Sælir Ég sem og aðrir eiga í vandræðum með þennan óhemjufjölda af ruslpósti sem kemur inn. Auðvitað hefði ég getað verið sniðugur og aldrei sett emailið mitt á síðu eða skrifað í gestabók o.s.frv. en skaðinn er skeður. Nú vill ég geta filterað þetta. Eru einhverjir "ruslakallar" hérna sem eru tilbúnir til að deila með okkur hinum einhverjum árangursríkum lausnum á þessu sviði. Ég hef prufað nokkrar lausnir - Spamprobe Keyrt af procmail og notar svona bay reglur einhverjar til að læra af bréfunum, þjálfa hann svo reglulega úr imap hólfinu mínu, virkar ágætlega en tekur ekki nema svona 70% af ruslinu sem ég fæ. - Spamassassin Ágætis tól en vesen að fá hann til að virka eftir mínu höfði, vantar svona safn af reglum fyrir hann. Svo hefur maður auðvitað notað hina og þessa dns blacklista. Eitthvað fleira sem fólk hefur prufað? Kveðja, Andri Óskarsson
Sæll Andri, Ég nota slatta af blacklists og fæ því sjaldnar spampóst með þeim en ég fæ af accountunum mínum hjá Og Vodafone(er bara með e-mail). Það væri ótrúlegt ef ég fengi meira en einn ruslpóst á viku. Blacklistarnir sem ég nota eru(eftir röð): relays.ordb.org sbl.spamhaus.org list.dsbl.org dnsbl.njabl.org china.blackholes.us korea.blackholes.us brazil.blackholes.us nigeria.blackholes.us bl.spamcop.net verio.blackholes.us level3.blackholes.us proxies.relays.monkeys.com bl.bonivet.net russia.blackholes.us Síðan rek ég póstþjónustu fyrir félaga mína og hef kvatt þá til að senda mér headera af spampósti sem hefur sloppið í gegn en aðeins einu sinni hef ég fengið header. Hvort það er vegna leti þeirra eða árangri blacklistanna get ég ekki svarað. Ef þið hafið athugasemdir varðandi blacklistana sem ég nota eða röðina, endilega commentið. Með kveðju, Svavar Lúthersson (svavarl@stuff.is On Tue, 9 Dec 2003 22:42:26 -0000 Andri Óskarsson <andri@scrolls.org> wrote:
Sælir
Ég sem og aðrir eiga í vandræðum með þennan óhemjufjölda af ruslpósti sem kemur inn. Auðvitað hefði ég getað verið sniðugur og aldrei sett emailið mitt á síðu eða skrifað í gestabók o.s.frv. en skaðinn er skeður. Nú vill ég geta filterað þetta.
Eru einhverjir "ruslakallar" hérna sem eru tilbúnir til að deila með okkur hinum einhverjum árangursríkum lausnum á þessu sviði.
Ég hef prufað nokkrar lausnir
- Spamprobe Keyrt af procmail og notar svona bay reglur einhverjar til að læra af bréfunum, þjálfa hann svo reglulega úr imap hólfinu mínu, virkar ágætlega en tekur ekki nema svona 70% af ruslinu sem ég fæ.
- Spamassassin Ágætis tól en vesen að fá hann til að virka eftir mínu höfði, vantar svona safn af reglum fyrir hann.
Svo hefur maður auðvitað notað hina og þessa dns blacklista.
Eitthvað fleira sem fólk hefur prufað?
Kveðja, Andri Óskarsson
_______________________________________________ Gurus mailing list Gurus@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus
Það var Þriðjudagur í Desember þegar Svavar Lúthersson sagði:
Sæll Andri,
Ég nota slatta af blacklists og fæ því sjaldnar spampóst með þeim en ég fæ af accountunum mínum hjá Og Vodafone(er bara með e-mail). Það væri ótrúlegt ef ég fengi meira en einn ruslpóst á viku. Blacklistarnir sem ég nota eru(eftir röð): relays.ordb.org sbl.spamhaus.org list.dsbl.org dnsbl.njabl.org [klippi frá 9 aðra DNS blacklista]
Þetta væri áreiðanlega frábært í fullkomnum heimi, en staðreyndin er bara sú að sérhver sá sem rekur póstkerfi sem er stærra en bara fyrir fjölskyldu og vini gerir sér grein fyrir að sérhvert DNS-byggðt svarthol er "point of failure", þ.e. ef ekki næst samband við nafnamiðlara listans, þá dregur það úr vinnsluhraða póstþjóns, sem aftur dregur úr svartíma hans og afköstum yfirleitt. Verst er þó ef hann fer allt í einu að svara játandi fyrir allar fyrirspurnir, eins og kom fyrir osirusoft.com um daginn (sjá http://slashdot.org/articles/03/08/27/0214238.shtml?tid=111&tid=126 Osirusoft var fram að þessu besta DNS svartholið). Það bætir ástandið heilmikið ef hægt er að flytja zone-inn (hvaða orð er yfir DNS zone á Íslensku?) yfir á nálægan nafnaþjón. Ég hef verið að skoða leiðir til að nota local DNS server sem sjálfvirkt svarthol fyrir póstþjóna á háskólanetinu. Öll tæki og tól til þess eru til staðar, það er bara vandi að finna rétta aðferð til að velja þær IP-tölur sem eiga að lenda í svartholinu, og hvernig ætti að hleypa þeim aftur úr því. Í stuttu máli, til að þeir hinir sem vita ekki hvernig DNS svarthol virka geti einnig fylgst með, þá virkar þetta þannig að póstþjónninn er stilltur til að fletta sérhverri IP-tölu sem tengist upp í sérstökum DNS zone, t.d. "svarthol.is", þannig að t.d. IP-talan 1.2.3.4 væri 4.3.2.1.svarthol.is. Ef 4.3.2.1.svarthol.is. reynist vera 127.0.0.2, þá er lokað á samskipti við 1.2.3.4 áður en póstur hefur verið sendur. Hægt er að nota ýmis tól til að fylla þennan zone, t.d. nsupdate sem fylgir með BIND 9 eða Net::DNS klasann í perl. Síðan er bara vandinn að ná IP-tölunum, t.d. úr póstloggum um leið og þeir verða til, og skrá þær í svarthol.is. Vandinn er bara sá að þótt við vitum hvernig spam-árás lítur út í póstloggum, þá er erfitt að finna það svo vel verði á vélrænan hátt. Ég læt ykkur vita ef mér verður ágengt. --
participants (3)
-
Andri Óskarsson
-
Elias Halldor Agustsson
-
Svavar Lúthersson