Sælir, nú ætlar ISNic að halda uppboð á ýmsum lénum, það sem sló mig dálítið við þetta uppboð er að t.d. er á uppboði 112.is, 118.is, 1011.is og 1111.is (sjá 10-11.is og 11-11.is). Ég er ekkert sérstaklega ósáttur við að setja lén á uppboð NEMA í því tilfelli þegar fyrirtæki og aðrir aðilar sem eiga klárlega hagsmuna að gæta hafa hingað ekki getað sótt um lénið eftir eðlilegum leiðum og eru hér með nánast neydd til að taka þátt í uppboði... Einhver komment á þetta? Mbk, -GSH
Sælir, Fyrir mína hönd þá get ég ekki séð betri leið til að gera þetta, flest af þessum lénum er þegar búið að sækja um og hafna umsóknum meira en einusinni, og þetta er eina leiðin til að allir þeir sem sótt hafa um lénin fái möguleika á úthlutun, varla viltu að við gröfum upp elstu umsóknirnar og byrjum að hringja í fólk til að spyrja hvort það hafi ennþá áhuga? Einnig langar mig að benda á að reglur okkar þegar þetta var sett inn og einnig þegar breytingar voru gerðar á reglunum ári seinna voru lagðar fyrir þá sem töldu sig hafa hagsmuna að gæta og skráðu sig á domain listann og gerði enginn athugasemdir við þetta. Einnig voru reglurnar birtar á http://www.isnic.is Ég leyfi mér einnig að flytja þessa umræðu yfir á domain listann þar sem hún á heima, vinsamlega sendið öll frekari svör þangað. /Óli Þann 19. April 2002, ritaði Guðbjörn S. Hreinsson eitthvað á þessa leið:
Sælir, nú ætlar ISNic að halda uppboð á ýmsum lénum, það sem sló mig dálítið við þetta uppboð er að t.d. er á uppboði 112.is, 118.is, 1011.is og 1111.is (sjá 10-11.is og 11-11.is). Ég er ekkert sérstaklega ósáttur við að setja lén á uppboð NEMA í því tilfelli þegar fyrirtæki og aðrir aðilar sem eiga klárlega hagsmuna að gæta hafa hingað ekki getað sótt um lénið eftir eðlilegum leiðum og eru hér með nánast neydd til að taka þátt í uppboði...
Einhver komment á þetta?
Mbk, -GSH
-- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
participants (2)
-
Guðbjörn S. Hreinsson
-
Olafur Osvaldsson