Sælir,
Við hjá Inter erum að plana að setja upp sérstakan tilkynningapóstlista sem heitir bilanir@isp.is - Hann er hugsaður fyrir tæknilega tengiliði í Internetveitum á Íslandi en ekki fyrir almenning. Á þennan lista væri hægt að pósta tilkynningar um bæði fyrirhugaðar og óvæntar rekstrartruflanir og yrði listinn ætlaður öllum netum, þ.e. ISnet, Simnet og LinaNet óháð því hvar menn eru tengdir.
Mér sýnist þú vera að gleyma einu - non-commercial netinu okkar. ;-) Þar er annars vegar HInet, sem er eitt stærsta netkerfi landsins (4. stærsta, samkv. talningu RIPE, minnir mig), og svo náttúrulega okkar uplink, RHnet.
Listinn myndi bæta upplýsingaflæði en einnig lögð áhersla á að hann væri ekki fyrir almenning eða fjölmiðla þannig að aðilar eru skráðir "handvirkt" og þurfa að vera tæknilegir tengiliðir hjá heildsölum eða endursöluaðilum. Þannig yrði líka betur tryggt að
Þetta sýnist mér vera mjög góð pólisía. Helst að láta meðlimi skilja, að það sem fer á listann er ekki endilega neitt opinbert, eða neitt til að gaspra mikið með. Upplýsingaflæði hefur verið mjög lélegt upp á síðkastið, sérstaklega með innkomu ónefnds, stórs símafélags inn á markaðinn.
þeir sem málið varðar yrðu ófeimnari að pósta á hann t.d. upplýsingar um DoS-árásir, aðvaranir um t.d. tilvik á borð við Code Red orminn og fyrirspurnir um óeðlilega umferð.
Ýmsir virðast mjög feimnir við að gefa upplýsingar um nákvæmlega þetta, kannski þessi listi muni hjálpa þeim að opna sig aðeins.
Á þennan lista (sem er rétt ófæddur) væri hægt að pósta t.d. spurninguna sem þú sendir.
Þeir sem hafa áhuga á að vera á slíkum lista eru beðnir að hafa samband við mig beint og ég skrái þá á hann þegar/ef hann verður settur upp. Þeir sem vilja ræða málið frekar áður en farið er í
Ég er til í að vera á slíkum lista. Það væri mjög hjálplegt í mínu starfi að vita hvað er að gerast hjá öðrum - HInet er alls engin eyja í hafinu, okkar kerfi verður náttúrulega að einhverju leyti varir við ýmis áhrif frá öðrum netum.
stofnun slíks lista eru beðnir að beina umræðunni á gurus@lists.isnic.is Sjá http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus
-- Kristófer Sigurðsson Tel: +354 525 4103 Netsérfræðingur/Network specialist E-mail: ks@hi.is Reiknistofnun HÍ/University of Iceland NIC handles: KS11-IS - KS4969-RIPE Public PGP key: finger -l ks@katla.rhi.hi.is -----BEGIN GEEK CODE BLOCK----- VERSION: 3.12 GCM/MU d-@ s: a--- C+++@ UL++ P+++ L++@ E--- W+@ N+ o! K w-- O M+@ V- PS+++ PE++ Y+ PGP+ t+ 5 X+ R- tv-- b+++ DI+++ D+@ G e h r- y+ -----END GEEK CODE BLOCK-----
Sæll gamli vin Kristófer! On Fri, 18 Jan 2002, Kristófer Sigurðsson wrote:
Sælir,
Við hjá Inter erum að plana að setja upp sérstakan tilkynningapóstlista sem heitir bilanir@isp.is - Hann er hugsaður fyrir tæknilega tengiliði í Internetveitum á Íslandi en ekki fyrir almenning. Á þennan lista væri hægt að pósta tilkynningar um bæði fyrirhugaðar og óvæntar rekstrartruflanir og yrði listinn ætlaður öllum netum, þ.e. ISnet, Simnet og LinaNet óháð því hvar menn eru tengdir.
Mér sýnist þú vera að gleyma einu - non-commercial netinu okkar. ;-)
Þar er annars vegar HInet, sem er eitt stærsta netkerfi landsins (4. stærsta, samkv. talningu RIPE, minnir mig), og svo náttúrulega okkar uplink, RHnet.
Úps.. auðvitað átti ég við þau líka... Merkilega margir eru búnir að hafa samband og segjast hafa áhuga á að vera með í slíkum lista þannig að ég held að sé ljóst að hann verði til. Hinsvegar er spurning hvort væri sniðugara í ljósi þess að gurus@lists.isnic.is er með mjög skyldan áskrifendahóp, að nota annaðhvort þann lista, bilanir-listann eða þá að nota annan listann sem "exploder" fyrir hinn. Mér datt strax í hug að fá leyfi hjá Óla sem er umsjónarmaður gurus-listans til að gurus verði exploder þannig að þeir sem eru þegar áskrifendur að gurus fái tilkynningar af bilanir líka en þá væri bilanir-listinn s.s. ekkert lokaður lengur. Kostirnir við að hafa hann lokaðan, þ.e. þrengri hóp sem markaðist af ISP'um og útlandagáttum væru að menn væru ófeimnari við að tilkynna atvik sem eru í gangi en ekki fullgreind, en það hefur viljað brenna við að menn vilja ekki melda truflanir fyrr en þeir vita allt um þær - þ.e. hafa þær fullgreindar, sem gengur nátturulega ekki upp. Gott væri að fá viðbrögð þeirra sem reka útlandagáttirnar (og annarra) við því hvernig væri heppilegast að gera þetta þannig að öll sætum við eftir með betri fyrirvara og meiri vitneskju um óvæntar truflanir. kk, -B- -- = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - -Bjorn Davidsson- - Snerpa ehf. Computer & Networks services bd@it.is - 354-520-4000 - Managata 6 - 400 Isafjordur - Iceland
Hæhæ, Bjössi, og þið hin. ;-) On Fri, 18 Jan 2002 15:13:03 +0000 "Bjorn Davidsson" <bjossi@snerpa.is> wrote:
Merkilega margir eru búnir að hafa samband og segjast hafa áhuga á að vera með í slíkum lista þannig að ég held að sé ljóst að hann verði til. Hinsvegar er spurning hvort væri sniðugara í ljósi þess að gurus@lists.isnic.is er með mjög skyldan áskrifendahóp, að nota annaðhvort þann lista, bilanir-listann eða þá að nota annan listann sem "exploder" fyrir hinn.
Þetta myndi algjörlega varpa fyrir róða tilgangi listans - eyða þessari feimni sem er við að auglýsa eigin mistök. Ég held ekki að þetta væri góð hugmynd...
Mér datt strax í hug að fá leyfi hjá Óla sem er umsjónarmaður gurus-listans til að gurus verði exploder þannig að þeir sem eru þegar áskrifendur að gurus fái tilkynningar af bilanir líka en þá væri bilanir-listinn s.s. ekkert lokaður lengur.
Nákvæmlega.
Kostirnir við að hafa hann lokaðan, þ.e. þrengri hóp sem markaðist af ISP'um og útlandagáttum væru að menn væru ófeimnari við að tilkynna atvik sem eru í gangi en ekki fullgreind, en það hefur viljað brenna við að menn vilja ekki melda truflanir fyrr en þeir vita allt um þær - þ.e. hafa þær fullgreindar, sem gengur nátturulega ekki upp.
Gott væri að fá viðbrögð þeirra sem reka útlandagáttirnar (og annarra) við því hvernig væri heppilegast að gera þetta þannig að öll sætum við eftir með betri fyrirvara og meiri vitneskju um óvæntar truflanir.
Málið er það, að menn vilja ekki auglýsa eigin mistök, til að samkeppnisaðilar geti ekki nýtt sér þau. Það hefur oft reynst þrautalendingin að þetta sé "örugglega einhverjum öðrum að kenna". Við þessu held ég að helsta ráðið sé að auglýsa þetta lítið, og hafa þetta bara óformleg samskipti tæknimanna, sem koma ekki að markaðssetningu...
kk, -B- -- = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - -Bjorn Davidsson- - Snerpa ehf. Computer & Networks services bd@it.is - 354-520-4000 - Managata 6 - 400 Isafjordur - Iceland
-- Kristófer Sigurðsson Tel: +354 525 4103 Netsérfræðingur/Network specialist E-mail: ks@hi.is Reiknistofnun HÍ/University of Iceland NIC handles: KS11-IS - KS4969-RIPE Public PGP key: finger -l ks@katla.rhi.hi.is -----BEGIN GEEK CODE BLOCK----- VERSION: 3.12 GCM/MU d-@ s: a--- C+++@ UL++ P+++ L++@ E--- W+@ N+ o! K w-- O M+@ V- PS+++ PE++ Y+ PGP+ t+ 5 X+ R- tv-- b+++ DI+++ D+@ G e h r- y+ -----END GEEK CODE BLOCK-----
Sælir, Þann 18. January 2002, ritaði Kristófer Sigurðsson eitthvað á þessa leið:
Málið er það, að menn vilja ekki auglýsa eigin mistök, til að samkeppnisaðilar geti ekki nýtt sér þau. Það hefur oft reynst þrautalendingin að þetta sé "örugglega einhverjum öðrum að kenna". Við þessu held ég að helsta ráðið sé að auglýsa þetta lítið, og hafa þetta bara óformleg samskipti tæknimanna, sem koma ekki að markaðssetningu...
Ég veit ekki betur en að ISnet hafi alla tíð fram að kaupum Títan á netinu sett alla atburði á vefinn hjá sér án þess að samkeppnisaðilar hafi getað nýtt sér það, þvert á móti held ég að viðskiptavinir hafi verið ánægðir með að fá þessar upplýsingar, og merkilegt nokk þá leituðu margir viðskiptavina Landssímanns á þessa síðu okkar til að fá upplýsingar um það hvort eitthvað amaði að Cantat-3 þegar útlandatenging Landssímanns fór niður, enda var aldrei neinar tilkynningar að hafa úr þeirri átt á þessum tíma. Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
Hæhæ,
Ég veit ekki betur en að ISnet hafi alla tíð fram að kaupum Títan á netinu sett alla atburði á vefinn hjá sér án þess að samkeppnisaðilar hafi getað nýtt sér það, þvert á móti held ég að viðskiptavinir hafi verið ánægðir með að fá þessar upplýsingar, og merkilegt nokk þá leituðu margir viðskiptavina Landssímanns á þessa síðu okkar til að fá upplýsingar um það hvort eitthvað amaði að Cantat-3 þegar útlandatenging Landssímanns fór niður, enda var aldrei neinar tilkynningar að hafa úr þeirri átt á þessum tíma.
Þetta er alveg rétt, og mér finnst þessi stefna lofsverð. Það sem ég var að ýja að, var hugsanaháttur ákveðinna, ónefndra aðila, sem því miður hafa mikinn part af samböndum hér á landi á sinni könnu.
Óli
-- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
-- Kristófer Sigurðsson Tel: +354 525 4103 Netsérfræðingur/Network specialist E-mail: ks@hi.is Reiknistofnun HÍ/University of Iceland NIC handles: KS11-IS - KS4969-RIPE Public PGP key: finger -l ks@katla.rhi.hi.is -----BEGIN GEEK CODE BLOCK----- VERSION: 3.12 GCM/MU d-@ s: a--- C+++@ UL++ P+++ L++@ E--- W+@ N+ o! K w-- O M+@ V- PS+++ PE++ Y+ PGP+ t+ 5 X+ R- tv-- b+++ DI+++ D+@ G e h r- y+ -----END GEEK CODE BLOCK-----
Það var Föstudagur í Janúar þegar Kristófer Sigurðsson sagði:
Hæhæ, Bjössi, og þið hin. ;-)
On Fri, 18 Jan 2002 15:13:03 +0000 "Bjorn Davidsson" <bjossi@snerpa.is> wrote:
Merkilega margir eru búnir að hafa samband og segjast hafa áhuga á að vera með í slíkum lista þannig að ég held að sé ljóst að hann verði til. Hinsvegar er spurning hvort væri sniðugara í ljósi þess að gurus@lists.isnic.is er með mjög skyldan áskrifendahóp, að nota annaðhvort þann lista, bilanir-listann eða þá að nota annan listann sem "exploder" fyrir hinn.
Þetta myndi algjörlega varpa fyrir róða tilgangi listans - eyða þessari feimni sem er við að auglýsa eigin mistök. Ég held ekki að þetta væri góð hugmynd...
Mér datt strax í hug að fá leyfi hjá Óla sem er umsjónarmaður gurus-listans til að gurus verði exploder þannig að þeir sem eru þegar áskrifendur að gurus fái tilkynningar af bilanir líka en þá væri bilanir-listinn s.s. ekkert lokaður lengur.
Nákvæmlega.
Ég held að við þyrftum að stofna e.k. frímúrarareglu kerfis- og netstjóra. Vettvang þar sem við gætum skiptst á upplýsingum um svona hluti án þess að hafa áhyggjur af því að óþveginn almúginn (þar með taldar sölu- og markaðsdeildir) fengi of mikið af hráum upplýsingum um hvað væri á seyði. Málið er að þegar svona mál koma upp á, þá sér hver og einn ekki nema hluta vandans, eins og í gömlu persnesku dæmisögunni um blindingjana fimm sem fóru að skoða fílinn (einn sagði að hann væri eins og veggur, annar sagði að hann væri eins og tré, þriðji að hann væri eins og slanga og svo frv.). Það verður að vera frjálst flæði upplýsinga á milli okkar upp að vissu marki, upplýsinga sem við getum gefið upp óhræddir um að verði slegið upp í flennifyrirsagnir. Þessar árásir eru að hafa áhrif á allt netið á landinu. Eitthvað verður að gerast. -- |---Elías Halldór Ágústsson---elias@skyrr.is---http://this.is/bofh/---| | Systems Administrator. NIC hdl: EHA2-IS and EA19-IS @whois.isnic.is | | http://www.skyrr.is/legal/disclaimer.txt | Microsoft delenda est | |-------Unsolicited commercial email will be dealt with harsly--------|
Sælir gúrúar, nú veit ég ekki með ykkur en hérna á Gagnaneti Símans eru mál svo komin að abuse kvartanir eru farnar að taka 50% af starfi heils starfskrafts. Þá er ég að tala um bara kvartanir um hegðun okkar viðskiptavina. Það er ljóst að þetta er dýr hegðun og leggst á aðra notendur sem ekkert brjóta af sér. Þetta er vinna sem er lítið hægt að minnka með einhverju automat þar sem þetta innifelur mikil samskipti sem er illa hægt að automata (svo ég sjái). Mig langar að vita hvort aðrir finni fyrir sömu þróun (nokkuð viss um þetta) og hvort þið hafið skoðað eitthvað automat ferli til að minnka overhead? Einnig væri gaman að vita hvort allir séu með notkunarskilmála og þá hvort þið hafið sektarákvæði sem þið beitið? Íslenskir "hakkerar" og/eða script kiddies eru orðnir mjög uppivöðslusamir og nauðsynlegt að taka á því en líklega vill enginn vera vondi kallinn og brjóta ísinn, menn geta átt von á slæmu orðspori, samúðarárásum o.s.frv. Svona smá laugardagsmorgunspælingar. -GSH
Sælir, Við erum nú ekki með neina raunverulega IP notendur lengur en ég hef orðið var við miklu meira af spami frá innlendum notendum en áður, og nú er svo komið að mínar kvartanir miðast við að hóta lokun á alla tölvupóstmóttöku frá viðkomandi þjónustu haldi sendingarnar áfram, enda virðast margar þeirra ekki taka mark á kvörtunum sem maður sendir. Einnig finnst mér skammarlegt hvað fáir eru með abuse@ addressu hjá sér, og sumir hverjir virðast aldrei lesa postmaster póstinn... Óli Þann 02. February 2002, ritaði Guðbjörn Hreinsson eitthvað á þessa leið:
Sælir gúrúar, nú veit ég ekki með ykkur en hérna á Gagnaneti Símans eru mál svo komin að abuse kvartanir eru farnar að taka 50% af starfi heils starfskrafts. Þá er ég að tala um bara kvartanir um hegðun okkar viðskiptavina.
Það er ljóst að þetta er dýr hegðun og leggst á aðra notendur sem ekkert brjóta af sér. Þetta er vinna sem er lítið hægt að minnka með einhverju automat þar sem þetta innifelur mikil samskipti sem er illa hægt að automata (svo ég sjái).
Mig langar að vita hvort aðrir finni fyrir sömu þróun (nokkuð viss um þetta) og hvort þið hafið skoðað eitthvað automat ferli til að minnka overhead? Einnig væri gaman að vita hvort allir séu með notkunarskilmála og þá hvort þið hafið sektarákvæði sem þið beitið?
Íslenskir "hakkerar" og/eða script kiddies eru orðnir mjög uppivöðslusamir og nauðsynlegt að taka á því en líklega vill enginn vera vondi kallinn og brjóta ísinn, menn geta átt von á slæmu orðspori, samúðarárásum o.s.frv.
Svona smá laugardagsmorgunspælingar. -GSH
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus
-- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
Guðbjörn Hreinsson skrifaði þann 02. Febrúar 2002 eitthvað á þessa leið:
Sælir gúrúar, nú veit ég ekki með ykkur en hérna á Gagnaneti Símans eru mál svo komin að abuse kvartanir eru farnar að taka 50% af starfi heils starfskrafts. Þá er ég að tala um bara kvartanir um hegðun okkar viðskiptavina.
Reynslan er sú að mikið af pósti til "abuse" er vegna opinna póstrelay-a á baknetum. Það er raunar umræða um þetta á SPAM-L listanum nýlega og kemur í ljós að það eru fleiri sem hafa gert eins og ég, sem er mjög árangursrík vörn. Lokað globalt á innkomandi fyrirspurnir á port 25 og síðan stungin göt á fyrir póstservera sem eru uppsettir og prófaðir. Ef einhver vill setja upp póstserver sem hægt á að vera að senda inn á er gert gat *eftir* að búið er að prófa hvort viðkomandi "Exchange" er rétt uppsett. Önnur aðferð er að setja tvær MX færslur og sú lægri er blokkeruð frá Interneti en hærri talan hjá ISP sem tekur þá við skeytinu og áframsendir. Sama gildir um port 80 - Að blokkera það á border router og stinga holur fyrir þá sem biðja um það eftir að hafa gert þeim grein fyrir "Code Red" o.þ.h. meinsemdum kom t.d. í veg fyrir svona uppákomu. <a href="http://bd.it.is/misc/images/code-red-day.png"> http://bd.it.is/misc/images/code-red-day.png</a> sem kom upp hjá t.d. netþjónustu sem auglýsir sig sérstaklega sem aðili sem sér um ,,traust samskipti á Internetinu" ...
Íslenskir "hakkerar" og/eða script kiddies eru orðnir mjög uppivöðslusamir og nauðsynlegt að taka á því en líklega vill enginn vera vondi kallinn og brjóta ísinn, menn geta átt von á slæmu orðspori, samúðarárásum o.s.frv.
Ég er sammála þessu og í raun löngu kominn tími á að bregðast við. Varðandi persónuvernd held ég sé ekki fyrirstaða ef að notendum er fyrirfram gerð grein fyrir tilveru slíks lista og að misnotkun kunni að varða skráningu á hann. kk, -B- -- = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = -Björn Davíðsson- - Snerpa ehf. Tölvu og netþjónusta. bjossi@snerpa.is - 520-4000 - Mánagata 6 - 400 Ísafjörður.
Lokað globalt á innkomandi fyrirspurnir á port 25 og síðan stungin göt á fyrir póstservera sem eru uppsettir og prófaðir.
... Svo lengi sem notendur eru fyllilega upplýstir um þessa og aðra líka filtera
Ef einhver vill setja upp póstserver sem hægt á að vera að senda inn á er gert gat *eftir* að búið er að prófa hvort viðkomandi "Exchange" er rétt uppsett. Yep.
Önnur aðferð er að setja tvær MX færslur og sú lægri er blokkeruð frá Interneti en hærri talan hjá ISP sem tekur þá við skeytinu og áframsendir.
Nei! ... þetta er argasti dónaskapur gagnvart sendendum. Sjá ágætis umfjöllun um þetta í draft-BCP: <http://www.ietf.org/internet-drafts/draft-ietf-dnsop-dontpublish-unreachable-01.txt>
Íslenskir "hakkerar" og/eða script kiddies eru orðnir mjög uppivöðslusamir og nauðsynlegt að taka á því en líklega vill enginn vera vondi kallinn og brjóta ísinn, menn geta átt von á slæmu orðspori, samúðarárásum o.s.frv.
Ég er sammála þessu og í raun löngu kominn tími á að bregðast við. Varðandi persónuvernd held ég sé ekki fyrirstaða ef að notendum er fyrirfram gerð grein fyrir tilveru slíks lista og að misnotkun kunni að varða skráningu á hann.
Ekki má gleyma í þessari umfjöllun hvað íslenskar netþjónustur gera til að koma í vegir fyrir að *þeirra* notendur stundi ýmsa slíka vafasama iðju. -- Eru allir með örugga "egress filtera" (svo var ekki til skams tíma), eru menn með IDS (svo sem 'snort' eða eitthvað þvíumlíkt) sem fylgist ekki bara með því sem kemur inn, heldur líka því sem fer út. Skrá menn upphringi-netblokkir á MAPS DUL listann, gera menn greinarmun á fyrirtækja ADSL og heimilis ADSL o.s.frv. -- Marius
Það var Mánudagur í Febrúar þegar Marius Olafsson sagði:
Sjá ágætis umfjöllun um þetta í draft-BCP: <http://www.ietf.org/internet-drafts/draft-ietf-dnsop-dontpublish-unreachable-01.txt>
Það skilar 404, svo virðist sem að skjalið hafi verið uppfært fyrir 2 vikum: http://www.ietf.org/internet-drafts/draft-ietf-dnsop-dontpublish-unreachable... -- |---Elías Halldór Ágústsson---elias@skyrr.is---http://this.is/bofh/---| | Systems Administrator. NIC hdl: EHA2-IS and EA19-IS @whois.isnic.is | | http://www.skyrr.is/legal/disclaimer.txt | Microsoft delenda est | |-------Unsolicited commercial email will be dealt with harsly--------|
On Mon, 04 Feb 2002, Marius Olafsson wrote:
Önnur aðferð er að setja tvær MX færslur og sú lægri er blokkeruð frá Interneti en hærri talan hjá ISP sem tekur þá við skeytinu og áframsendir.
Nei! ... þetta er argasti dónaskapur gagnvart sendendum.
Já - sérstaklega ef ekki kemur strax höfnun heldur timeout. En það er alveg rétt - það er engin gild ástæða til að gera þetta svona. Ég nota t.d. þá aðferð að vísa á MX hjá mér, sem er síðan með færslu í /etc/mail/virtusertable Dæmi: Notes server hjá virki.is @ IN MX 10 mail mail IN A 193.109.x.x notes IN A 193.109.x.x og síðan í /etc/mail/virtusertable postmaster@virki.is postmaster @virki.is %1@notes.virki.is postmaster (og/eða abuse) addressu má hvort heldur höndla lókalt, eða vísa á alias sem vísar á M$ addressur svo sem Administrator@lén etc.. -B- -- = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - -Bjorn Davidsson- - Snerpa ehf. Computer & Networks services bd@it.is - 354-520-4000 - Managata 6 - 400 Isafjordur - Iceland
Sælir, Þann 18. January 2002, ritaði Bjorn Davidsson eitthvað á þessa leið:
Mér datt strax í hug að fá leyfi hjá Óla sem er umsjónarmaður gurus-listans til að gurus verði exploder þannig að þeir sem eru þegar áskrifendur að gurus fái tilkynningar af bilanir líka en þá væri bilanir-listinn s.s. ekkert lokaður lengur.
Ég veit nú ekki alveg hvað þú átt við með "exploder" en mér finnst sjálfsagt að menn tilkynni bilanir sem hafa áhrif á netsamfélagið okkar í heild sinni á gurus@lists.isnic.is t.d. ef RIX eða Útlandatengin fer niður en mér finnst það varla við hæfi að sá listi sé notaður fyrir tilkynningar t.d. ef það bilar innanhústæki sem hefur bara áhrif einstaka viðskiptavini þjónustunnar. Einnig er þessi listi þannig að hver sem er getur gerst áskrifandi að honum en ekki er víst að allir vilji að bilanatilkynningar sínar komist í blöðin, þó mér sjálfum finnist að það eigi ekki að vera leyndarmál í þessum bransa...allavega ekki varðandi sambandsleysi við umheiminn.
Kostirnir við að hafa hann lokaðan, þ.e. þrengri hóp sem markaðist af ISP'um og útlandagáttum væru að menn væru ófeimnari við að tilkynna atvik sem eru í gangi en ekki fullgreind, en það hefur viljað brenna við að menn vilja ekki melda truflanir fyrr en þeir vita allt um þær - þ.e. hafa þær fullgreindar, sem gengur nátturulega ekki upp.
Sem dæmi var ein þjónustan hér á landi sambandslaus næstum heila kvöldstund í vikunni og minn upplinkur (Íslandssími) varð fyrir einhverjum truflunum líka, ég hef ekki orðið var við fréttir frá þessum aðilum hvað gerðist en þykist svosum vita hvað þetta var. Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
Daginn Lokaður listi fyrir tæknimenn/yfirmenn internetþjónustuaðila hljómar vel. -*- Bjorn Davidsson <bjossi@snerpa.is> [ 2002-01-18 15:20 ]:
Gott væri að fá viðbrögð þeirra sem reka útlandagáttirnar (og annarra) við því hvernig væri heppilegast að gera þetta þannig að öll sætum við eftir með betri fyrirvara og meiri vitneskju um óvæntar truflanir.
Mig hefur lengi dreymt um slíkan lista sem myndi takmarkast við þá sem eru í transit eða public peering (sem væru í dag allir þeir sem eru tengdir RIX). Með þá einmitt sömu forsendum; aðeins þeir tæknimenn/yfirmenn sem hafa með rútun (sem mætti jafnvel þrengja með BGP rútun) að gera. Kveðja, Tolli -- Þórhallur Hálfdánarson tolli@margmidlun.is Kerfisstjóri / Netstjóri - MInet Margmiðlun Internet ehf. www.mi.is Sími: 575-7078 Fax: 575-7001
-*- Kristófer Sigurðsson <ks@hi.is> [ 2002-01-18 15:31 ]: Sælir..
Sælir,
Við hjá Inter erum að plana að setja upp sérstakan tilkynningapóstlista sem heitir bilanir@isp.is - Hann er hugsaður fyrir tæknilega tengiliði í Internetveitum á Íslandi en ekki fyrir almenning. Á þennan lista væri hægt að pósta tilkynningar um bæði fyrirhugaðar og óvæntar rekstrartruflanir og yrði listinn ætlaður öllum netum, þ.e. ISnet, Simnet og LinaNet óháð því hvar menn eru tengdir.
Mér sýnist þú vera að gleyma einu - non-commercial netinu okkar. ;-)
Þar er annars vegar HInet, sem er eitt stærsta netkerfi landsins (4. stærsta, samkv. talningu RIPE, minnir mig), og svo náttúrulega okkar uplink, RHnet.
Listinn myndi bæta upplýsingaflæði en einnig lögð áhersla á að hann væri ekki fyrir almenning eða fjölmiðla þannig að aðilar eru skráðir "handvirkt" og þurfa að vera tæknilegir tengiliðir hjá heildsölum eða endursöluaðilum. Þannig yrði líka betur tryggt að
Þetta sýnist mér vera mjög góð pólisía. Helst að láta meðlimi skilja, að það sem fer á listann er ekki endilega neitt opinbert, eða neitt til að gaspra mikið með.
Upplýsingaflæði hefur verið mjög lélegt upp á síðkastið, sérstaklega með innkomu ónefnds, stórs símafélags inn á markaðinn.
Persónulega, finnst mér það að gefa upp upplýsingar um bilanir ekki vera "optional", heldur ætti það að vera skylda. Annaðhvort með reglugerð eða lögum, er það kannski þannig nú þegar? En ef þessi listi yrði til - hvað mælti á móti að þeir sem hafi áhuga á þessum hlutum (eins ég t.d. ég), en vinna hvorki við þetta né eiga nokkurn hlut að þessu megi verða áskrifendur? Þeir þyrftu ekki einu sinni að vera með aðgang til að senda á listann, bara fylgjast með. Og það að blaðamenn hafi ekki aðgang að svona lista finnst mér í góðu lagi. (Þeir túlka hvort eð er allt vitlaust.) -G. P.S.: Ef þið fáið þetta tvisvar, fyrirgefið, smá vesen - ætti ekki að koma fyrir aftur :) -- =================================================================================== | Guðmundur D. Haraldsson | When you have eliminated the impossible,| | gdh@binhex.EU.org | what ever remains, however improbable, | | http://www.binhex.EU.org/ | must be the truth. | | | - Sherlock Holmes, "The sign of four" | |---------------------------------------------------------------------------------| | GPG key: lynx -dump http://vlug.eyjar.is/gdh/gpgkey.asc | gpg --import | | Key fingerprint = DE6D A875 EA92 0699 9B49 8C49 2DBB 76BF ADD4 C933 | =================================================================================== // Spammers will be affixiated in paté!
participants (8)
-
Bjorn Davidsson
-
Elias Halldor Agustsson
-
Guðbjörn Hreinsson
-
Guðmundur D. Haraldsson
-
Krist�fer Sigur�sson
-
Marius Olafsson
-
Olafur Osvaldsson
-
Þórhallur Hálfdánarson