Kristofer, Þann 03. desember 2002, ritaði Kristofer Sigurdsson eitthvað á þessa leið:
Er ekki nokkuð líklegt að um uppsagnarfrest sé að ræða, þ.e.a.s. að Íslandssími sé samningsbundinn til að veita viðskiptavinum sínum ákveðinn frest frá uppsögn og þar til lokað verður á þjónustuna?
Mér þætti það altént eðlilegt.
Ekki þekkist að veita mönnum uppsagnafrest ef þeir hafa brotið notkunnarskilmála, ég get allavega ekki réttlætt að menn fái að spamma í mánuð eða meira eftir að þeir byrja. En samkvæmt samtali sem ég átti við fréttamann á Stöð 2 þá var haft eftir Íslandssíma að _búið_ væri að loka enda hefðu þeir fengið viðvörun fyrir töluverðu síðan. /Óli P.S. Mér þykir furðulegt að starfsmenn Íslandssíma skuli ekki tjá sig um málið, ég veit ekki betur en að einhverjir þeirra séu á þessum lista. -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is