Sælir, Í fréttum í gær kom fram að Íslandssími væri búinn að loka tengingu Friðar 2000 vegna þess að ekki hefði verið brugðist við viðvörunum vegna fyrri brota á notkunnarskilmálum. Þegar að er gáð í dag passar að vélar peace.is svara ekki ping né heldur tcp tengingum en samt sem áður eru t.d. alþingismenn ennþá að drukkna í pósti sem sendur er á althing@peace.is þannig að eitthvað er ekki að virka þarna... Við gerðum því örlítið próf til að sjá hvort raunverulega væri lokað á kauða og viti menn....póstur kemst til skila á mail.peace.is án vandræða... Þetta er svar við skeyti sem sent var á test-xyz@peace.is til að prófa móttöku tölvupósts hjá peace.is ============================================================================== The original message was received at Tue, 3 Dec 2002 10:47:57 GMT from anubis.isnic.is [193.4.58.29] ----- The following addresses had permanent fatal errors ----- <test-xyz@peace.is> (reason: 550 5.1.1 <test-xyz@peace.is>... User unknown) ----- Transcript of session follows ----- ... while talking to mail.peace.is.:
RCPT To:<test-xyz@peace.is> <<< 550 5.1.1 <test-xyz@peace.is>... User unknown 550 5.1.1 <test-xyz@peace.is>... User unknown
----- Original message follows ----- Return-Path: <marius@anubis.isnic.is> Received: from anubis.isnic.is (anubis.isnic.is [193.4.58.29]) by sprettur.isnet.is (8.12.4/8.12.4/isnet) with ESMTP id gB3AlvSI088682 for <test-xyz@peace.is>; Tue, 3 Dec 2002 10:47:57 GMT (envelope-from marius@anubis.isnic.is) Received: (from marius@localhost) by anubis.isnic.is (8.11.6/8.11.6/isnic) id gB3AeRL28290 for test-xyz@peace.is; Tue, 3 Dec 2002 10:40:27 GMT Message-Id: <200212031040.gB3AeRL28290@anubis.isnic.is> Subject: test To: test-xyz@peace.is Date: Tue, 3 Dec 2002 10:40:27 +0000 (GMT) From: Marius Olafsson <marius@isgate.is> MIME-Version: 1.0 Content-Transfer-Encoding: 7bit Content-Type: text/plain; charset=US-ASCII test ============================================================================== Fyrir þá móttakendur þessa tölvupósts sem ekki kunna að lesa úr þessu þá þýðir þetta að vélin sem sent var frá (anubis.isnic.is) gat ekki náð sambandi við mail.peace.is og sendi því póstinn til varapóstþjóns peace.is sem er póstþjónn rekinn af Íslandssíma (sprettur.isnet.is), þegar sprettur.isnet.is reynir að hafa samband við mail.peace.is þá er engin lokun þar og fullt samband næst við póstþjón peace.is sem segir að test-xyz@peace.is sé ekki til. Þetta þýðir í stuttu máli að Íslandssími er ekki búinn að loka á Ófriðinn. Ég mæli því aftur með því að fólk loki með öllu á netið 213.176.155.64-127 sem Friður 2000 er með úthlutað þar sem Íslandssími virðist ekki vera að standa sig í stykkinu. Afrit sent á helstu fjölmiðla. /Óli P.S. Af gefnu tilefni, þessi tölvupóstur er skrifaður samkvæmt mínum skoðunum og endurspeglar ekki endilega álit fyrirtækis míns né skoðanir annarra starfsmanna ISNIC. -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
Hæ, Olafur Osvaldsson, Tue, Dec 03, 2002 at 11:46:05AM +0000 :
Sælir, Í fréttum í gær kom fram að Íslandssími væri búinn að loka tengingu Friðar 2000 vegna þess að ekki hefði verið brugðist við viðvörunum vegna fyrri brota á notkunnarskilmálum.
Þegar að er gáð í dag passar að vélar peace.is svara ekki ping né heldur tcp tengingum en samt sem áður eru t.d. alþingismenn ennþá að drukkna í pósti sem sendur er á althing@peace.is þannig að eitthvað er ekki að virka þarna... Við gerðum því örlítið próf til að sjá hvort raunverulega væri lokað á kauða og viti menn....póstur kemst til skila á mail.peace.is án vandræða...
Er ekki nokkuð líklegt að um uppsagnarfrest sé að ræða, þ.e.a.s. að Íslandssími sé samningsbundinn til að veita viðskiptavinum sínum ákveðinn frest frá uppsögn og þar til lokað verður á þjónustuna? Mér þætti það altént eðlilegt. -- Kristófer Sigurðsson Tel: +354 525 4103 Netsérfræðingur/Network specialist E-mail: ks@rhi.hi.is Reiknistofnun HÍ/University of Iceland Public PGP key: finger -l ks@herdubreid.rhi.hi.is
Kristofer, Þann 03. desember 2002, ritaði Kristofer Sigurdsson eitthvað á þessa leið:
Er ekki nokkuð líklegt að um uppsagnarfrest sé að ræða, þ.e.a.s. að Íslandssími sé samningsbundinn til að veita viðskiptavinum sínum ákveðinn frest frá uppsögn og þar til lokað verður á þjónustuna?
Mér þætti það altént eðlilegt.
Ekki þekkist að veita mönnum uppsagnafrest ef þeir hafa brotið notkunnarskilmála, ég get allavega ekki réttlætt að menn fái að spamma í mánuð eða meira eftir að þeir byrja. En samkvæmt samtali sem ég átti við fréttamann á Stöð 2 þá var haft eftir Íslandssíma að _búið_ væri að loka enda hefðu þeir fengið viðvörun fyrir töluverðu síðan. /Óli P.S. Mér þykir furðulegt að starfsmenn Íslandssíma skuli ekki tjá sig um málið, ég veit ekki betur en að einhverjir þeirra séu á þessum lista. -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
Best að gera bara eins og snerpa gerði 14. júní í sumar. Við lokuðum einfaldlega á allan póst frá peace.is Við höfum ekki orðið fyrir ónæði síðan og kvörtun Ófriðar til PFS var svarað með því að ekki þætti ástæða til að skipta sér af banni okkar við póst frá Ófriði2000. -B- On Tue, 03 Dec 2002, Olafur Osvaldsson wrote:
En samkvæmt samtali sem ég átti við fréttamann á Stöð 2 þá var haft eftir Íslandssíma að _búið_ væri að loka enda hefðu þeir fengið viðvörun fyrir töluverðu síðan.
/Óli
P.S. Mér þykir furðulegt að starfsmenn Íslandssíma skuli ekki tjá sig um málið, ég veit ekki betur en að einhverjir þeirra séu á þessum lista.
Sammála. -- = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - = - -Bjorn Davidsson- - Snerpa ehf. Computer & Networks services bjossi@snerpa.is - 354-520-4000 - Managata 6 - 400 Isafjordur - Iceland
participants (3)
-
Bjorn Davidsson
-
Kristofer Sigurdsson
-
Olafur Osvaldsson