Komið þið sælir gúrúar Ég heiti Veturliði Þór Stefánsson og var rétt í þessu að skrá mig inn á spjall listann. Ég er laganemi og er núna að vinna að lokaritgerð mína í lögfræði sem ber vinnuheitið "Bein markaðssetning í ljósi persónu- og neytendaverndar". Í ritgerðinni fjalla ég um það lagaumhverfi sem gildir varðandi beina markaðssetning, þar á meðal persónuuplýsingalögin, húsgöngu- og fjarsölulögin sem og fjarskiptalögin. Ég mun einnig fjalla í ritgerðinni um tölvuruslpóst (SPAM). Ég sá á póstlistanum að einn ykkar hefur kært til lögreglu meint SPAM hjá vefhotel.com. Ég ætlaði bara að forvitnast um það hvernig það mál stæði og hvort þið gætuð bent mér á fleiri slík mál sem upp hafa komið. Sérstaklega væri gott ef þið gætuð bent mér á islensk fyrirtæki sem hafa verið að brjóta af sér.Einnig hvort þið getið bent mér á praktísk atriði í tengslum við SPAM sem að þið telji að þurfi að taka. Það eru nokkur atriði sem mér þætti vænt um að fá frekari upplýsingar um sbr. t.d.: 1. Hafið þið kynnt ykur hvaða áhrif lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu nr. 30/2002 hafa á starfsemi ykkar varðandi SPAM? 2. Notkun á röngum nöfnum eða nöfnum annarra aðila í From kassanum á tölvupósti. Eru brögð að slíku hjá íslenskum aðilum. 3. Hvernig bregðist þið almennt við SPAMMI? 4. Hvert hafið þið snúið ykkur til að kvarta undan SPAMMI? 5. Hvaða viðbrögð hafið þið fengið við kvörtunum ykkar? Endilega tjáið ykkur um þetta eða sendið mér línu á póstfangið veturlidi@simnet.is KV. VÞS
-*- Veturliði Stefánsson <veturlidi@simnet.is> [ 2003-07-18 19:06 ]:
Komið þið sælir gúrúar
[..]
3. Hvernig bregðist þið almennt við SPAMMI? 4. Hvert hafið þið snúið ykkur til að kvarta undan SPAMMI? 5. Hvaða viðbrögð hafið þið fengið við kvörtunum ykkar?
Ef spammið er frá aðila innanlands hef ég oftast haft samband við þjónustuaðilann sem sér spammernum fyrir aðgangi að póstþjóni og/eða þeim sem sér honum fyrir nettengingu. Viðbrögðin hafa vægarst sagt verið dræm og aldrei hef ég fengið sendar niðurstöður varðandi kvörtunina. Í eitt skipti hefur mér verið tjáð að viðkomandi væri ,,líklega'' að senda mér vírus (sem var rangt), og að ég ætti bara að reyna sjálfur að hafa samband við viðkomandi vegna málsins. Ég tek það fram að ég lét fylgja með lýsingu á spamminu, sem var of stórt til að það væri mannsæmandi að láta það fylgja! -- Annars er ég farinn að henda sjálfkrafa ruslpósti, nota hugbúnað sem notar ákveðnar 'reglur' til þess að ákveða hvort að pósturinn er spamm eður ei. Ég veit að einhverjar internetþjónustur eru að fikra sig áfram með svona kerfi fyrir sína notendur. Kv, -G. -- =================================================================================== | Guðmundur D. Haraldsson | When you have eliminated the impossible,| | gdh@binhex.EU.org | what ever remains, however improbable, | | http://www.binhex.EU.org/ | must be the truth. | | | - Sherlock Holmes, "The sign of four" | |---------------------------------------------------------------------------------| | GPG key: lynx -dump http://vlug.eyjar.is/gdh/gpgkey.asc | gpg --import | | Key fingerprint = DE6D A875 EA92 0699 9B49 8C49 2DBB 76BF ADD4 C933 | =================================================================================== // Spammers will be affixiated in paté!
Sæll, Veturliði Stefánsson, Fri, Jul 18, 2003 at 07:04:07PM -0000 :
Komið þið sælir gúrúar
Ég heiti Veturliði Þór Stefánsson og var rétt í þessu að skrá mig inn á spjall listann.
Ég er laganemi og er núna að vinna að lokaritgerð mína í lögfræði sem ber vinnuheitið "Bein markaðssetning í ljósi persónu- og neytendaverndar". Í ritgerðinni fjalla ég um það lagaumhverfi sem gildir varðandi beina markaðssetning, þar á meðal persónuuplýsingalögin, húsgöngu- og fjarsölulögin sem og fjarskiptalögin. Ég mun einnig fjalla í ritgerðinni um tölvuruslpóst (SPAM).
Ég sá á póstlistanum að einn ykkar hefur kært til lögreglu meint SPAM hjá vefhotel.com. Ég ætlaði bara að forvitnast um það hvernig það mál stæði og hvort þið gætuð bent mér á fleiri slík mál sem upp hafa komið. Sérstaklega væri gott ef þið gætuð bent mér á islensk fyrirtæki sem hafa verið að brjóta af sér.Einnig hvort þið getið bent mér á praktísk atriði í tengslum við SPAM sem að þið telji að þurfi að taka.
Almennt séð hafa lögregluyfirvöld ekki tekið þetta mjög alvarlega. Yfirleitt hafa yfirvöld neitað að taka svona mál til meðferðar nema hægt sé að sýna fram á beint fjárhagslegt tap (tími starfsfólks, gagnatap og missir viðskiptavildar telst ekki beint fjárhagslegt tap). Þetta á sérstaklega við um kærur fyrir innbrot og/eða skemmdarverk, en í seinni tíð einnig um ruslpóst. Í núgildandi lögum eru engin ákvæði um refsingar fyrir að senda ruslpóst, enda eru þau algjörlega hundsuð. Til dæmis má nefna þá skyldu sendanda að athuga hvort viðtakendur séu á bannlista Hagstofunar - ég veit ekki um eitt einasta dæmi um að þessu hafi verið fylgt. Af lögunum má ætla að samkeppnisstofnun sjái um að framfylgja þeim, en þeir vísa svona málum frá sér. Það er kannski líka eins gott, þar sem stofnunin hefur, eins og kunnugt er, afar takmarkað vald.
Það eru nokkur atriði sem mér þætti vænt um að fá frekari upplýsingar um sbr. t.d.:
1. Hafið þið kynnt ykur hvaða áhrif lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu nr. 30/2002 hafa á starfsemi ykkar varðandi SPAM?
Þessi lög hafa ákveðin áhrif á mál sem hefur verið þrætuepli í nokkur ár, þ.e.a.s. ábyrgð þjónustuaðilar á sendingunni. Því miður erfiða þau verulega baráttu gegn ófögnuðnum, því að þau undanskilja þjónustuaðila undan allri ábyrgð. Ákvæði um lögbann sýslumanns og slíkt eiga ekki við hér, því að tölvupósturinn staldrar ekki neitt við hjá búnaði þjónustuaðila, heldur fer beint út. Að mínu áliti væri réttara að skylda þjónustuaðila til þess að grípa til aðgerða ef þeim berst kvörtun um að notandi hjá þeim noti þjónustu þeirra til að brjóta lög.
2. Notkun á röngum nöfnum eða nöfnum annarra aðila í From kassanum á tölvupósti. Eru brögð að slíku hjá íslenskum aðilum.
Mjög lítið. Íslenska samfélagið er svo lítið að slíkt virkar ekki. Ef verið er að auglýsa þjónustu liggur beint við að sá sem veitir þjónustuna sé jafnframt sá sem auglýsir hana. Það eru til undantekningar, t.d. ákveðinn íslendingur sem búsettur er erlendis, en þar er um að ræða einstaklinga sem eru tvímælalaust undantekningar sem sanna regluna.
3. Hvernig bregðist þið almennt við SPAMMI?
Fyrsta skref er að kvarta til þjónustuveitanda sendandans, veitunnar sem skeytið er sent í gegnum, ef önnur og þjónustunnar sem hýsir efnið sem auglýst er. Ef hæfileg svör berast ekki er næsta skref að hafa samband við þjónustuaðila viðkomandi þjónustuveitna. Ef það virkar ekki taka við aðgangstakmarkanir á viðkomandi þjónustuveitur.
4. Hvert hafið þið snúið ykkur til að kvarta undan SPAMMI?
Sjá svar við spurningu 3.
5. Hvaða viðbrögð hafið þið fengið við kvörtunum ykkar?
Það er mjög mismunandi og sem betur fer fara þessi mál hraðbatnandi, a.m.k. hér á landi. Auðvelt er hins vegar að sjá mikinn mun á milli einstakra þjónustuveita. -- Kristófer Sigurðsson kristo@kriz.to
participants (3)
-
Guðmundur D. Haraldsson
-
Kristofer Sigurdsson
-
Veturliði Stefánsson