Terminal: Mail bombur frá innlendum aðilum
Sælt veri fólkið, Nokkrir skrifuðu mér og spurðu hvað ég væri að tala um. Tók saman nokkra punkta um styttingar sem er verið að nota. DHA Directory Harvesting Attacks eða Harvesting Attacks eða Directory Attacks. Stendur fyrir það sama. Árásaraðili tengist MTA og gefur af handahófi eða nánast af handahófi RCPT TO skipanir og noterar hvort svarið er jákvætt eður ei. Þetta byrjaði í stórum stíl eftir að erfiðara varð að finna (harvesta) slík netföng með öðrum aðferðum og ISPar eða aðrir aðilar byrjuðu að nota local verify. Orðið erfitt að greina þessar árásir þar sem árásaraðilar eru farnir að dreifa árásunum yfir tíma og zombía. Local Verify Er annað orð yfir þetta? Þetta er notað yfir gáttarþjóna eða aðra póstþjóna sem athuga hvort netfang er til áður en gefið er jákvætt svar við RCPT TO skipunum. CSV Client SMTP Validation ein af mörgum aðferðum eins og SPF, SID, ad infinitum (sbr. MARID) til að auðkenna póstþjóna. Ætla ekki að útskýra þetta hérna á annan hátt. Mail bombur Þegar póstþjónn verður nánast fyrir árás vegna þess að netfang eða netföng sem er þjónustað af þjóninum eru fölsuð í ýmiskonar joe job. Backscatter Skeyti sem bounca á MTA vegna joe-jobba og Accept and reject högunar. Joe-job Þegar netfang eða lén er falsað og notað til að senda spam póst. Accept and reject Sú pósthögun að taka við öllum pósti og senda svo DSN/NDN vegna þess pósts sem ekki tókst að skila. Reject/deny/drop-before accept Sú högun að hafna eða hreinlega droppa tengingum áður en session klárast og búið er að meðtaka skeytið. DSN (NDN) Delivery Status Notification (Non-Delivery Notification) DUL Dial Up List sbr. Íslenski DUL listinn. Einhver sem vill bæta við? -GSH
participants (1)
-
Guðbjörn S. Hreinsson