Sælir.

 

Til skoðunar er að setja upp SMTP & POP pósthús. Á markaðinum eru mýmörg kerfi bæði fyrir Linux og Windows. Ég er sérstaklega að velta fyrir mér hvort til er eitthvert póstkerfi fyrir Windows sem menn hafa góða reynslu af hér á landi – hvað varðar stöðugleika, þjónustu og umsjón. Kerfið þarf ekki að vera ókeypis – en má heldur ekki vera mjög dýrt. Kerfið gæti þurft að vera með pósthólf fyrir hátt í þúsund notendur. Það væri undantekning ef póstur yrði vistaður á póstþjóninn eftir að hann væri lesinn.

 

Það þarf ekki að vera vírusvörn eða póstsía í þessu kerfi.

 

Ef einhver hefur góða reynslu af einhverju Windows póstkerfi væri fróðlegt að heyra af því.

 

Takk fyrir,
Markús

 

Markús Sveinn Markússon

Hópstjóri rekstrarþjónustu VKS

 

VKS hf.

Lynghálsi 9, 110 Reykjavík

Sími 580-9757, Farsími 898-0782, Fax 580-9266

Netfang: markus@vks.is Veffang: http://www.vks.is

 

Ég mæli með http://www.starfandi.is

 

Þessi tölvupóstur (og viðhengi hans) kemur frá Verk- og kerfisfræðistofunni hf. og er aðeins ætlaður skráðum viðtakanda og eru upplýsingarnar ekki ætlaðar öðrum. Þeim sem fá hann ranglega til sín ber að fara að ákvæðum 5. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 og gæta fyllsta trúnaðar, hvorki lesa hann, skrá hann né notfæra sér hann á nokkurn hátt og tilkynna Verk- og kerfisfræðistofunni hf. samstundis að pósturinn hafi ranglega borist sér og eyða honum, ásamt viðhengjum. Vakin er athygli á bóta- og refsiábyrgð skv. 74. gr. l. um fjarskipti.