Virkilega góð síða hjá þér. Við höfum hingað til litið þannig á að við getum sett okkar
eigin notkunarreglur burtséð frá lögum... S.s. við bönnum allan ruslpóst þrátt fyrir þetta
lagaákvæði í húsgöngu- og fjarsölulögum og höfum hingað til talið okkur í rétti til þess.
Eftir allt, ef þú ert ekki sáttur við notkunarreglur þá geturðu leitað annað eftir þjónustu.
 
 
mbk,
-GSH
----- Original Message -----
From: Veturliði Stefánsson
To: Andri Óskarsson ; gurus@lists.isnic.is
Sent: Friday, November 21, 2003 8:22 PM
Subject: Re: [Gurus] Fw: fimman.is

Þetta athæfi er kolólöglegt og refsivert. Samkvæmt 46. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003  (sjá vefslóðina http://www.althingi.is/lagas/129/2003081.html) er bannað að senda fólki óumbeðnar auglýsingar í tölvupósti (þ.m.t. SMS og MMS) eða á faxi. Ergo ein óumbeðin auglýsing í tölvupósti er SPAM og það þarf ekkert að rökræða það frekar.
 
Það er hægt að kæra þetta til lögreglu enda varðar þessi háttsemi refsingu sbr. 74. gr. fjarskiptalaganna.
 
Ákvæði 14. gr. húsgöngu- og fjarsölulaga sem heimilar eina óumbeðna útsendingu nr. 46/2000 hefur hins vegar ekki verið fellt úr gildi þótt að það fjalli um sömu hluti og 46. gr. fjarskiptalaganna. Þetta helgast af klúðri í lagasetningu sem veldur því að það er ákveðinn réttaróvissa á þessu sviði sem að löggjafinn þarf að kippa í liðinn.
 
Í Danmörku féll  nýlega dómur þar sem norskt fyrirtæki var dæmt  til að greiða 15.000. DKR fyrir að senda 156 E-maila með óumbeðnum auglýsingum. Það er hægt að skoða umfjöllun um dóminn á þessari vefslóð: http://www.fs.dk/presse/03/pm010503.htm
 
Ég er búinn að taka saman smá pistil um ruslpóst og spam sem þið getið nálgast hérna inn á heimasíðu Neytendasamtakanna ef þið viljið kynna ykkur þetta nánar sjá vefslóðina: http://www.ns.is/textar/pistlar/pistill-030913-losna-v-markpost-simasolu.htm
 
Kv. Veturliði Þ. Stefánsson


 
----- Original Message -----
From: Andri Óskarsson
To: gurus@lists.isnic.is
Sent: Friday, November 21, 2003 7:19 PM
Subject: [Gurus] Fw: fimman.is

Ég fékk einhverja auglýsingu frá þeim. Aldrei skráð mig á eitt né neitt. Hvernig er mín staða í þessu, langt síðan ég hef þurft að standa í þessu innanlands.
 
Rak þetta til Umsjá Nýherja og sendi þeim póst. Svör eru á þann háttinn að þetta sé "auglýsing" ekki "spam". Ég skilgreini spam sem óumbeðinn ruslpóst. Hvort sem hann er sendur af þessum aðilla í fyrsta eða þriðja skipti.
 
Kveðja,
Andri Óskarsson
 
----- Original Message -----
From: johann.mw.einarsson@nyherji.is
To: andri@scrolls.org
Sent: Friday, November 21, 2003 3:56 PM
Subject: fimman.is

> Saell Andri Eg er staddur i Svithjod og get thess vegna ekki notad
> islenska stafi a therri vel sem eg er a nuna :), vonandi afsakardu thad. 
  
IThessu tilviki, thar sem fimman er ad senda ther  auglysingu, er ekki um SPAM ad raeda,
 heldur hefur fyrirtaekid leyfi til
> ad senda obedna ( sem thydir ad thu hefur ekki skrad thig hja theim )
> auglysingu einu sinni til thin og ADEINS einu sinni, ef um endurtekinn
> atburd er ad raeda er thetta ordid SPAM og thvi ologlegt og tha er haegt
> ad fara i einhverjar adgerdir, fram ad thvi get eg ekkert gert.
 
 Fimman.is er vidskiptavinur Umsja Nyherja og berum vid thvi ekki abyrgd a theirri
> starfssemi, thessi auglysing hefur verid send fra theim a theirra vef.
> Thessi abending er samt vel theginn og vid munum fylgjast betur med theim
> a naestunni, Ef thu hefur fengid thessa auglsysingu oftar, lattu mig tha
> vita og eg mun raeda vid tha :)



Með kveðju, 

Jóhann MW Einarsson
jmw@nyherji.is
Kerfisstjóri, Umsjá Nýherja

CLP "Certified Lotus Professional"
MCSE "Microsoft Certified System Engineer"
MCSA "Microsoft Certified Systems Administrator"


_______________________________________________
Gurus mailing list
Gurus@lists.isnic.is
http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus


_______________________________________________
Gurus mailing list
Gurus@lists.isnic.is
http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/gurus