sama þar og með aðra sem nota sendmail, þetta hefur farið úrskeiðis í einhverri uppfærsluni á sendmail). HÍ notar RBL+ (http://www.mail-abuse.org) og SBL (http://www.spamhaus.org/SBL) ásamt því að krefjast DNS skráningar netfangi sendanda o.sfrv til að sía ruslpóst. Með þessu móti eru stöðvuð 2-3þús ruslpóstskeyti á sólarhring. Það er alveg sjálfsagt að bæta þessa síun með því að krefjast skráningar á póstþjónum sendenda en sennilega betra að stoppa það með 4xx (tímabundið) nema að menn treysti eigin DNS resolver uppsetningum fullkomlega. Það að sjá til þess að póstþjónar séu rétt skráðir í DNS er slíkt gundvallaratriði að töluverðar líkur eru á að þar sem þetta er í ólagi, sé einnig annað í ólagi sem eykur líkur á að ruslpóstur sé framsendur gegnum slíka þjóna. -- Marius
Sælir, On Thu, 2002-04-04 at 11:29, Marius Olafsson wrote:
Nú hefði ég áhuga á því að heyra hvernig þið stóru strákarnir gerið? Eruð þið harðir á því að allt skuli vera tipp-topp áður en pósturinn fær að koma í gegn eða kjósið þið að leifa póst frá unknown host'um og styðjast heldur við svarta lista eins og relays.ordb.org, blacklist.spambag.org o.s.frv?
Ég veit að HÍ hefur til margra ára haft þá stefnu að taka ekki við pósti frá óskráðum vélum og hefur ennþá (en það er sama þar og með aðra sem nota sendmail, þetta hefur farið úrskeiðis í einhverri uppfærsluni á sendmail).
HÍ notar RBL+ (http://www.mail-abuse.org) og SBL (http://www.spamhaus.org/SBL) ásamt því að krefjast DNS skráningar netfangi sendanda o.sfrv til að sía ruslpóst. Með þessu móti eru stöðvuð 2-3þús ruslpóstskeyti á sólarhring.
Spurningin snýst náttúrulega að miklu leyti, eins og við vitum allir, en fæstir okkar vilja viðurkenna, að við erum að reka þessa póstþjóna fyrir notendurna. Og notendum er í flestum tilfellum alveg sama um rekstur póstþjónanna, þeir vilja bara fá póstinn sinn. Ef maður vill vera aktívur á því að stoppa spam verður maður líka að vera actívur í því að hleypa því í gegn sem þarf að fara í gegn, og það veldur óhjákvæmilega mikilli vinnu fyrir kerfisstjóra. Svo að spurningin er í rauninni ekki "hversu stranga filtera vil ég vera með?", heldur "hversu stranga filtera hef ég tíma til að hafa?". Á póstþjónum með fáa notendur tel ég sjálfsagt að hafa eins mikla filtera og hægt er. Álag frá svona vitleysu er í sjálfu sér ekki mikið per notanda, á póstþjónum með kannski upp í svona 2000 notendur er alveg hægt að hafa mjög stranga filtera án þess að það valdi neinu svakalegu ólagi. En á stórum kerfum er þetta mjög erfitt nema það sé sérstaklega gert ráð fyrir þessu í skipulagningu á verkum kerfisstjóra, og jafnvel ráðinn sér maður í að sjá um póstþjóninn (þar erum við farnir að tala um MJÖG stór kerfi).
Það er alveg sjálfsagt að bæta þessa síun með því að krefjast skráningar á póstþjónum sendenda en sennilega betra að stoppa það með 4xx (tímabundið) nema að menn treysti eigin DNS resolver uppsetningum fullkomlega. Það að sjá til þess að póstþjónar séu rétt skráðir í DNS er slíkt gundvallaratriði að töluverðar líkur eru á að þar sem þetta er í ólagi, sé einnig annað í ólagi sem eykur líkur á að ruslpóstur sé framsendur gegnum slíka þjóna.
Ég er sammála þessu, DNS vandræði eru oftast tímabundin, og því er betra að nota t.d. 454 í stað 551. Ég er einnig sammála því, að þessir hlutir eiga að vera í lagi, en getum við sagt okkar notendum að við (sem dæmi) tökum ekki við pósti frá Landssíma Íslands (LÍ er með þetta í lagi hjá sér, held ég, ég tek þá bara sem dæmi, þar sem þeir eru stór aðili), vegna þess að kerfisstjórn þar hafi gert mistök í kerfisstjórn? Ég hef á tilfinningunni að fæstir notendur myndu sætta sig við slíkt. Myndum við t.d. sætta okkur við það að Landssíminn/Íslandssími/þitt telco myndi neita að taka við símtölum frá British Telecom (BT), þar sem BT hefði stillt sitt kerfi einhvernveginn öðruvísi en okkar telco vildi meina að ætti að gera? Mín regla í þessu er sú, að minn prívat póstþjónn (mail.kriz.to) er strangari en andskotinn, en póstþjónar sem ég rek fyrir aðra eru lauslátari, einfaldlega vegna þess að þeir þurfa að vera það til að þóknast notendum þeirra.
-- Marius
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus
-- Kristó
Sammála þessu. -GSH Kristofer Sigurdsson wrote:
Sælir,
On Thu, 2002-04-04 at 11:29, Marius Olafsson wrote:
Nú hefði ég áhuga á því að heyra hvernig þið stóru strákarnir gerið? Eruð þið harðir á því að allt skuli vera tipp-topp áður en pósturinn fær að koma í gegn eða kjósið þið að leifa póst frá unknown host'um og styðjast heldur við svarta lista eins og relays.ordb.org, blacklist.spambag.org o.s.frv?
Ég veit að HÍ hefur til margra ára haft þá stefnu að taka ekki við pósti frá óskráðum vélum og hefur ennþá (en það er sama þar og með aðra sem nota sendmail, þetta hefur farið úrskeiðis í einhverri uppfærsluni á sendmail).
HÍ notar RBL+ (http://www.mail-abuse.org) og SBL (http://www.spamhaus.org/SBL) ásamt því að krefjast DNS skráningar netfangi sendanda o.sfrv til að sía ruslpóst. Með þessu móti eru stöðvuð 2-3þús ruslpóstskeyti á sólarhring.
Spurningin snýst náttúrulega að miklu leyti, eins og við vitum allir, en fæstir okkar vilja viðurkenna, að við erum að reka þessa póstþjóna fyrir notendurna. Og notendum er í flestum tilfellum alveg sama um rekstur póstþjónanna, þeir vilja bara fá póstinn sinn. Ef maður vill vera aktívur á því að stoppa spam verður maður líka að vera actívur í því að hleypa því í gegn sem þarf að fara í gegn, og það veldur óhjákvæmilega mikilli vinnu fyrir kerfisstjóra.
Svo að spurningin er í rauninni ekki "hversu stranga filtera vil ég vera með?", heldur "hversu stranga filtera hef ég tíma til að hafa?".
Á póstþjónum með fáa notendur tel ég sjálfsagt að hafa eins mikla filtera og hægt er. Álag frá svona vitleysu er í sjálfu sér ekki mikið per notanda, á póstþjónum með kannski upp í svona 2000 notendur er alveg hægt að hafa mjög stranga filtera án þess að það valdi neinu svakalegu ólagi. En á stórum kerfum er þetta mjög erfitt nema það sé sérstaklega gert ráð fyrir þessu í skipulagningu á verkum kerfisstjóra, og jafnvel ráðinn sér maður í að sjá um póstþjóninn (þar erum við farnir að tala um MJÖG stór kerfi).
Það er alveg sjálfsagt að bæta þessa síun með því að krefjast skráningar á póstþjónum sendenda en sennilega betra að stoppa það með 4xx (tímabundið) nema að menn treysti eigin DNS resolver uppsetningum fullkomlega. Það að sjá til þess að póstþjónar séu rétt skráðir í DNS er slíkt gundvallaratriði að töluverðar líkur eru á að þar sem þetta er í ólagi, sé einnig annað í ólagi sem eykur líkur á að ruslpóstur sé framsendur gegnum slíka þjóna.
Ég er sammála þessu, DNS vandræði eru oftast tímabundin, og því er betra að nota t.d. 454 í stað 551.
Ég er einnig sammála því, að þessir hlutir eiga að vera í lagi, en getum við sagt okkar notendum að við (sem dæmi) tökum ekki við pósti frá Landssíma Íslands (LÍ er með þetta í lagi hjá sér, held ég, ég tek þá bara sem dæmi, þar sem þeir eru stór aðili), vegna þess að kerfisstjórn þar hafi gert mistök í kerfisstjórn? Ég hef á tilfinningunni að fæstir notendur myndu sætta sig við slíkt. Myndum við t.d. sætta okkur við það að Landssíminn/Íslandssími/þitt telco myndi neita að taka við símtölum frá British Telecom (BT), þar sem BT hefði stillt sitt kerfi einhvernveginn öðruvísi en okkar telco vildi meina að ætti að gera?
Mín regla í þessu er sú, að minn prívat póstþjónn (mail.kriz.to) er strangari en andskotinn, en póstþjónar sem ég rek fyrir aðra eru lauslátari, einfaldlega vegna þess að þeir þurfa að vera það til að þóknast notendum þeirra.
-- Marius
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus
-- Kristó
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus
Legg til að þú notir póstkerfi sem getur notað íslensku án brenglunar:
Subject: Re: [Gurus] SkilyrXi fyrir mXttXku pXsts X-Mailer: Evolution/1.0.2
HÍ notar RBL+ (http://www.mail-abuse.org) og SBL (http://www.spamhaus.org/SBL) ásamt því að krefjast DNS skráningar netfangi sendanda o.sfrv til að sía ruslpóst. Með þessu móti eru stöðvuð 2-3þús ruslpóstskeyti á sólarhring.
Spurningin snýst náttúrulega að miklu leyti, eins og við vitum allir, en fæstir okkar vilja viðurkenna, að við erum að reka þessa póstþjóna fyrir notendurna.
Og hverjir okkar vilja ekki viðurkenna það? Skil ekki alveg þetta komment en þar sem ég er ekki að reka slíka lengur þá hafa hlutirnir kannske eitthvað breyst...
Og notendum er í flestum tilfellum alveg sama um rekstur póstþjónanna, þeir vilja bara fá póstinn sinn.
Af hverju heldurðu að við séum yfirleitt að setja SPAMfiltera ... af einhverjum BOFH stælum? -- Nei, það er einfaldlega gert til að þjóna notendum betur og koma til móts við stöðugar kvartanir frá notendum vegna ruslpósts. Það er eina ástæðan ... við sjálfir getum útilokað SPAM frá okkur með öllu með nokkurum procmail reglum eða slíku....
Svo að spurningin er í rauninni ekki "hversu stranga filtera vil ég vera með?", heldur "hversu stranga filtera hef ég tíma til að hafa?".
Fer allt eftir þvi hvernig þetta er gert hversu mikinn tíma það tekur hjá kerfistjórum. Eðlileg SPAMvörn ... eins og sú sem hér hefur verið til umræðu tekur ekki mikinn tíma og er sjálfsögð þjónusta við notendur.
Ég er einnig sammála því, að þessir hlutir eiga að vera í lagi, en getum við sagt okkar notendum að við (sem dæmi) tökum ekki við pósti frá Landssíma Íslands (LÍ er með þetta í lagi hjá sér, held ég, ég tek þá bara sem dæmi, þar sem þeir eru stór aðili), vegna þess að kerfisstjórn þar hafi gert mistök í kerfisstjórn?
Er ekki spurning um "mistök" í kerfistjórn. Þetta er spuring um uppsetningu. Og enginn alvöru ISP ákveður að setja hlutina upp þannig að þetta vandamál komi til. -- Marius
Það var Fimmtudagur í Apríl þegar Marius Olafsson sagði:
Legg til að þú notir póstkerfi sem getur notað íslensku án brenglunar:
Subject: Re: [Gurus] SkilyrXi fyrir mXttXku pXsts X-Mailer: Evolution/1.0.2
Þetta er cyrus imapd, sjá patch skrá í viðhengi. -- |--Elías Halldór Ágústsson--elias@skyrr.is--http://The.BOFH.is/elias--| | Systems Administrator. NIC hdl: EHA2-IS and EA19-IS @whois.isnic.is | | http://www.skyrr.is/legal/disclaimer.txt | Microsoft delenda est | |-------Unsolicited commercial email will be dealt with harsly--------|
On Thu, 2002-04-04 at 14:43, Marius Olafsson wrote:
Legg til að þú notir póstkerfi sem getur notað íslensku án brenglunar:
Á meðan ég skrifa þetta bréf er ég að sækja sources af kerfinu, þar sem ég mun taka þetta silly "convert 8 bit to X" drasl út, og vistþýða upp á nýtt.
Subject: Re: [Gurus] SkilyrXi fyrir mXttXku pXsts X-Mailer: Evolution/1.0.2
HÍ notar RBL+ (http://www.mail-abuse.org) og SBL (http://www.spamhaus.org/SBL) ásamt því að krefjast DNS skráningar netfangi sendanda o.sfrv til að sía ruslpóst. Með þessu móti eru stöðvuð 2-3þús ruslpóstskeyti á sólarhring.
Spurningin snýst náttúrulega að miklu leyti, eins og við vitum allir, en fæstir okkar vilja viðurkenna, að við erum að reka þessa póstþjóna fyrir notendurna.
Og hverjir okkar vilja ekki viðurkenna það? Skil ekki alveg þetta komment en þar sem ég er ekki að reka slíka lengur þá hafa hlutirnir kannske eitthvað breyst...
Þetta var nú bara djók - ég var að vísa til þess, að margir okkar leggja meiri áherslu á að hafa kerfin sín flott, tæknilega séð, en að þeir virki fyrir notendurna...án þess að ég sé að skjóta á neinn sérstakan.
Og notendum er í flestum tilfellum alveg sama um rekstur póstþjónanna, þeir vilja bara fá póstinn sinn.
Af hverju heldurðu að við séum yfirleitt að setja SPAMfiltera ... af einhverjum BOFH stælum? -- Nei, það er einfaldlega gert til að þjóna notendum betur og koma til móts við stöðugar kvartanir frá notendum vegna ruslpósts. Það er eina ástæðan ... við sjálfir getum útilokað SPAM frá okkur með öllu með nokkurum procmail reglum eða slíku....
Ég er mjög sammála þessu. Það er ekki málið. Mín ábending hins vegar sú, að á mjög mörgum stöðum eru þeir sem sjá um peningaflæðið ósammála. Þá á ég annað hvort við kúnnana eða hreinlega yfirmenn. Eins og Björn benti á á fyrsta bréfi sínu.
Svo að spurningin er í rauninni ekki "hversu stranga filtera vil ég vera með?", heldur "hversu stranga filtera hef ég tíma til að hafa?".
Fer allt eftir þvi hvernig þetta er gert hversu mikinn tíma það tekur hjá kerfistjórum. Eðlileg SPAMvörn ... eins og sú sem hér hefur verið til umræðu tekur ekki mikinn tíma og er sjálfsögð þjónusta við notendur.
Aftur sammála, en í þessu hef ég, eins og kannski fleiri, rekist á vandkvæði við að láta þá sem stýra peningaflæðinu samþykkja það.
Ég er einnig sammála því, að þessir hlutir eiga að vera í lagi, en getum við sagt okkar notendum að við (sem dæmi) tökum ekki við pósti frá Landssíma Íslands (LÍ er með þetta í lagi hjá sér, held ég, ég tek þá bara sem dæmi, þar sem þeir eru stór aðili), vegna þess að kerfisstjórn þar hafi gert mistök í kerfisstjórn?
Er ekki spurning um "mistök" í kerfistjórn. Þetta er spuring um uppsetningu. Og enginn alvöru ISP ákveður að setja hlutina upp þannig að þetta vandamál komi til.
Nei, en því miður eru til stórir ISP'ar sem setja svona hluti kolrangt upp. Það að neita móttöku pósts frá slíkum ISP'um er það eina rétta, ef við myndum allir gera það myndi það væntanlega láta þá laga þetta hjá sér, en eins og staðan er í dag, þá munu þessir stóru aðilar halda áfram að hafa þetta svona, og okkar notendur áfram þurfa að vera í póstsamskiptum við clueless fólk hjá þessum aðilum...og einhver hluti af þessu clueless fólki mun kenna okkur um þetta vandamál. Og hreinlega hætta í viðskiptum hjá okkur. Þetta er vandamál sem er einstaklega pirrandi á commercial netum. -- Kristó
Það var Fimmtudagur í Apríl þegar Kristofer Sigurdsson sagði:
On Thu, 2002-04-04 at 14:43, Marius Olafsson wrote:
Af hverju heldurðu að við séum yfirleitt að setja SPAMfiltera ... af einhverjum BOFH stælum? -- Nei, það er einfaldlega gert til að þjóna notendum betur og koma til móts við stöðugar kvartanir frá notendum vegna ruslpósts. Það er eina ástæðan ... við sjálfir getum útilokað SPAM frá okkur með öllu með nokkurum procmail reglum eða slíku....
Ég er mjög sammála þessu. Það er ekki málið. Mín ábending hins vegar sú, að á mjög mörgum stöðum eru þeir sem sjá um peningaflæðið ósammála. Þá á ég annað hvort við kúnnana eða hreinlega yfirmenn. Eins og Björn benti á á fyrsta bréfi sínu.
Málið er meira að segja flóknara en það. Ef ég má vitna hér í fjarskiptalög (1999/107): 44. gr. Vernd fjarskiptasendinga. * Enginn sem starfar við fjarskiptavirki, net eða þjónustu má skjóta undan skeytum, gögnum, myndum eða öðrum merkjum sem afhent eru til fjarskiptaflutnings eða liðsinna öðrum við þess konar athæfi. Ég hef heyrt frá lögfræðingi Póst og Fjarskiptastofnunar að það að filtera spam gæti fallið undir fyrstu málsgrein 44. greinar. Reyndar minnir mig að hann hafi fallið frá þeirri skoðun sinni nokkum vikum síðar (hefur ef til vill farið að kynna sér málið betur). En hvað um það, það er næsta víst að maður getur aldrei verið 100,00% viss um að maður sé bara að filtera staði sem "eiga það skilið", ef maður getur svo að orði komist. Mér finnst að það ætti að stofna nefnd um málið. ;> -- |--Elías Halldór Ágústsson--elias@skyrr.is--http://The.BOFH.is/elias--| | Systems Administrator. NIC hdl: EHA2-IS and EA19-IS @whois.isnic.is | | http://www.skyrr.is/legal/disclaimer.txt | Microsoft delenda est | |-------Unsolicited commercial email will be dealt with harsly--------|
Málið er meira að segja flóknara en það. Ef ég má vitna hér í fjarskiptalög (1999/107):
44. gr. Vernd fjarskiptasendinga. * Enginn sem starfar við fjarskiptavirki, net eða þjónustu má skjóta undan skeytum, gögnum, myndum eða öðrum merkjum sem afhent eru til fjarskiptaflutnings eða liðsinna öðrum við þess konar athæfi.
Fæ ekki séð hvernig menn ættu að fara að þvi að "skjóta undan" skeytum sem þeir taka aldrei við? Eru aldrei "afhent"? -- Marius
Sælir, Þann 04. April 2002, ritaði Elias Halldor Agustsson eitthvað á þessa leið:
Málið er meira að segja flóknara en það. Ef ég má vitna hér í fjarskiptalög (1999/107):
44. gr. Vernd fjarskiptasendinga. * Enginn sem starfar við fjarskiptavirki, net eða þjónustu má skjóta undan skeytum, gögnum, myndum eða öðrum merkjum sem afhent eru til fjarskiptaflutnings eða liðsinna öðrum við þess konar athæfi.
Að hafna móttöku spams fellur ekki undir þetta, það er ekki verið að skjóta neinu undan, aðeins hafna móttöku, það er svo sendandans að laga það sem var að þegar hann fær villuboðin. /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
Sælir Ég þakka ykkur öllum góð svör. On Thu, Apr 04, 2002 at 03:13:22PM +0000, Kristofer Sigurdsson wrote:
Nei, en því miður eru til stórir ISP'ar sem setja svona hluti kolrangt upp. Það að neita móttöku pósts frá slíkum ISP'um er það eina rétta, ef við myndum allir gera það myndi það væntanlega láta þá laga þetta hjá sér, en eins og staðan er í dag, þá munu þessir stóru aðilar halda áfram að hafa þetta svona, og okkar notendur áfram þurfa að vera í póstsamskiptum við clueless fólk hjá þessum aðilum...og einhver hluti af þessu clueless fólki mun kenna okkur um þetta vandamál. Og hreinlega hætta í viðskiptum hjá okkur.
Er spurningin ekki frekar af hverju erum við að taka við þessum pósti in the first place. Hefðu póstþjónar alla tíð verið strangir á þessi skilyrði neyddust allir til þess að stilla þjóna sína rétt. Ég er sammála því að erfitt er að vera þessi eini aðili sem tekur sig til og neytar pósti og þessvega sem ég tók á það ráð að ráðfæra mig við ykkur. Ein hugmynd gæti verið að skrá niður alla þá íslensku þjóna sem ekki hafa PTR færslu og eru að senda póst til okkar, yfir ~ vikutíma. Setja saman einhverjar greinagóðar leiðbeningar á íslensku og senda svo tilkynningu til kerfisstjóra þeirra. Þar yrði þeim bent á vandann & leiðbeningarnar og gefinn einhvern tími til að laga sína þjóna. Eftir ákveðinn tíma gætum við (gúrúarnir ;) svo verið samstíga í því að loka á sendigar frá þessum þjónum til að kníja síðustu aðilana til að laga sín mál. "I have a dream, that one day ..." Á sínum tíma hafði ég samband við nokkra aðila og þeir tóku allir vel í athugasemdir mína og löguðu þetta skjótt. Ég reyndi reyndar ekki við erlenda aðila. Hugsanlega er þetta eitthvað sem ykkur finnst ómerkilegt og ónauðsynlegt en mér finnst þetta skipta máli í "baráttunni við UCE póst." Sem dæmi má taka póstþjónn vinnuveitanda míns sem getur ekki talist umferðarmikill. Á síðustu viku er þjónninn búinn að fá 3247 tengingar (*) frá þjónum sem ekki hafa PTR færslu. *Lang* stærsti partur þessa er spam. Þetta eru nú bara allt sakleysislegar vangaveltur en eingu að síður eitthvað sem ég væri til í að athuga betur og eyða einhverjum tíma í. Any comments? Kveðja, Björn Swift (*) Þessir póstar komast reyndar ekki allir í gegn því margir koma frá notandi@ekkitil.langtiburtistan
Sælir, On Thu, 2002-04-04 at 18:12, Bjorn Swift wrote:
Sælir
Ég þakka ykkur öllum góð svör.
On Thu, Apr 04, 2002 at 03:13:22PM +0000, Kristofer Sigurdsson wrote:
Nei, en því miður eru til stórir ISP'ar sem setja svona hluti kolrangt upp. Það að neita móttöku pósts frá slíkum ISP'um er það eina rétta, ef við myndum allir gera það myndi það væntanlega láta þá laga þetta hjá sér, en eins og staðan er í dag, þá munu þessir stóru aðilar halda áfram að hafa þetta svona, og okkar notendur áfram þurfa að vera í póstsamskiptum við clueless fólk hjá þessum aðilum...og einhver hluti af þessu clueless fólki mun kenna okkur um þetta vandamál. Og hreinlega hætta í viðskiptum hjá okkur.
Er spurningin ekki frekar af hverju erum við að taka við þessum pósti in the first place. Hefðu póstþjónar alla tíð verið strangir á þessi skilyrði neyddust allir til þess að stilla þjóna sína rétt.
Ég er sammála því að erfitt er að vera þessi eini aðili sem tekur sig til og neytar pósti og þessvega sem ég tók á það ráð að ráðfæra mig við ykkur.
Það er rétt, en ef nokkrir stórir aðilar gera þetta ættu þeir litlu að fylgja í kjölfarið.
Ein hugmynd gæti verið að skrá niður alla þá íslensku þjóna sem ekki hafa PTR færslu og eru að senda póst til okkar, yfir ~ vikutíma. Setja saman einhverjar greinagóðar leiðbeningar á íslensku og senda svo tilkynningu til kerfisstjóra þeirra. Þar yrði þeim bent á vandann & leiðbeningarnar og gefinn einhvern tími til að laga sína þjóna. Eftir ákveðinn tíma gætum við (gúrúarnir ;) svo verið samstíga í því að loka á sendigar frá þessum þjónum til að kníja síðustu aðilana til að laga sín mál. "I have a dream, that one day ..."
Á sínum tíma hafði ég samband við nokkra aðila og þeir tóku allir vel í athugasemdir mína og löguðu þetta skjótt. Ég reyndi reyndar ekki við erlenda aðila.
Þetta er sjálfsagt mál ef einhver nennir. ;-) Ég get ekki ímyndað mér að neinn taki illa í þetta, að því gefnu að athugasemdirnar séu kurteislega orðaðar en ekki eitthvað flame bara.
Hugsanlega er þetta eitthvað sem ykkur finnst ómerkilegt og ónauðsynlegt en mér finnst þetta skipta máli í "baráttunni við UCE póst." Sem dæmi má taka póstþjónn vinnuveitanda míns sem getur ekki talist umferðarmikill. Á síðustu viku er þjónninn búinn að fá 3247 tengingar (*) frá þjónum sem ekki hafa PTR færslu. *Lang* stærsti partur þessa er spam.
Hvað annað sem má segja um þetta er þetta langt frá því að vera ómerkilegt eða ónauðsynlegt. Þó að ýmis vandkvæði séu á framkvæmd þess, eins og þú bendir á hér, og ég benti á í gær (minnir mig), þá ætti þetta vel að vera hægt með ákveðinni samstillingu. Þetta er stórt vandamál, og það er ekkert að minnka. Það er full ástæða og sjálfsögð þjónusta við notendur að taka hart á því.
Þetta eru nú bara allt sakleysislegar vangaveltur en eingu að síður eitthvað sem ég væri til í að athuga betur og eyða einhverjum tíma í.
Ég held að þetta sé mjög góð hugmynd. Reyndar er stefna HInet þegar sú, að veita óskráðum vélum (unresolvable hostum) enga þjónustu, þannig að þetta breytir væntanlega litlu hér...;-) -- Kristó
participants (7)
-
Bjorn Swift
-
Bjorn Swift
-
Elias Halldor Agustsson
-
gsh
-
Kristofer Sigurdsson
-
Marius Olafsson
-
Olafur Osvaldsson