Þann 04. January 2002, ritaði Einar Indridason eitthvað á þessa leið:
Sælir, Mér leiðist að finna upp hjólið í annað sinn svo ég spyr, hvað hafa menn gert til að hreinsa attachment úr mótteknum tölvupósti áður en notandinn fær hann í hendurnar.
Fyrir mér eru tvær leiðir, annarsvegar að svara með villuboðum um að ekki sé tekið á móti viðhengjum, eða fjarlægja viðhengið og merkja póstinn svo í header eða body.
Talaðu við hann Bjarna Rúnar (bre@complex.is). Hann er að vinna að póstsíu og tengja lykla-pétur við hana.
Vírusvarnir duga ekki, enda sýndi það sig í gær að nýuppfærð vírusvörn var ekki komin með eina útgáfuna af vírus inn og hann slapp í gegn.
Mér er skapi næst að hafna öllum pósti sem ekki er merktur Content-Type: text/plain
Hvernig myndi fólk bregðast við villuboðum sem gæfu það í skyn að ekkert nema tölvupóstur á text/plain væri móttekinn?
Ég held að það yrði svoldið of drastískt. óh... ertu að meina bara póst sem er stílaður á þig? Tja... þú náttúrlega ræður því. En globally? Nei, ég held að hafna öllu sem er ekki text/plain globally, myndi ekki hljóta náð hjá fólki.
Globaly þá á ég við allur póstur til ISNIC, þessi regla _mun_ verða sett á hostmaster@isnic.is fljótlega, vel getur verið að ég setji hana á restina líka í ljósi atburða gærdagsins.
(Hvaða listi er paranoia ?)
Af http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/paranoia : Umræða um öryggismál tengd tölvum og Internetinu Markmið þessa póstlista er að gefa mönnum möguleika á að skiptast á skoðunum og ræða um öryggismál. Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
participants (1)
-
Olafur Osvaldsson