Halló umsjónarmenn IP-neta á Íslandi. Settur hefur verið upp íslenskur DUL-listi. (DialUpList/DynamicUsers ipList eftir hvað menn vilja). Þar sem þónokkrir hafa óskað eftir eintaki var ákveðið að opinbera listann hverjum sem vill. Einnig eru í listanum nokkur erlend DNS-nöfn sem eru ekki í original DUL-listanum. Þessum lista er ekki dreift með DNS, heldur er hann í formi gagnalista fyrir sendmail (/etc/mail/access) og er nú þegar skráður á hann nokkur fjöldi íslenskra neta. Þeir sem eru skráðir sem whois-tengiliðir fyrir þeim netum sem þegar eru skráð, fá sent afrit af þessum pósti auk þess sem hann er sendur á póstlistana gurus@isnet.is og gurus@lists.isnic.is - Ef þið viljið umræðu, stefnið henni þá á gurus@lists.isnic.is (skráið ykkur fyrst ef það er ekki búið). Upplýsingar um skráningu á gurus@lists.isnic.is eru einnig á síðunni. Nánari upplýsingar um DUL-listann og listinn sjálfur hafa verið settar á vefinn á þessarri slóð: http://www.isp.is/efni/dul-list.phtml Þessi listi er mjög áhrifarík vörn gegn t.d. Hybris póstorminum, við höfnum um 300 stykkjum á viku bara með þessum lista. Njótið. -B- -- = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - -Bjorn Davidsson- - Snerpa ehf. Computer & Networks services bd@it.is - 456-5470 - Managata 6 - 400 Isafjordur - Iceland
participants (1)
-
Bjorn Davidsson