Sælir félagar, Sem fyrsta punkt í þessu bréfi, þá verð ég að viðurkenna á mig stór mistök. Ég hafði hingað til haldið, og jafnvel haldið því fram við aðra, að heimsku mannanna hlyti að vera ákveðin takmörk sett. Ég hafði rangt fyrir mér. Sorrí. Hin afar óæskilegu mistök í íslensku genamengi, er bera nafnið Ástþór Magnússon, hafa sýnt það með hegðun sinni, enn og aftur, að þar á bæ hljóta þeir að hafa sérráðgjafa sem pikkar í þá til að láta þá vita hvenær þeir eiga að anda. Annars hefði fyrirbrigðið fyrir löngu horfið úr íslensku genamengi. Allavega. Efni bréfsins. Friður 2000 kvartar yfir Snerpu ehf. til Póst- og Fjarskiptastofnunar. Fyrir hvað? Já...að loka á traffík við þá, eftir síendurtekna misnotkun. Snerpa hefur hingað til stært sig af því að hafa góða ruslpóstsíun, og eiga þeir skilið hrós fyrir að hafa verið í fararbroddi í þeim málum. Ef það á að dæma þá fyrir það, þá má alveg eins dæma okkur alla. Varðandi það, að stöðva veftraffík frá Snerpukúnnum á peace.is, þá verð ég að segja að sú ráðstöfun, þótt ég viti ekki til þess að henni hafi verið beitt áður, sé að öllu leyti réttlætanleg, þar sem allar líkur eru á því, að Friður 2000 beiti ýmsum brögðum til að lokka fólk þar inn með óleyfilegum aðferðum. Allar kvartanir Friðar 2000 vegna Snerpu eru rugl. Ég mæli með því að sem flest tæknifyrirtæki sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir tilkynna að þeir stöðvi einnig póst frá peace.is...so sue us all! ;-) -- Kristófer
participants (1)
-
Kristofer Sigurdsson